Goðsögn í uppfærðri útgáfu

Getur það sem er fullkomið orðið enn fullkomnara? Auðvitað. Við höfum bætt Multivan á alla kanta í samráði við viðskiptavini okkar. Multivan 6.1 byggir á grunni forvera sinna og setur ný viðmið í sínum flokki. Multivan 6.1 er fjölbreyttur bíll fyrir fólk á ferðinni, þökk sé nýjustu tækni og margvíslegri fjölvirkni.

Óvenju eftirtektarverður

Sígilt rúgbrauð í eðli sínu 

Þegar fyrsta VW rúgbrauðið kom af færibandinu árið 1950 datt engum í hug að það myndi skekja alla heimsbyggðina. Upphaflega „gluggarútan“ átti síðar eftir að birtast í mörgum útgáfum, til dæmis „Samba“. Hægt og rólega varð til Multivan-bíllinn sem við þekkjum og elskum í dag. Eitt hefur þó aldrei breyst í gegnum tíðina: erfðaefni rúgbrauðsins. Líkt og rúgbrauðið á fyrri tíð er nýjasta útgáfan, Multivan 6.1, enn tákn um frelsi og sveigjanleika.