2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

Grand California.

Uppgötvaðu frelsið á veginum: Í Grand California 600 og Grand California 680.

Sumir kallar þetta „wanderlust“ – eða ferðaþrá. Aðrir kalla þetta ævintýraþrá. En þegar upp er staðið skiptir ekki máli hvað þú kallar það. Allir ástríðufullir ferðalangar þekkja tilfinninguna: Þráin eftir ókunnum slóðum. Tregðan til að skipuleggja allt í smáatriðum. Hvötin til að einfaldlega aka af stað og hlýða kalli óbyggðanna. Árum saman hefur California bíllinn verið tákn fyrir nákvæmlega þessa tegund af frelsi. Stóri bróðir hans, Grand California, veitir jafnvel enn meira sjálfstæði. Hann er heimili að heiman og kemur fullbúinn með eldhúsi, herbergjum og baði. Hér finnur þú ógrynni upplýsinga um þetta nýja heimili á hjólum og áhugaverð ferðaráð sem geta gert fríið ógleymanlegt. Góða skemmtun!

Frábært frí fyrir tvo með Grand.

Oft fara pör saman í frí. Aðrir fara með alla fjölskylduna. Sumir vilja eins mikið pláss og mögulegt er – aðrir vilja komast yfir eins marga svefnstaði og mögulegt er. Til að þú getir fundið fullkomið heimili á hjólum þá er Grand California fáanlegur í tveimur útgáfum. Fullkominn fyrir allskonar ferðir og alls konar lífsstíl.

Flott fimm herbergja heimili.

Dreymdu fallega í huggulegu svefnherbergi. Í eldhúsinu geturðu búið til ljúffenga rétti. Njóttu þess að hlæja, spjalla og borða í stofunni. Byrjaðu daginn í notalegu baðherbergi. Og þess á milli nýturðu lífsins undir berum himni. Þú getur notið lífsins með öðrum eða fundið rými bara fyrir þig. Innan þinna eigin fjögurra veggja. Besti staðurinn til að vera á! Fjölbreytt íverusvæði í Grand California tryggja að þér líður eins og heima hjá sér – hvar í heiminum sem þú ert.

 • Stórt svefnherbergi

  Viltu sofa langsum, þvert eða uppi í lofti? Hér sofa allir vel.

  Við skulum vera hreinskilin: Allir vilja frekar sofa í eigin rúmi. Koddinn þinn er mátulega mjúkur. Og það eru hæfilega margir gormar í dýnunni þinni. Þess vegna er þitt eigið svefnherbergi innréttað í ferðaheimilið þitt á hjólum. Grad California 600 er með tvær notalegar kojur undir þakglugga og plássgott rúm þvert á vagninn með pláss fyrir fjórar manneskjur. Rúmið er langt í Grand California 680 og mjög þægilegt. Sofðu rótt!

 • Stórt bað

  Þvoðu þér, farðu í sturtu, láttu þér líða vel.

  Þetta vita allir sem hafa staulast frá tjaldstæði að salernisaðstöðunni um miðja nótt: Það er nákvæmlega ekkert þægilegt við það. Það sama gildir um sameiginlegu sturturnar. Og svo eru til tjaldstæði þar sem þetta er ekki einu sinni til staðar. En þó að þú viljir vera sjálfstæður viltu líka njóta þæginda á ferðalaginu. Grand California er með fullkomna lausn: Baðherbergi með sturtu. Þannig að bless, almenningssturtur!

 • Stórt eldhús

  Heimagerður matur er alltaf bestur.

  Ferskt sjávarfang á morgnana beint af bryggjunni. Ferskir ávextir eða grænmeti í gróðrarstöðum. Tómatar sem ilma af sólskini. Hver vill fara á veitingastað þegar hægt er að matreiða úr hráefni úr héraði í ferðaheimilinu þínu? Fullútbúið smáeldhús með gashellu, vaski, ísskáp og miklu geymsluplássi gerir þér kleift að útbúa gómsætar máltíðir úr fersku hráefni í Grand California.

 • Stofan í Grand

  Fallegasti fundarstaðurinn frá Sylt til Ítalíu.

  Stofan er hjarta hvers heimilis. Því þó að hver fari í sína átt þá hittast allir hér aftur. Lítil og nútímaleg borðstofa í Grand California veitir nóg pláss fyrir leiki, lestur og sjónvarpsáhorf og einfaldlega notalegrar samveru. Því það er nú það sem ferðalög snúast um.

 • Herbergi undir beru lofti

  Eitt skref og þú ert undir beru lofti.

  Þegar sólin skín allan daginn, kvöldin eru stutt og þú þarft bara létta peysu, jafnvel yfir nóttina, þá viltu hvergi vera nema utandyra. Þess vegna veitir Grand California enn meira pláss: Þú einfaldlega framlengir raftröppuna og notar rýmið fyrir framan hana, með eða án útileguhúsgagna, sem þægilegt herbergi undir berum himni.

Þegar um borð: Hágæða festingar.

Við viljum að þú getir treyst á þinn Volkswagen. Þess vegna höfum við stútfyllt hann af þæginda- og öryggisbúnaði sem hluta af staðalbúnaði. Gildir þá einu hvaða gerð þú velur.

Grand ráð.

Hvað má bjóða þér að gera næst?