2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

Golf R.

Sá hraðskreiði. Einstakir aksturseiginleikar og hæfilegur skammtur af adrenalíni.

Nýr Golf R er öflugri en nokkru sinni fyrr og er gott dæmi um hversu hröð tækniþróunin er orðin. Með 228 kW (310 hö) og 400 NM togkrafti með tvöfaldri kúplingu DSG gírkassans sameinar hann akstursástríðu, sportlega útlitshönnun og frábær afköst.

Tækjabúnaður.

Af kappakstursbrautinni og beint á veginn. Sítengda 4MOTION fjórhjóladrifið og öfluga TSI vélin með forþjöppu og beinni innspýtingu gera aksturinn stórskemmtilegan. Með nýja 7-gíra DSG gírkassanum með tvöfaldri kúplingu færðu líka skilvirka hröðun án þess að missa togkraft.

Búnaður og hönnun.

Hágæðabúnaður með kappaksturslegu útliti og stílhreinni hönnun R útgáfunnar setur þinn Golf R í sérstakan flokk. Úrval aukahluta stendur til boða sem þýðir að þú getur valið á milli ólíkra búnaðarútfærslna.

Aksturshjálp.

Snjalla aksturshjálpin gerir aksturinn þægilegri og getur reynst dýrmæt hjálp við hættulegar aðstæður, jafnvel komið í veg fyrir þær.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfin í nýjum Golf R standast hæstu gæðakröfur, en þau eru með snertiskjá sem staðalbúnað, valkvæma hreyfistýringu og margt fleira.

Verð og búnaður.

 • Staðalbúnaður í

  R

  18" Cadiz álfelgur.
  R Stuðari og sílsar.
  Fjögur púströr.
  R Sportfjöðrun og bremsukerfi.
  R Sportsæti.

  Vefbæklingur

Hvað má bjóða þér að gera næst?