Tiguan
Spennandi ný hugsun.
Kraftmeiri, þægilegri og betur tengdur en nokkru sinni fyrr. Þannig sýnir nýr Tiguan hvað í honum býr. Snjalltækni veitir einstaka möguleika. Þessi sportjeppi endurskilgreinir hið mögulega.
Nýr Tiguan hefur marga hápunkta. Skoðaðu þessa þrjá:
Hönnun
Einstakt ytra rými
Nýr Tiguan sýnir hvað það táknar að enduruppgötva sig. Og það endurspeglar framsækin tæknin. Kraftmikil hlutföllin og vígaleg framhliðin með sínum nákvæmu línum, skarpar axlarlínurnar og svipmiklar hliðarlínurnar undirstrika styrkleika: Skapandi afl, yfirburðir og óviðjafnanlegt hagnýti.
Aðstoðarbúnaður
Grípur inn í þegar þú gerir það ekki
Neyðaraðstoð (Emergency Assist)* er valbúnaður sem grípur inn í þegar kerfið greinir að ökumaður er óvirkur og reynir að virkja hann á ný.** Ef það tekst ekki þá stöðvar kerfið bílinn innan marka kerfisins og getur þannig mögulega komið í veg fyrir slys.
* Fáanlegt sem hluti af Akstursaðstoð (Travel Assist) sem er líka valbúnaður
** Innan marka kerfisins
Sjáðu Tiguan með eigin augum
Sjáðu Tiguan með eigin augum
Útvarp og leiðsögn
Næg afþreyfing. Framúrskarandi upplýsingagjöf.
Finnst þér gaman að hlusta á tónlist þegar þú ekur? Eða viltu vita hvað er að gerast í heiminum þegar þú ert á ferðinni? Ekki vandamál. Í nýjum Tiguan er fyrsta flokks útvarp staðalbúnaður.
Meira um Tiguan
Sjáðu hvaða möguleika og búnað Tiguan hefur upp á að bjóða.
Tiguan Fyrsta útgáfa
Eitthvað sérstakt handa þér: Fyrsta útgáfan er sérstök blanda af náttúrulegu útliti og heitum litum. Vienna leðurpakkinn veitir fágaðan ljósgráan lit sem tónar fallega við svartan lit í innanrýminu, þar sem höfuðpúðarnir eru líka svartir. Wood Brushed skraut er í fullkomnum samhljómi við litinn á leðrinu og er nú í boði í fyrsta skipti í sportjeppa frá Volkswagen. Mikið úrval af valbúnaði, þar á meðal Plus akstursaðstoðarkerfið og ný IQ.LIGHT matrix LED aðalljós. Aksturinn verður ekki bara öruggur og þægilegur heldur ekur þú með stíl og þokka.
Tiguan Fyrsta útgáfa er í boði fyrir Elegance búnaðarlínuna.