VW Golf GTE driving on a road
VW Golf GTE driving on a road
VW Golf GTE driving on a road

Golf GTE

Gírskipting
Sjálfskipting
Orkugjafi
Bensín / Rafmagn
Notkun
2,0l.
Skottrými
272

Sá margslungni. Keyrðu á rafmagni - Keyrðu á bensíni.

Forstillt akstursgleði. Hámarksafköst Golf GTE er 150 kW (204 hö). Þessum tilkomumiklu tölum er náð með sparneytinni tengiltvinnbílatækni.

Golf GTE hápunktar. Sjáðu þessa:
Golf GTE driving on a street, back view

 

Afköst

Afl er gott en sarneytni jafnvel betri.

Hönnun

Sportleg og glæsilegt yfirbragð.

Vöktun að framan

Slakaðu á í umferðinni.

 

 

Front of the VW Golf GTE, the charging cable is plugged into the VW logo
VW Golf from aerial view drives behoind another vehicle, sonsors recognize the anterior vehicle

Tækjabúnaður

Með hjálp sparneytinnar tengiltvinntækni sameinar Golf GTE bensínknúna forþjöppuvél og rafmótor með miklum togkrafti. Þú getur nýtt kosti beggja mótora, í samræmi við aðstæður hverju sinni, annað hvort saman eða í sitt hvoru lagi. Þannig geturðu ekið af krafti og á sparneytinn hátt á sama tíma.

 • a transparent Golf GTE, the battery and engine are visible
  a transparent Golf GTE, the battery and engine are visible
 • VW Golf rear view driving on a street, a biker next to it
  VW Golf rear view driving on a street, a biker next to it
 • e-manager with charging status in a smartphone app
  e-manager with charging status in a smartphone app
 • DSG dual clutch gearbox in the VW Golf GTE
  DSG dual clutch gearbox in the VW Golf GTE

Golf GTE býður upp á afl og sparneytni.

 • a transparent Golf GTE, the battery and engine are visible
  a transparent Golf GTE, the battery and engine are visible

Þú getur stillt vélarnar í Golf GTE svo þær henti aðstæðum hverju sinni. Það er hægt að nota þær saman eða í sitt hvoru lagi. Auk þriggja ólíkra tvinnstillinga hentar rafmagnsstillingin e- mode sérstaklega vel fyrir akstur í miðborg. Með henni er hægt að keyra útblásturslaust í þéttbýli á allt að 50 km/klst.

Nánast hljóðlaus rafmótorinn fær hjálp frá háþróaðri 110 kW (150 hö) 1,4 l TSI bensínvél með beinni innspýtingu og afraksturinn er mikill kraftur og lítil eldsneytiseyðsla. Saman ná vélarnar Golf GTE úr núlli upp í 100 km/klst á aðeins 7,6 sekúndum og 222 km/klst hámarkshraða á augabragði. Þær geta náð 150 kW (204 hö) afköstum og togkrafti sem nemur 350 Nm og svo er eldsneytisdrægnin mjög mikil, eða allt að 883 kílómetrar.

Þegar heim er komið geturðu hlaðið rafhlöðu rafmótorsins á þremur klst. og 45 mínútum með venjulegri innstungu, en svo er hægt að ná hleðslu á 2 klst. og 15 mínútum á almennri hleðslustöð eða með heimahleðslustöð (aukabúnaður).

Hönnun

Allir bílar Volkswagen einkennast af hágæðabúnaði og stílhreinu útliti. Auk þess hefurðu fjölda valkosta sem gera þér kleift að hanna þinn Golf GTE eftir þínu höfði. Þú trúir ekki hversu mikið val þú hefur.

 • Front of the VW Golf GTE, charging cable is plugged in the VW logo
  Front of the VW Golf GTE, charging cable is plugged in the VW logo
 • Interior and cockpit of the VW Golf GTE
  Interior and cockpit of the VW Golf GTE
 • LED rear light with cornering light of the VW Golf GTE
  LED rear light with cornering light of the VW Golf GTE
 • Alloy wheel Sevilla 18 inch VW Golf GTE
  Alloy wheel Sevilla 18 inch VW Golf GTE

Sportlegt og glæsilegt yfirbragð.

