VW Golf GTE in white, front side view, stands on a street, 2 women are sitting in front of it

Golf GTE

Tvöföld akstursánægja. 
                                       Golf GTE.

Akstursánægja er staðalbúnaður: Hámarksúttak Golf GTE er 180 kW (245 hö). Þessum tilkomumiklu tölum er náð með sparneytinni tengiltvinntækni.

Golf GTE hefur marga hápunkta. Skoðaðu þessa þrjá:

VW Golf GTE in white, front side view, stands next to a vegetable stand, a woman stands in front of it

Ytra útlit

Sportlegt og glæsilegt yfirbragð

VW Golf GTE, technical representation of the hybrid drive, view from above / front / side

Tengiltvinntækni með 180 kW (245 hö).

Mikil afköst eru kostur. Skilvirkni er stærri kostur.

VW Golf GTE Interior, view into the cockpit, woman operates the infotainment system's touchscreen

Innanrýmið

Sportlegur og þægilegur

Ytra útlit

Sportlegt og glæsilegt yfirbragð.

Lipur og straumlínulagaður. GOLF GTE ber þessi gildi utan á sér. Þau endurspeglast til dæmis í blárri línu sem nær yfir alla framhliðina frá Volkwagen-merkinu að LED aðalljósunum.* GTE þarf ekki að fela púströrin sín en bak við krómhúðaðan stuðarann er samt góður staður. Þau falla því inn í útlit LED afturljósanna og þakbogans og gefa afturhliðinni sterkt yfirbragð.     

 

 

Tækjabúnaður

Golf GTE er kraftmikill og skilvirkur í senn

Kraftmikið tvinndrif í Golf GTE samanstendur af næstum hljóðlausum rafmótor með hnökralausri gírskiptingu og framsækinni 1.4 l TSI bensínvél með beinni inngjöf og afli upp á 110 kW (150 hö), sem laðar fram kraftmikinn akstur með lítilli eldsneytisbrennslu. Saman ná rafmótorinn og bensínvélin Golf GTE úr núlli upp í 100 km/klst á aðeins 6,7 sekúndum og 225 km/klst hámarkshraða. Þær skila afli upp á 180 kW (245 hö) og togi upp á 400 sn. Auk þriggja ólíkra tvinnstillinga hentar rafmagnsstillingin e-mode sérstaklega vel fyrir akstur í borgum og hægt er að aka á henni allt að 62 km (NEDC)*. Þetta þýðir: Þú getur keyrt á rafmagninu í borginni, notað báða mótora í akstri utanbæjar og TSI vélin eykur svo drægið á lengri ferðalögum. Þegar heim er komið getur þú endurhlaðið rafhlöðu rafmótorsins á innan við fimm tímum í gegnum venjulega rafmagnsinnstungu. Með veggboxi sem er valbúnaður eða almenningshleðslustöð og Mode 3 Type 2 hleðslusnúru nærðu að fullhlaða rafhlöðuna á þremur klukkustundum og 40 mínútum.

Innanrýmið

Úti: Hraðskreiður.
Inni: Afslappaður.

Allir íhlutir inni í GTE eru sérsniðnir hver að öðrum til að gefa bílnum sportlegt yfirbragð. Fótstig úr ryðfríu stáli, skrautlistar, sérsaumar og svartir höfuðpúðar. LED bakgrunnslýsing veitir birtu á réttum stöðum. Þú tekur strax eftir því að stafræn framtíð hefur haldið innreið sína í stjórnrýmið og miðstokkinn. Háskerpuskjáir og flestar aðgerðir framkvæmdar með snertiskjánum, t.d. útvarp, loftræsting og lýsing. Við skulum snerta.

Fáðu að vita meira um nýjan Golf GTE:

Fjöldamargir sérsníðingarmöguleikar gera þér kleift að hanna þinn Golf GTE eftir þínu höfði.

More Features

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Yfirlit bíla

Vefverslun

Sýningarsalur

Notaðir bílar

Verðlistar & Bæklingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?