transparent VW Golf TGI, natural gas tanks and motor are visible
transparent VW Golf TGI, natural gas tanks and motor are visible
transparent VW Golf TGI, natural gas tanks and motor are visible

Golf Metan

Orkugjafi
Metan
Notkun
3,5g/km

Ótrúlega sparneytinn: Golf Metan (TGI)

Nú er skortur á valkostum úr sögunni: Golf Metan (TGI) nýtir mikinn orkuþéttleika metans til að ná frábærri sparneytni.

Tækni

Metan-kerfið í Golf Metan (TGI) dregur úr eldsneytisnotkun og minnkar útblástur. Þetta er rétta vélin fyrir þau okkar sem finnst gaman að keyra og gera mikið af því.

 • Engine of the VW Golf TGI
  Engine of the VW Golf TGI
 • natural gas tanks in the VW Golf TGI
  natural gas tanks in the VW Golf TGI

Njóttu krafts með lítilli eldsneytisnotkun.

 • Engine of the VW Golf TGI
  Engine of the VW Golf TGI

TGI-vélin er hönnuð fyrir notkun bæði ódýrs metans sem og bensíns. Ending eldsneytis er allt að 1300 km þegar báðir geymar eru fullir. Metangeymirinn er felldur undir gólfið til að tryggja að ekki sé gengið á farangursrýmið.

Aðstoðarkerfi

Hugvitssamleg akstursaðstoðarkerfi geta aukið akstursþægindi Golf Metan og auðveldað þér að bregðast við hættulegum aðstæðum – eða koma jafnvel í veg fyrir þær.

 • man crosses the road, VW Golf TGI detects him
  man crosses the road, VW Golf TGI detects him
 • outside mirror of a VW Golf TGI with illuminated "blind spot" symbol
  outside mirror of a VW Golf TGI with illuminated "blind spot" symbol
 • VW Golf TGI performs a parking maneuver sideways
  VW Golf TGI performs a parking maneuver sideways
 • bird's-eye view of a VW Golf TGI with hazard warning signal and brake lights on a road
  bird's-eye view of a VW Golf TGI with hazard warning signal and brake lights on a road

Slakaðu á í mikilli umferð.

 • man crosses the road, VW Golf TGI detects him
  man crosses the road, VW Golf TGI detects him

Örugg fjarlægð frá næsta bíl fyrir framan skilar meira öryggi í umferðinni. Sjálfvirki hraðastillirinn (aukabúnaður) gerir þér það kleift.

Hann mælir fjarlægð frá bílunum fyrir framan þig og hraða þeirra. Í röðum og umferðarhnútum vinnur kerfið með tvöföldu kúplingunni til að stöðva bílinn og taka af stað aftur stuttu síðar. Innan ákveðinna marka getur sjálfvirkur hraðastillir haldið öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan á allt að 210 km hraða á klst.

Stundum gerist hið óvænta og þörf er á neyðarhemlun. Í slíkum aðstæðum kemur Front Assist-svæðisskynjarinn að góðum notum. Viðvörun er gefin ef kerfið greinir hættu á árekstri. Við sérstaklega viðsjárverðar aðstæður aðstoðar kerfið einnig við hemlun, auk þess sem það getur hemlað sjálfkrafa til að draga úr hraða fyrir ákeyrslu.

City-neyðarhemlakerfið getur gripið inn í þegar þú ekur hægt í mikilli umferð innanbæjar á meðan greining gangandi vegfarenda greinir, innan marka kerfisins, þegar vegfarandi gengur óvænt út á götu. Aðstoðarkerfið býður upp á viðeigandi viðvaranir, aðstoðar við hemlun eða hemlar sjálfkrafa – ávallt innan marka kerfisins. Þessu er ætlað að koma í veg fyrir ákeyrslu eða lágmarka skaða verði ekki komist hjá henni.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér