Skilmálar

Notkunarskilmálar

Volkswagen AG veitir upplýsingaþjónustuna sem hér er boðið upp á samkvæmt þessum almennu notkunarskilmálum fyrir notkun á vefsíðu Volkswagen AG.

Skilmálar

  1. Upplýsingar í samræmi við tilskipun 1999/94/EB um eldsneytisnýtingu og losun CO2

    CO2 er sú gróðurhúsalofttegund sem á mestan þátt í hlýnun jarðar. Þær tölur sem hér eru gefnar upp voru fengnar í samræmi við lögbundið ferli. Tölurnar tengjast ekki einum tilteknum bíl og standa ekki fyrir hluta af tilboði, heldur eru þær aðeins gefnar upp til að hægt sé að bera saman ólíkar bílategundir. Eldsneytisnotkun og losun CO2 bílsins veltur ekki eingöngu á skilvirkni eldsneytisnýtingar í bílnum heldur ráðast þessir þættir einnig af aksturslagi og öðrum þáttum sem ekki eru tæknilegs eðlis (t.d. umhverfisaðstæður).

    Viðbótarbúnaður og aukabúnaður (viðbótarhlutir, dekk o.s.frv.) geta verið breytilegir eftir ýmsum lykiltölum bílsins, t.d. þyngd, veltiviðnámi og loftflæði. Þessi búnaður og aukahlutir geta haft áhrif á eldsneytisnotkun / orkunotkun og akstursafkastatölur á sama hátt og veður og akstursskilyrði. Þar sem drægnier gefin upp veltur tölfræði um eldsneytisnotkun og losun CO2 á dekkjagerð og aukabúnaði.

    Upplýsingar í samræmi við tilskipun 1999/94/EB með áorðnum breytingum: Frekari upplýsingar um opinberar tölur um eldsneytisnotkun og losun CO2 í nýjum fólksbílum er að finna í leiðbeiningunum „Guide on the fuel economy, CO2 emissions and power consumption of all new passenger car models“ (Leiðbeiningar um eldsneytisnotkun, losun CO2 og orkunotkun í öllum nýjum bíltegundum) sem eru fáanlegar endurgjaldslaust hjá söluaðilum, hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Straße 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi eða á www.dat.de
  2. Ákvæði og ábyrgð upplýsingaþjónustu

    Uppýsingarnar á þessari vefsíðu voru vandlega unnar af Volkswagen AG og árlegur uppitími hennar er að meðaltali 97,5%. Upplýsingarnar eru ekki bindandi. Volkswagen AG ábyrgist ekki afleiðingar vegna notkunar á þessum upplýsingum, að upplýsingarnar séu réttar, heilar eða í gildi, eða að gæði upplýsinganna samræmist þínum kröfum eða þörfum. Þar sem gögn eru gefin upp í tengslum við bíla á vefsíðum AG ber að líta á þau gögn sem áætluð gögn. Breytingar á hönnun og afköstum, breytingar á söluferli nýrra bíla og breytingar á verði eru, sem áður, áskilin. Upplýsingar um verð og staðalbúnað, lög og reglur og skattalegar reglugerðir og afleiðingar gilda aðeins fyrir sambandslýðveldið Þýskaland. Myndirnar sýna líka aukabúnað og valbúnað sem fylgir ekki staðlaðri útgáfu við afhendingu. Einhverjar upplýsingar sem þjónustan veitir endurspegla skoðanir stjórnarteymis Volkswagen. Svo framarlega sem þessar upplýsingar ná má yfirleitt greina staðhæfingar sem leggja áherslu á framtíð með hugtökum eins og „vænta“, „mun“, „ætla“ og annarra svipaðra hugtaka. Þróun í framtíðinni veltur á fjölbreytilegum, og gjarnan ófyrirséðum, þáttum. Þar af leiðandi er ekki hægt að ábyrgjast réttleika staðhæfinga sem leggja áherslu á framtíð. Stjórnunarteymið mun uppfæra þessar staðhæfingar að eigin geðþótta. Upplýsingar um hlutabréfamarkaði og viðskipti, hlutafjárvirði, vísitölur, verð, fréttir, almenn markaðsgögn o.s.frv. sem fram koma eru eingöngu ætlaðar til að upplýsa gesti á heimasíðu Volkswagen og þeim er ekki ætlað að þjóna sem fjárfestingarráðgjöf eða annars konar ráðgjöf. Volkswagen AG ábyrgist ekki með neinum hætti ráðleggingar sérfræðinga sem finna má á vefsíðunni. Enn fremur ábyrgist fyrirtækið ekki með neinum hætti réttleika og heilleika forsenda og ályktana á bak við þessar ráðleggingar. Gakktu alltaf úr skugga um að upplýsingarnar séu réttar áður þú notar þær. Aðeins er hægt að gefa út bindandi staðhæfingar í svari við sérstökum fyrirspurnum.
  3. Sérstakar upplýsingaþjónustur