 • Front of the VW Golf GTE, charging cable is plugged in the VW logo
  Front of the VW Golf GTE, charging cable is plugged in the VW logo

Framhlutinn á Golf GTE, með lokuðu framgrilli og bláum listum, er hannaður með tilliti til snerpu og loftflæðis. Bláa línan teygir sig áfram inn í LED aðalljósin og blandast fullkomlega Volkswagen merkinu sem hylur hleðsluinntakið.

Nýstárlegi C-laga LED dagljósabúnaðurinn á stuðaranum er mjög vinsæll, því eins og allar LED ljóseiningar er hann bæði endingargóður og sparneytinn. Þegar þú horfir á bílinn frá hlið eru hliðarlistarnir sérstaklega áberandi, en þeir hafa þau áhrif að Golf GTE virðist lægri á veginum. Og afturhlutinn er ekki síður sportlegur. Vindskeiðið að aftan er í sama lit og yfirbyggingin, en gljáandi svart að neðan.

Tvöfalda krómaða púströrið er staðsett vinstra megin undir dreifaranum og undirstrikar sportlega karakterinn og passar vel við sterklegan stuðarann. Dökkrauða LED afturljósasamstæðan er glæsileg og gefur góða lýsingu þegar hennar er þörf. Baksvipurinn er síðan fullkomnaður með blárammaða Volkswagen merkinu á milli ljósanna.

Aksturshjálp

Snjalla aksturshjálpin í þínum Golf GTE gerir aksturinn þægilegri og getur reynst dýrmæt hjálp við hættulegar aðstæður, jafnvel komið í veg fyrir þær. Þó svo að þú verðir sjaldan var við þessa tækni þá er gott að vita af henni.

 • Aerial view of a VW Golf driving behind another vehicle, sonsors recognize the vehicle ahead
  Aerial view of a VW Golf driving behind another vehicle, sonsors recognize the vehicle ahead
 • VW Golf GTE side mirror with blinking Blind-Spot sensor
  VW Golf GTE side mirror with blinking Blind-Spot sensor
 • VW Golf is parking sideways
  VW Golf is parking sideways
 • Aerial view of a VW Golf with emergency lights and braking lights on a street
  Aerial view of a VW Golf with emergency lights and braking lights on a street

Slakaðu á í umferðinni.

 • Aerial view of a VW Golf driving behind another vehicle, sonsors recognize the vehicle ahead
  Aerial view of a VW Golf driving behind another vehicle, sonsors recognize the vehicle ahead

Það er vissara að halda öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan þegar ekið er í mikilli umferð. Sjálfvirki hraðastillirinn (ACC), sem er fáanlegur sem aukabúnaður, gerir einmitt það.

Hraðastillirinn mælir fjarlægðina við bíla á undan og hraða þeirra. Í umferðarteppu tengir kerfið við DSG gírkassann með tvöfaldri kúplingu (aukabúnaður) til að stöðva bílinn og svo fer hann sjálfkrafa af stað aftur. Innan marka kerfisins getur hraðastillirinn haldið bílnum í öruggri fjarlægð frá bílnum á undan á allt að 210 km/klst.

Stundum gerist eitthvað óvænt sem kallar á neyðarhemlun. Í slíkum tilfellum getur Vöktun að framan (Front Assist) svæðisvöktunin, sem er aukabúnaður, komið að góðum notum. Þú færð viðvörun, innan marka kerfisins, ef kerfið greinir of mikla nálægð við annan bíl. Við sérstaklega hættulegar aðstæður getur kerfið einnig hjálpað til við bremsun eða jafnvel bremsað sjálfkrafa til að draga úr árekstrarhraða.

Neyðarhemlunarkerfi fyrir borgarakstur (City Emergency Braking) getur gripið inn í þegar þú ekur á hægum hraða í borgarumferð og svo getur Vöktun á gangandi vegfarendum (Pedestrian Monitoring) greint, innan marka kerfisins, ef t.d. gangandi vegfarandi stígur óvænt út á veginn. Aðstoðarkerfin bjóða upp á viðeigandi viðvaranir, hjálpa til við bremsun eða bremsa sjálfkrafa, allt innan marka kerfisins. Þegar best lætur getur þetta komið í veg fyrir árekstur, eða a.m.k. lágmarkað mögulegt tjón.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér