2.14.88.2, 2019-04-17 12:17:15

I.D. Fjölskyldan.

Drifkraftur framtíðarinnar.

Bæir og borgir stækka og skortur á jarðefnaeldsneyti og loftslagsbreytingar færa okkur ný og erfið úrlausnarefni. Rafbílar eru ein lausnin.

I.D. VIZZION. Das Automobil der Zukunft.

Bíll framtíðarinnar.

I.D. VIZZION er sjálfkeyrandi og rafknúinn.

Þessi lúxusbíll veitir okkur innsýn inn í fararmáta framtíðarinnar: I.D. VIZZION getur verið að fullu sjálfkeyrandi með raddstýringu og merkjamáli. Snjalltækið verður að ökumanninum sem þýðir að ökumaðurinn verður óþarfur. I.D. VIZZION er tengdur við stafræna heiminn og getur verið virkur og lært á sama tíma. Þetta þýðir að hann getur veitt farþegum tíma til að slaka á, eiga í samskiptum eða vinna á meðan þeir ferðast. Þessi bíll hefur til að bera þægindi, umhverfisvænleika og öryggi á hærra stigi en áður hefur þekkst.

image

Talið niður fyrir framtíðina.

I.D. verður settur á markaðinn sem rafbíll í smábílaflokki árið 2020.

I.D. er fyrsti bíllinn frá Volkswagen sem byggður er á nýþróaðri rafhönnun. Hann mun ná drægi upp að 600 km á einni rafhleðslu. Í I.D. getur þú verið eins og heima hjá þér á meðan þú ert á ferðinni en Home-Net frá Volkswagen mun gera þér kleift að tengja bílinn við heimili þitt. Frá árinu 2025 verður I.D. að fullu sjálfkeyrandi.

ID Crozz

Fyrsti sportjeppinn sem er að fullu rafknúinn.

Nýr I.D. CROZZ sameinar yfirburði sportjeppans og aksturseiginleika blæjubílsins.

Nýr I.D. CROZZ er blendingur af sportjeppa og fjögurra dyra blæjubíl sem Volkswagen hefur þróað lengra til að gera hann líkari bílum sem framleiddir eru fyrir almenning. Breið vélarhlífin, skýrar útlínur hliðarflatanna og hátt svartgljáandi þakið á I.D. CROZZ gefa honum sterklegt, karlmannlegt yfirbragð.

Innanrýmið – Open Space – með sínu ríkulega plássi og þægilega færanlegum sætum, hefur verið gert enn veglegra með alls konar nýjum eiginleikum. Þar sem I.D. CROZZ er ekki með neina B-stafi er hægt að opna stórar rennihurðirnar upp á gátt og ökumaðurinn getur jafnvel flutt keppnisreiðhjól auðveldlega með bílnum.

Nýja CleanAir kerfið frá Volkswagen tryggir að ávallt sé gott að anda að sér loftinu í innanrýminu óháð ytri skilyrðum. Valmyndin gerir ökumanni grein fyrir bæði loftgæðum í bílnum og yfirstandandi aðgerðum kerfisins. Endurbættur I.D. CROZZ kynnir líka nýja raddaðstoð sem getur opnað og lokað dyrum með einfaldri raddskipun. Aðrar skipanir geta virkjað og afvirkjað hina fullsjálfvirku stillingu I.D. Pilot.

Nýr I.D. CROZZ hefur allt til að bera: Hann er sportlegur, mengar ekki og er með 4MOTION aldrif sem tryggir öryggi jafnvel á lausu undirlagi og við slæm veðurskilyrði. Það eru vélar bæði við fram- og afturöxul og vélaraflið er jafnað út með rafrænu drifskafti. Þessi 225 kW (heildarafl kerfis) sportjeppi er með drægi upp á 500 km (NEDC) á hverja rafhleðslu.

ID Buzz

Útilegubíll morgundagsins verður sjálfkeyrandi.

I.D. BUZZ er fyrsti fjölnota rafknúni pallbíllinn með að fullu sjálfkeyrandi stillingu.

Ótrúlega plássríkur með allt að átta sætum og tveimur farangurshólfum. Hann er með LED-„augu“ í staðinn fyrir aðalljós og þau opnast þegar hann er ræstur. Þegar hann vill komast út af veginum blikka LED aðalljósin í akstursáttina. Þegar hann greinir fólk í vegarkantinum þá horfir hann á það. Rafdrægið er 600 km (NEDC). Rafhlöðuna er hægt að hlaða með þráðlausri hleðsluvirkni eða tengingu á hleðslustöð. Rafhlaðan nær upp í 80% eftir 150 kW (DC) hleðslu í 30 mínútur.

I.D. BUZZ er ótrúlega plássríkur, þökk sé rafdrifinu, með allt að átta sætum og tveimur farangurshólfum – eitt að framan og annað að aftan. Stýrishjólið hefur verið endurhannað að fullu. Engir teinar eða hnappar eru í innanrýminu en þess í stað er einskonar snertispjald með rýmisskynjurum.

Framtíðarstjórnrými í I.D. BUZZ mun hafa til að bera AR skjá í augnhæð. Þar verða birtar skýringarmyndir, t.d. örvar sem sýna akstursleiðina á framrúðunni og virðast vera í 7 til 15 m fjarlægð beint af augum.