    Athugaðu að einhverjar upplýsingar og samskiptaþjónusta sem er aðgengileg í gegnum ákveðnar gáttir á vefsíðu Volkswagen AG heyra líka undir notkunarskilmála viðkomandi vefgáttar.
  4. Þjónusta samstarfsaðila

    Hluti af upplýsingaþjónustunni kemur frá samstarfsaðilum okkar. Vinsamlegast athugaðu að skilmálar samstarfsaðila okkar eiga við þessa þjónustu og þó svo að vefsíða þeirra hafi verið innlimuð á vefsíðu Volkswagen AG felur það ekki í sér meðmæli eða ábyrgð. Volkswagen AG ábyrgist ekki innihald þeirra. Þessir þjónustuaðilar eru ekki fulltrúar Volkswagen AG.
  5. Tenglar á síður þriðja aðila

    Vefsíða Volkswagen AG inniheldur tengla á vefsíður sem er stjórnað af þriðja aðila. Volkswagen AG er ekki eigandi þessara vefsíðna þriðja aðila og ber ekki ábyrgð á innihaldi þeirra.
  6. Leyfileg notkun á þjónustu

    Notkun þín á þessum þjónustum má ekki brjóta á höfundarrétti, rétti á nöfnum og vörumerkjum, eða öðrum eignarrétti þriðja aðila. Til dæmis er allt efni á vefsíðu Volkswagen AG varið. Þar með talið myndir og tónlist auk vörumerkja eins og Volkswagen“ og „Gold“ sem fram koma á þessum síðum. Það sama gildir um eignarrétt Group fyrirtækja okkar. Ekki ber að skilja þessa vefsíðu né notkunarskilmála sem einhvers konar afsal á leyfum eða öðrum réttindum höfundarréttar Volkswagen AG. Þú skalt leitast við að komast hjá því að nota þjónusturnar með röngum hætti, ekki hunsa öryggisráðstafanirnar sem fram koma hér í upplýsingaþjónustunni, ekki nota veitur eða eiginleika sem leiða til eða gætu leitt til skaða á veitunni eða bilunar á virkni innan Volkswagen AG, þá sérstaklega með breytingum á áþreifanlegri og skipulagslegri uppbyggingu eða netbeinum eða netkerfi Volkswagen AG eða öðrum netkerfum; þú skalt einnig leitast við að komast hjá því að innlima upplýsingaþjónustuna eða hluta hennar á aðrar vefsíður – í einkarekstri eða opinberum rekstri – eða nota þjónusturnar í viðskiptalegum tilgangi.
  7. Samþykki á fótsporum (cookies)

    Fótspor (cookies) eru geymd á tölvunni þinni þegar þú ferð á vefsíðu Volkswagen AG. Þú getur sjálf(ur) ákvarðað notkun og umfang fótspora með því að nota stillingarnar í þinni tölvu (yfirleitt að finna í netvöfrum, t.d. Internet Explorer. Frekari upplýsingar má finna í hlutanum um tæknilegar kröfur). Volkswagen AG gengur út frá því að þú samþykkir notkun fótspora ef vafrinn þinn er stilltur þannig að fótspor eru notuð. Kynntu þér yfirlýsingu okkar um gagnavernd í öllum málum sem tengjast gagnavernd.
  8. Volkswagen ID

