A family in front of the VW Multivan Energetic.

Multivan

Velkomin í nýjan heim

Velkomin í nýjan heim

Velkomin í nýjan heim

Multivan er boðberi nýrra tíma. Við munum reyna að samræma þarfir eldri kynslóðar og óskir yngri kynslóðar. Þess vegna er VW Transporter með jafnvel lægri útblástur, er enn meiri borgarbíll og stafrænni og meira tengdur en nokkur sinni fyrr. Jafnframt er hann íburðarmeiri og þægilegri. Eftir sem áður er hann jafn hagnýtur og fjölhæfur og hann hefur alltaf verið. Hér mætir nútímalegur fyrsta flokks tækjabúnaður kunnuglegum eiginleikum bílsins sem er fær í flest. Sjáðu með eigin augum og uppgötvaðu Multivan í dag.

Nýtt frelsi til að njóta

A VW Multivan Energetic stands at a charging station.

Tengitvinnkerfið – Plug-in Hybrid
Annar kostur í drifi

Langar þig til að fara um borgina á rafmagninu einu saman? Með Multivan eHybrid er það nú mögulegt. Með fullhlaðna rafhlöðu getur þú farið í margar af þínum daglegu ferðum á rafmagninu einu saman. Í mörgum borgarhverfum getur þú ekið stuttar vegalengdir algjörlega kolefnislaust. Þetta kallar fram nýja akstursupplifun fyrir þig og sýnir líka að þú berð framtíð ungu kynslóðarinnar fyrir brjósti.

Two girls take a selfie inside the VW Multivan.

Fjölvirkniborð
Miðjustokkur verður miðpunkturinn

Multivan táknar meira frelsi og þess er meðal annars hægt njóta með fjölvirkniborðinu í innanrýminu. Ekki bara staðsetningu heldur líka lögun borðsins er hægt að breyta. Hægt er að brjóta það saman yfir bogana, ýta því alla leið á milli framsætanna og nota það sem miðjustokk með geymsluhólfum og glasahöldum.

A man holds a seat from the back seat of a VW Multivan.

Einfalt sætakerfi
Innanrýmið verður að auðu plássi

Á meðal styrkleika nýs Multivan eru einstaklingssæti í farþegarýminu sem auðvelt er að fella saman og fjarlægja. Þú getur hvort sem er látið sætin snúa í akstursáttina eða augliti til auglitis. Mjög auðvelt er að breyta sætaskipulaginu, hvor leiðin sem er valin. Annar hápunktur: Í fyrsta skipti er boðið upp á hita í sætum og þá er tryggt að börnunum er hlýtt á köldum vetrardögum.