Innköllun vegna metan-gaskúta
Kannaðu hvort þinn bíll fellur undir aðgerðina.
Kannaðu hvort þinn bíll fellur undir aðgerðina.
Upplýsingar um nýja innköllun 20DP á Volkswagen Touran vegna metangaskúta.
Í fyrri innköllunum, 20X7, 20Y8 og 20X4, hafði Volkswagen AG þegar gefið fyrirmæli um að skipt yrði um metangaskúta í bílum af nokkrum gerðum. Bíltegundirnar sem falla undir þessa innköllun eru Touran, Passat og Caddy.
Möguleg tæring á gaskútum í þessum bílum getur valdið sprengingu í þeim. Þetta felur í sér töluverða hættu á meiðslum og jafnvel lífshættu. Þar sem endurtekin tilvik um tæringu í gaskútum kunna að hafa átt sér stað er nauðsynlegt að bílar af tegundunum Touran EcoFuel (5 og 7 sæta) og Touran TGI (7 sæta) séu færðir á þjónustuverkstæði til að uppfylla nýju innköllunaraðgerðina, 20DP.
Innköllunaraðgerðin 20DP felst í því að loka fyrir tvo aftari gaskútana (drægni minnkar um u.þ.b. 20%), sem og að kanna hvort tæring sé í tveimur fremri gaskútunum. Ef tæring finnst í tveimur fremri gaskútunum gæti einnig þurft að loka fyrir þá.
Fljótlega verður sett af stað önnur innköllunaraðgerð (hún er nú þegar í undirbúningi) þar sem skipt verður um téða gaskúta. Sérstök tilkynning mun birtast um það. Sláðu inn auðkennisnúmer (VIN) bílsins fyrir neðan og kannaðu hvort þinn Volkswagen Touran fellur undir þetta.
Sem eigandi að Volkswagen Touran ertu beðin(n) um að hafa strax samband við þjónustuaðila Volkswagen. Óskir þú eftir, færðu í hendur viðeigandi skírteini frá þjónustuaðila eftir að aðgerð vegna 20DP innköllunarinnar hefur verið framkvæmd. Þó að það kunni að vera óþægilegt fyrir þig að fara í óvænta heimsókn á verkstæði vonum við að þú sýnir skilning á þessari mikilvægu aðgerð og dragir ekki að panta tíma.
Við metum mikils traust þitt á Volkswagen.
Kannaðu hvort þinn bíll fellur undir aðgerðina
Þú getur kannað á netinu út frá verksmiðjunúmeri (VIN) bílsins hvort hann fellur undir innköllunaraðgerðir varðandi metangaskúta.
Hvað er VIN?
Auðkennisnúmer bílsins (VIN) er 17 stafa númer og undir því er auðvelt að bera kennsl á bílinn þinn. Þú finnur númerið í hluta 1 í skráningarskírteininu neðarlega á framrúðunni eða með því að fletta bílnum upp á vef Samgöngustofu annað hvort almenn uppfletting eða á mitt svæði