    Með Volkswagen ID getur þú skráð þig inn í margs konar þjónustu á vegum Volkswagen AG eða þriðju aðila. Volkswagen ID gegnir hlutverki miðlægs notandareiknings þar sem þú getur haft umsjón með persónuupplýsingum þínum á miðlægan hátt. Sú vinnsla persónuupplýsinga sem er nauðsynleg vegna þessa fer fram í því skyni að efna samning (samkvæmt b-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Til þess að geta notað tiltekna eiginleika vefsíðunnar þarf að skrá sig fyrir Volkswagen ID eða skrá sig inn með fyrirliggjandi Volkswagen-notandareikningi. Vefsíðan býður jafnframt upp á eiginleika sem gera ráð fyrir skráningu eða innskráningu með Volkswagen ID án þess að setja hana sem skilyrði. Ef þú notar Volkswagen ID er valin þjónusta tengd við Volkswagen-notandareikninginn þinn. Þessi tenging er ekki gerð nema að þú veitir samþykki þitt fyrir því (skv. a-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga innan ramma Volkswagen ID er að finna í yfirlýsingunni um gagnavernd á vefslóðinni https://vwid.vwgroup.io/data-privacy.
  9. myVolkswagen

    Eftirtalin stafræn þjónusta er á viðskiptavinasvæðinu myVolkswagen. Í myVolkswagen er að finna viðeigandi upplýsingar og stillingar fyrir allt sem snýr að bílnum og stafrænni þjónustu. Í þessu tilviki er b-liður 1. mgr. 6. gr. almennu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar í grundvallaratriðum lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga.
    Til þess að geta notað þjónustuna þarf að skrá sig fyrir eða skrá sig inn í Volkswagen ID.

    Skráningargögn
    Þegar þú skráir þig inn á myVolkswagen-svæðið með Volkswagen ID-aðganginum þínum munum við skrá eftirfarandi gögn ef villur koma upp:
    - notandanafnið þitt fyrir Volkswagen ID
    - verksmiðjunúmer bílsins

    Skráning þessara gagna fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna (samkvæmt f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) sem felast í því að geta lagfært villur sem koma upp á síðunni með fljótlegum hætti og veitt notanda sem besta aðstoð þegar villur koma upp. Skráningargögnin eru vistuð með dulkóðun og þeim er eytt sjálfkrafa eftir 30 daga.

    Bílayfirlit
    Í bílayfirlitinu getur þú vistað bíla sem þú hefur pantað eða átt nú þegar í notandaupplýsingum Volkswagen ID-aðgangsins þíns svo við getum birt þér yfirlit yfir bílana þína og útbúnað þeirra og veitt þér þægilegan aðgang að annarri virðisaukandi þjónustu á vefsíðunni án þess að þurfa að bera kennsl á bílinn að nýju. Til þess að auðkenna bílinn þinn færir þú inn pöntunarnúmerið (fyrir bíla sem eru enn í framleiðslu) eða grindarnúmerið (fyrir bíla sem þú átt nú þegar). Að því loknu er þér frjálst að færa inn frekari upplýsingar um bílinn (skráningarnúmer, viðurnefni) sem auðvelda þér að finna bílinn í yfirlitinu. Ef þessar upplýsingar eru þegar fyrir hendi í Volkswagen ID-aðganginum eru þær fluttar yfir í bílayfirlitið. Ef þú velur að færa þessar upplýsingar inn eru þær einnig vistaðar í Volkswagen ID-aðganginum.
    Í bílayfirlitinu eru auk þess sýndar myndir af bílnum þínum meðan á framleiðslu hans stendur. Myndirnar sem eru sýndar fara eftir verksmiðjunúmerinu sem þú færðir inn. Ef þú vilt eyða upplýsingunum þínum eða breyta þeim getur þú gert það í Volkswagen ID-aðganginum þínum.

    Efnissafn
    Ef þú hefur vistað bíla í bílayfirlitinu fyrir Volkswagen ID-aðganginn þinn verður útbúnaðareinkennum bílanna hlaðið inn í efnissafnið út frá vistaða grindarnúmerinu eða pöntunarnúmerinu til þess að sýna þér viðeigandi myndbönd fyrir bílana. Ef þú vilt eyða upplýsingunum þínum eða breyta þeim getur þú gert það í Volkswagen ID-aðganginum þínum.

    Niðurhal á leiðsögukortum
    Á svæðinu fyrir niðurhal á leiðsögukortum er hægt að hlaða nýjustu kortagögnum niður í tölvuna til þess að uppfæra leiðsögukerfið í bílnum með þeim. Skal þá vista sóttu skrárnar á geymslumiðli (t.d. SD-korti) til þess að geta fært þau yfir í leiðsögukerfið í bílnum. Ef þú hefur vistað bílinn þinn í bílayfirlitinu er útbúnaðareinkennum bílanna þinna hlaðið inn út frá grindarnúmerinu eða pöntunarnúmerinu til þess að velja viðeigandi bílgerð og leiðsögukerfi sjálfkrafa fyrir niðurhalið. Ef þú vilt eyða upplýsingunum þínum eða breyta þeim getur þú gert það í Volkswagen ID-aðganginum þínum.

    Leit að borgum fyrir We-þjónustu
    Í þessum einingum færðu yfirsýn yfir framboð á We-þjónustu á þínum stað. Til þess að auðvelda þér leitina á kortinu getur þú ýmist fært inn staðsetningu handvirkt eða látið ákvarða staðsetningu þína sjálfkrafa með viðeigandi eiginleika í vafranum/tækinu. Til þess að sýna staðinn sem er færður inn eða ákvarðaður með þessum hætti á kortinu er honum miðlað áfram til þjónustunnar Google Maps á vegum Google Inc.

    Nálgast má frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Google með eftirfarandi tengli: https://policies.google.com/privacy?hl=is

    Ábyrgð í Þýskalandi
    Þegar um er að ræða kaup (kaup, kaupleigu, fjármögnun) á nýjum eða minna en árs gömlum Volkswagen-fólksbíl færðu sérstaka umbun allt eftir gerð ef dísilknúni Volkswagen-fólksbíllinn sem samræmist mengunarstaðlinum Euro 6 og var keyptur á tímabilinu 01.04.2018 til 30.06.2019 í Þýskalandi fellur undir opinbert akstursbann til að auka loftgæði á að minnsta kosti einum degi og ný pöntun er lögð fram í sama mánuði og akstursbannið tekur gildi eða í næsta mánuði þar á eftir. Ekki mega líða meira en 36 mánuðir frá því núverandi bíll er skráður og þar til akstursbannið tekur gildi. Pöntun á nýjum bíl verður að fara fram á tímabilinu 01.04.2018 – 31.12.2022. Tilboðið gildir fyrir einstaklinga og einyrkja.  Til þess að nýta þér ábyrgðina fyrir Þýskaland þarftu að virkja kóðann sem þú færð hjá samstarfsaðilanum á myVolkswagen-svæðinu.   Samstarfsaðilinn gegnir hlutverki vinnsluaðila fyrir Volkswagen AG. Þegar smellt er á „Ábyrgð fyrir Þýskaland“ birtist innsláttarreitur fyrir ábyrgðarkóðann. Þegar kóðinn hefur verið sleginn inn er gengið úr skugga um að hann sé gildur. Af öryggisástæðum eru for- og eftirnafnið sem þú gefur upp og eru vistuð í Volkswagen ID-aðganginum borin saman við nöfnin sem eru skráð fyrir úttektarmiðann þinn. Ábyrgðarkóðinn er ekki vistaður í Volkswagen ID-aðganginum.

