We Connect -leiðbeiningar
um virkjun þjónustu 1

Svona setur þú netþjónustuna upp í Volkswagen ökutæki þínu.

Hér færðu að vita hvaða skref þú þarft að framkvæma til þess að geta notað We Connect.

  1. We Connect leiðbeiningar um virkjun þjónustu | Volkswagen netþjónustan
We Connect leiðbeiningar fyrir notanda leiðsagnarkerfisins „Discover Pro“

Fyrir notanda leiðsagnarkerfisins „Discover Pro“

Eftirfarandi leiðbeiningar leiða þig skref fyrir skref í gegnum virkjunarferli We Connect. Veldu annað af tveimur leiðbeiningarferlum, þegar þú vilt skrá þig í ökutækinu eða með forritinu og bíllyklinum.

We Connect leiðbeiningar fyrir notanda útvarpsins "Composition"

Fyrir notendur leiðsögukerfisins „Discover Media" og upplýsinga- og afþreyingarkerfisins „Ready 2 Discover"

Eftirfarandi leiðbeiningar leiða þig skref fyrir skref í gegnum virkjunarferli We Connect. Veldu annað af tveimur leiðbeiningarferlum, þegar þú vilt Virkja þig í ökutækinu eða með forritinu og bíllyklinum.

We Connect leiðbeiningar fyrir notanda leiðsagnarkerfisins „Discover Media“

Fyrir notanda útvarpsins „Composition“

Eftirfarandi leiðbeiningar leiða þig skref fyrir skref í gegnum virkjunarferli We Connect.

Disclaimer by Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Fyrir We Connect Plus þarf að skrá bílinn á www.portal.volkswagen-we.com innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann.
Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustu We Connect. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu, að undanskilinni „Streaming & Internet“-þjónustunni og tilteknum In-Car-öppum. Til þess að nota „Streaming & Internet“-þjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu „Cubic Telecom“ og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Upplýsingar um verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á https://vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp og streymi með fartæki (t.d. snjallsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af móttöku gagnapakka af netinu, eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis, og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). 
Til þess að nota ókeypis forritið We Connect App þarf snjallsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.  
Framboð á We Connect- og We Connect Plus-þjónustu sem lýst er í pökkunum getur verið mismunandi eftir löndum og fer auk þess eftir bílnum og útbúnaði hans hverju sinni. Þjónustan er í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kann að taka efnislegum breytingum eða vera tekin úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á www.portal.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér