Polo GTI parked on rooftop

Polo GTI

Gírskipting
Sjálfskipting
Orkugjafi
Bensín
Notkun
6,2l./100 km
Skottrými
351

Þrír stafir sem eru hlaðnir merkingu

Stafirnir GTI hafa alltaf staðið fyrir mikil afköst og ósvikna akstursgleði. Nýr Polo GTI heldur fast í þessa hefð og heillar vegfarendur með sportlegu útliti.

Polo GTI hápunktar. Sjáðu þessa:

Polo GTI in red, in motion

 

147 kW (200 PS) 

200 ástæður til að velja Polo GTI  

GTI hönnun 

Kröftugt útlit gefur skýrt til kynna hvað leynist undir vélarhlífinni

Mismunadrifslás

Fagnaður hverri beygju

Polo GTI in red Side view of the Polo GTI rear in motion
Polo GTI in red Side view of the Polo GTI rear in motion

Hönnun

Kröftugt útlitið gefur skýrt til kynna hvað leynist undir vélarhlífinni.

Láttu ljós þitt skína!

Eins og allar Volkswagen GTI útgáfur sker Polo GTI sig frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Í fyrsta lagi skartar hann GTI merkinu, rauðum bremsuklossum, GTI stöfunum að framan og að aftan, einstökum stuðurum, vindskeiði og götóttu loftinntaksgrilli. Rauða línan, sem nær yfir allt loftinntaksgrillið og yfir í LED aðalljósin, sem eru fáanleg sem aukabúnaður, setur sömuleiðis einkennandi svip á bílinn. Þokuljós og nýstárleg LED afturljósasamstæða tilheyra staðalbúnaði. Sautján tommu „Milton Keynes“ álfelgurnar fullkomna sportlegt yfirbragð bílsins.

Afköst

„GTI power“ er í senn dáður og alræmdur og hefur verið samnefnari fyrir akstursánægju í rúm 40 ár. Þú munt heillast af afköstunum og nýstárlegri tækninni sem hjálpar þér við aksturinn.

Vegna þess að þú vilt afköst

Hvað viltu mikið afl? Nýr Polo GTI hefur nú náð 200 hestafla markinu, eða sem nemur 147 kW í afköstum. Það nægir til að koma þér úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á 6,7 sekúndum. Tveggja lítra TSI vélin er líka einstök hvað varðar sparneytni og svo býður hún upp á gott veggrip og frábæran togkraft, meira að segja við lítinn vélarhraða. Það má því segja að Polo GTI höfði til tveggja meginþátta: akstursgleði og skynsemi.

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Sýningarsalur

Vefverslun

Yfirlit bíla

Notaðir bílar

Verðlistar & Bæklingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?