We Upgrade – Alltaf í nýjustu útgáfu
We Upgrade – Alltaf í nýjustu útgáfu
We Upgrade – Alltaf í nýjustu útgáfu

We Upgrade.
Stilltur inn á þína framtíð.

Búðu bílinn undir framtíðina! Þegar þér hentar.

We Connect veitir þér aðgang að nýjustu kynslóð netþjónustu í nýja Golf. Bíllinn getur verið nettengdur frá fyrsta degi og þá stendur þér til boða mikið úrval We Connect-þjónustu. Þegar búið er að virkja þjónustuna og skrá sig inn með Volkswagen ID gerir We Connect daglega lífið umtalsvert þægilegra. Nýr möguleiki er að hægt er að bæta völdum eiginleikum við Volkswagen-bílinn eftir að hann er keyptur. Þú getur sniðið bílinn að þínum þörfum, þegar þér hentar. Á einfaldan hátt í gegnum netið. Í In-Car- eða We Connect-netversluninni. Hér getur þú sem We Connect-aðalnotandi séð hvaða „We Upgrade“-eiginleikar eru í boði fyrir bílinn þinn á hverjum tíma.

Volkswagen-bíllinn þinn getur alltaf lært eitthvað nýtt: We Upgrade-eiginleikar fyrir nýja Golf

We Upgrade – Einföld og aðgengileg raddstýring

Raddstýring: „Halló Volkswagen

Golf-inn þinn skilur þig. Þú segir einfaldlega „Halló Volkswagen“ til að byrja að tala við bílinn og getur þannig stjórnað símanum, afþreyingunni og leiðsögukerfinu á öruggan og þægilegan hátt Til þess að geta notað raddskipanir í bílnum þarf að opna fyrir raddstýringu í leiðsögukerfinu „Discover Media“. Allt eftir bílgerð og útbúnaði getur verið hægt að stjórna fjölda aðgerða í bílnum með raddstýringu. Þannig geturðu haldið athyglinni á veginum og notið akstursins enn betur.

We Upgrade – Skjót og einföld tenging við snjallsímann

App Connect: Notaðu öppin þín í bílnum

Með App-Connect er hægt að tengja símann við Volkswagen-bílinn með snúru og nota tiltekin öpp og efni beint á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Þannig er til dæmis hægt að spila tónlist, hlusta á fréttir, skoða kort eða hlusta á hljóðbækur á einfaldan og þægilegan hátt. Volkswagen býður upp á þrenns konar tengimöguleika fyrir snjallsíma sem hver um sig býður upp á fjölda kosta: Apple CarPlay™, Android Auto™ frá Google og MirrorLink®. Þráðlaus notkun Apple CarPlay™ er einnig möguleg með „We Upgrade“-eiginleika fyrir leiðsögukerfið „Discover Media“. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega leyfð öpp meðan á akstri stendur.

We Upgrade – Háu ljósunum stjórnað sjálfkrafa

Light Assist: Blinda engan. Við nánast öll skilyrði.

Með háljósastjórnuninni Light Assist í nýja Golf sérðu akstur að næturlagi í nýju ljósi. Með myndavél sem er staðsett fyrir aftan framrúðuna getur Light Assist greint ökutæki sem aka á undan eða koma úr gagnstæðri átt og skipt sjálfkrafa á milli lágu ljósanna og háu ljósanna. Þannig verður akstur í myrkri bæði þægilegri og öruggari.

Marglit stemningslýsing: Fyrir innri ró.

Gefðu nýja Golf persónulegri svip. Með því að bæta við grunnútgáfu stemningslýsingarinnar er hægt að lýsa upp innanrýmið með sérvöldum litum eftir stemningunni hverju sinni. Fáðu mjúka lýsingu í innanrýminu með allt að 32 litbrigðum. Hvort sem þú kýst kaldari eða heitari liti, ekur um götur upplýstrar borgarinnar eða ert á ferð um landið að næturlagi: Í sérhverri ferð skapar þú sérstakt andrúmsloft fyrir þig og farþega þína.

We Upgrade – Stemningslýsing fyrir innanrýmið

We Upgrade. Þú líka?

Áttu þegar nýjan Golf og ertu með gildandi We Connect-samning? Sem We Connect-aðalnotandi getur þú þá prófað valda eiginleika þér að kostnaðarlausu í einn mánuð.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér