Orkugjafi
Rafmagn
Notkun
15,3kWh.
Skottrými
341

Horfðu til framtíðar með hreinum rafmagnsakstri.

Í styttri ferðalögum, t.d. í þéttbýli, hentar sérstaklega vel að nota hreinu rafmagnsaflrásina til að komast á milli. Í nýjum e-Golf geturðu líka yfirgefið þéttbýlið. Hann er með drægni upp að 231 kílómetrum (WLTP).

e-Golf hápunktar. Sjáðu þessa:
transparent VW e-Golf, Battery and electric motor are visible

‘Vöktun að framan’ og ACC

Slakaðu á í umferðinni.

 

Sjálfvirkur upplýsingaskjár

Þú sérð þær upplýsingar sem þú vilt sjá.

bird's-eye view of the VW e-Golf, driving behind another car, sensors detect the car ahead
VW e-Golf Active Info Display with navigation map

Technology

 • transparent VW e-Golf, Battery and electric motor are visible
  transparent VW e-Golf, Battery and electric motor are visible
 • front view of a driving VW e-Golf
  front view of a driving VW e-Golf
 • VW e-Golf charging on a wall box
  VW e-Golf charging on a wall box
 • man smiling and standing at a window,windshield of the VW e-Golf in the background
  man smiling and standing at a window,windshield of the VW e-Golf in the background

Nútímakraftur. e-Golf vélin.

 • transparent VW e-Golf, Battery and electric motor are visible
  transparent VW e-Golf, Battery and electric motor are visible

Öflug og nánast hljóðlaus vélin í nýjum e-Golf er skýrt dæmi um hversu mikil afköst eru möguleg með rafmótorum nútímans. Hámarksafköst upp á 100 kW og 290 Nm togkraftur frá fyrsta snúningi tala sínu máli. Þannig færðu frábæra hröðun upp í 100 km/klst á aðeins 9,6 sekúndum og 150 km/klst hámarkshraða. Hröðunin úr kyrrstöðu upp í 60 km/klst. er aðeins 4,2 sekúndur.

Þú getur líka bætt eldsneytisdrægnina á þínum e-Golf með því að bremsa. Þú getur valið hversu mikla aflendurheimt þú færð með nokkrum stillingarmöguleikum. Allt frá hámarkstöf sem gefur þér hámarksaflendurheimt frá bremsunum yfir í lágmarkstöf sem gefur þér minni aflendurheimt.

Aksturshjálp.

Snjalla aksturshjálpin í þínum e-Golf gerir aksturinn þægilegri og getur reynst dýrmæt hjálp við hættulegar aðstæður og jafnvel komið í veg fyrir þær. Þó svo að þú verðir sjaldan var við þessa tækni þá er gott að vita af henni.

 • bird's-eye view of the VW e-Golf, driving behind another car, sensors detect the car ahead
  bird's-eye view of the VW e-Golf, driving behind another car, sensors detect the car ahead
 • bird's-eye view of a VW e-Golf with flashing hazard lights and illuminated brake light on a road
  bird's-eye view of a VW e-Golf with flashing hazard lights and illuminated brake light on a road
 • VW e-Golf performs a parking maneuver sideways
  VW e-Golf performs a parking maneuver sideways
 • outside mirror of a VW e-Golf with illuminated "blind spot" symbol
  outside mirror of a VW e-Golf with illuminated "blind spot" symbol

Slakaðu á í umferðinni.

 • bird's-eye view of the VW e-Golf, driving behind another car, sensors detect the car ahead
  bird's-eye view of the VW e-Golf, driving behind another car, sensors detect the car ahead

Það er vissara að halda öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan þegar ekið er í mikilli umferð. Sjálfvirki hraðastillirinn (ACC), sem er fáanlegur sem aukabúnaður, gerir einmitt það.

Hraðastillirinn mælir fjarlægðina við bíla á undan og hraða þeirra. Í umferðarteppu tengir kerfið við DSG gírkassann með tvöfaldri kúplingu til að stöðva bílinn og svo fer hann sjálfkrafa af stað aftur. Innan marka kerfisins getur hraðastillirinn haldið bílnum í öruggri fjarlægð frá bílnum á undan á allt að 210 km/klst.

Stundum gerist eitthvað óvænt sem kallar á neyðarhemlun. Í slíkum tilfellum getur Vöktun að framan (Front Assist), sem er aukabúnaður, komið að góðum notum. Þú færð viðvörun, innan marka kerfisins, ef kerfið greinir of mikla nálægð við annan bíl. Við sérstaklega hættulegar aðstæður getur kerfið einnig hjálpað til við bremsun eða jafnvel bremsað sjálfkrafa til að draga úr árekstrarhraða.

Neyðarhemlunarkerfi fyrir borgarakstur (City Emergency Braking) getur gripið inn í þegar þú ekur á hægum hraða í borgarumferð og svo getur Vöktun á gangandi vegfarendum (Pedestrian Monitoring) greint, innan marka kerfisins, ef t.d. gangandi vegfarandi stígur óvænt út á veginn. Aðstoðarkerfin bjóða upp á viðeigandi viðvaranir, hjálpa til við bremsun eða bremsa sjálfkrafa, allt innan marka kerfisins. Þegar best lætur getur þetta komið í veg fyrir árekstur, eða a.m.k. lágmarkað mögulegt tjón.

Þægindi.

Láttu fara vel um þig í þínum e-Golf. Með ríkulegum staðalbúnaði, þægilegri stýringu og alls konar þægindabúnaði verður hversdagurinn ánægjulegri og afslappaðri.

 • VW e-Golf Active Info Display with navigation map
  VW e-Golf Active Info Display with navigation map
 • interior of the VW e-Golf with light colored leather seats
  interior of the VW e-Golf with light colored leather seats
 • Seat cover made out of "Zoom Merlin" fabric design
  Seat cover made out of "Zoom Merlin" fabric design
 • dashboard and cockpit of the VW e-Golf
  dashboard and cockpit of the VW e-Golf
 • interior of the VW e-Golf with light colored leather seats
  interior of the VW e-Golf with light colored leather seats

Þú sérð einmitt þær upplýsingar sem þú vilt sjá.

 • VW e-Golf Active Info Display with navigation map
  VW e-Golf Active Info Display with navigation map

Með aukabúnaðinum Sjálfvirka upplýsingaskjánum færðu mælaborðið upp á háskerpu 31 cm litaskjá. Þú getur valið hvaða upplýsingar birtast í mælaborðinu auk hefðbundinna mæla, t.d. snúningsmælis, hraðamælis og vegmælis.

Þú getur valið þessi upplýsingasnið fljótt og þægilega með fjölnota stýrinu (aukabúnaður). Þú getur birt nákvæm akstursgögn, í samræmi við þarfir þínar hverju sinni, eða fengið sjónræna framsetningu á aksturshjálparkerfum upp á skjáinn. Þannig geturðu nýtt skjásvæðið enn betur þar sem þú getur birt aðrar upplýsingar í rörhólkunum.

Þú getur valið hvort þú færð leiðsögukortið upp á Sjálfvirka upplýsingaskjáinn eða haft það eins og venjulega á skjá leiðsögukerfisins. Með Discover Pro eru báðir skjákostir tiltækir.

Hvað má bjóða þér að gera næst?