    Volkswagen Lounge með rakningu á pöntunarstöðu
    Þegar þú hefur pantað bíl sem (nýr) viðskiptavinur getur þú fylgst með stöðu pöntunarinnar hverju sinni á myVolkswagen-svæðinu. Viðkomandi upplýsingar er að finna í pöntunarnúmerinu þínu. Þetta pöntunarnúmer er vistað í Volkswagen ID-aðganginum þínum um leið og þú hleður pantaða bílnum inn í bílayfirlitið á myVolkswagen-svæðinu. Þegar smellt er á „Pöntunarstaða þín“ notar Volkswagen vistaða pöntunarnúmerið og sýnir stöðu pöntunarinnar á hverjum tíma. Þú getur hvenær sem er leiðrétt eða eytt upplýsingunum í Volkswagen ID-aðganginum. 
  10. Tenglar á vefsíður Volkswagen AG

    Það er leyfilegt að setja tengla á heimasíður Volkswagen AG vefsíða, t.d. www.volkswagen.de, ef: tengillinn endurhleður viðkomandi síðu að fullu og marksíðan sést ekki í ramma á vefsíðunni þinni; Volkswagen AG fær tilkynningu um tengilinn (með því að senda tölvupóst á links@vw- online.de) innan 24 klst. eftir að tenglinum er komið fyrir; og samhengi tengilsins lætur það skýrt í ljós að tengillinn sé af þessari tegund/eða að setningin „Tengill á Volkswagen AG“ eða titill viðkomandi síðu Volkswagen AG sem vísað er til er notaður á síðunni með tengli ásamt setningunni „Tengill á Volkswagen AG“. Tenglar sem víkja frá þessum reglum þurfa samþykki Volkswagen AG áður en þeim er komið fyrir. Volkswagen AG áskilur sér rétt til að neita að tenglum sé komið fyrir þrátt fyrir að þeir uppfylli kröfurnar hér að ofan.
  11. Skaðabótaskylda

    Volkswagen AG er skaðabótaskylt fyrir illan ásetning og vítavert gáleysi í samræmi við löggjöf um skaðsemisábyrgð og fyrir ábyrgðir sem Volkswagen AG gerir sérstaklega. Volkswagen AG er skaðabótaskylt vegna venjulegs gáleysis við brot á mikilvægum skyldum, en þar takmarkast skaðabótarupphæð við venjulegt fyrirsjáanlegt tjón.
  12. Öryggi skilaboðasendinga til Volkswagen AG

    Ef þú vilt senda tölvupóst á Volkswagen AG frá þínu netfangi skaltu hafa í huga að vegna tæknilegrar uppsetningar á internetin þarftu að gera öryggisráðstafanir til að tryggja að efni tölvupóstsins haldist leynt og öruggt. Þú getur notað vörur eins og kóðunarhugbúnað í þessum tilgangi.

    Ef þú vilt senda tölvupóst beint frá skilaboðasvæðinu á vefsíðu Volkswagen AG skaltu hafa í huga að þessi gögn verða send án dulkóðunar og þar af leiðandi tekur Volkswagen AG enga ábyrgð á leynd og heilleika efnisins í tölvupóstinum.
  13. Breytingar á umfangi þjónustu og notkunarskilmálum

    Volkswagen AG áskilur sér rétt til að stækka, minnka eða breyta virkni þjónustunnar eða hluta hennar hvenær sem er. Hröð þróun internetsins gerir það að verkum að við verðum að gera breytingar á þessum notkunarskilmálum með ákveðnu millibil. Vinsamlegast notaðu alltaf nýjustu útgáfu notkunarskilmálanna.
  14. Lagaval

    Þýsk lög, að frátöldum árekstrum við önnur lagaákvæði, gilda um notkun Þjónustunnar auk þessara Notkunarskilmála.