2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
stage

Passat GTE. Nútíma ferðamáti með tvinntækni.

Passat GTE. Nútíma ferðamáti með tvinntækni.

Hugsaðu um framtíðina: Nýr Passat GTE með tengitvinntækni er bæði kraftmikill og mjög sparneytinn. Rafdrægið er þægilegt og þessi bíll er merkisberi ábyrgs ferðamáta til framtíðar.

Hönnun og ljós

Hönnun nýs Passat GTE er þokkafull og glæsileg. Skarpar línur og kraftmikil hlutföll gera bílinn tilkomumikinn.

 • Ytra útlit

  Hrífandi. Strax við fyrstu sýn og ávallt upp frá því.

  Passat GTE er ekki bara sportlegur heldur er hann líka afskaplega glæsilegur. Fáguð ljósamerki undirstrika sjálfsöruggt útlit.

  Meira
 • Felgur

  Skapa heildaryfirbragðið: Felgurnar

  Gott úrval af sportlegum og glæsilegum álfelgum undirstrikar aðlaðandi hönnun Passat.

  Meira
 • Innanrýmið

  Grípur augað.

  Sætaáklæðin eru blá og litirnir í Passat GTE eru í fullu samræmi við sportlegt og glæsilegt útlitið.

  Meira
 • Lýsing

  Skínandi útlit.

  Nýjasta tækni tryggir framúrskarandi sýnileika.

  Meira

Hybrid.

Stundum eru tveir betri en einn: Öfluga tvinndrifið sameinar bensínknúna forþjöppuvél og rafmótor með miklum togkrafti. Þannig er Passat GTE í senn kraftmikill og sparneytinn.

 • Drægi

  Drægi

  Hugsaðu til lengri tíma: Með hámarksdrægi upp á 55 km samkvæmt WLTP (70 km í NEDC). Passat GTE sannar að skilvirkur akstur yfir langar vegalengdir er ekki lengur ókomin framtíð – þökk sé tengitvinntækninni. Í alrafænni e-stillingu getur þú getur ekið allt að 70 km á einni hleðslu rafgeymisins. Þetta þýðir akstur án útblásturs og nánast hljóðlaust.

 • Tengitvinnbíll

  Skilvirk samvinna.

  Passat GTE sameinar sparneytni rafmagnsvélarinnar og afl sprengivélarinnar.

  Meira
 • Rafhleðsla

  Byrjaðu daginn með ferskri orku. Hleðslustýring gerir það mögulegt.

  Tilbúinn að byrja nýjan dag: Tengitvinntæknin gerir kleift að hlaða rafhlöðina fyrir rafmótorinn með utanaðkomandi rafmagnssnúru.

  Það er auðveldara að hlaða Passat GTE en að skipta um ljósaperu: Rafhlöðunni í rafmótornum er hægt að veita orku í gegnum heimilisinnstungu eða á hleðslustöð. Liþíum-jóna rafgeymirinn er fullhlaðinn á um 6:15 klukkutímum; ef þú notar almenna hleðslustöð eða veggboxið, sem er valbúnaður, er hleðsla á innan við fjórum klukkutímum möguleg.

 • GTE stilling

  Liðleikinn leynir sér ekki.

  Bílar verða varla sportlegri. Í GTE-stillingu sameinast afl TSI vélarinnar og rafmótors.

  Meira
 • E-stilling

  Útblásturslaus á staðnum með því einu að þú styður á hnapp.

  Þægilegur og ábyrgðarfullur akstur: Með EV-hnappinum hjá gírstönginni geturðu auðveldlega fært yfir í akstur á rafmagni eingöngu, í miðjum akstri.

  Meira

IQ.DRIVE

 • Akstursaðstoð (Travel Assist)

  Njóttu þæginda sem skapast við að þú ýtir á hnapp.

  Ímyndaðu þér að aðstoðarkerfin í Passat taki að hluta til yfir aksturinn. Ferðin þín er þægilegri og afslappaðri með Travel Assist kerfinu sem er valbúnaður.

  Meira
 • Rafstýrð hjálparbremsa

  Löguð að stuttum hemlunarvegalengdum.

  Rafstýrð hjálparbremsa í samvinnu við neyðarbremsu ásamt framskynjara (Front Assist) og vöktun á gangandi vegfarendum (Pedestrian Monitoring) geta stytt hemlunarvegalengd Passat. Þetta minnkar til dæmis hættu á slysum á gangandi vegfarendum.

  Meira
 • Að leggja í stæði

  Það hefur aldrei verið auðveldara að leggja í stæði.

  Að leggja sjálfur tilheyrir fortíðinni. Fjarlægðarstýring (Park Distance Control) er staðalbúnaðuar í Comfortline búnaðarlínunni og Bílastæðahjálp (Park Assist) er valbúnaður. Þessi hjálparbúnaður sparar þér mikla fyrirhöfn þegar þú leggur í stæði en þú heldur samt fullri stjórn á bílnum.

  Meira
 • Forvirk vörn fyrir alla í bílnum (Proactive occupant protection system)

  Verndar á allar hliðar.

  Forvirk vörn fyrir alla í bílnum (Proactive occupant protection system) verndar þig við hættulegar aðstæður, til dæmis við yfirvofandi árekstur, innan marka kerfisins.

  Meira

Tengimöguleikar.

Stafræn tækni breytir samfélaginu á ljóshraða. Gömul samskiptaform eru orðin úrelt og nýir tengimöguleikar leysa þau af hólmi. Með kerfinu We Connect eru þú og þinn Passat GTE tengd við framsæknar netþjónustur og aðrar bílaþjónustur. Þjónusturnar eru hnökralausar og eru staðalbúnaður.

 • Forrit og þjónustur í bílnum

  Nýr ferðamáti.

  Stundum eru það litlu hlutirnir sem gera lífið miklu auðveldara. Þú getur hlaðið niður forritunum (in-car apps) frá Volkswagen beint í gegnum afþreyingar- og upplýsingakerfið (Infotainment). Í samvinnu við We Connect og We Connect Plus1 þá gera þau líf þitt í þínum Passat svo þægilegt að þú vilt ekki vera án þeirra. Lífið verður rólegra og notalegra með forritum á borð við We Park,We Experience og We Deliver. Hvenær ætlar þú að prófa þau?

  Meira
 • We Connect

  We Connect. Hnökralaus tenging við þinn Passat.

  Þín gátt inn í stafrænar þjónustur Volkswagen og bein tenging þín við bílinn: We Connect pakkinn gefur þér innbyggða tengingu í þinn Volkswagen og þegar hann hefur verið virkjaður færðu frían aðgang að fjölbreyttum og framsæknum netþjónustum.

 • We Connect Plus

  We Connect Plus. Tengimöguleikarnir þróaðir áfram.

  Heimur stafrænna þjónusta frá Vokswagen færir nettengingar upp á nýtt stig. We Connect Plus veitir viðbótar snjallvirkni, þar á meðal snjalleiðsögn, streymi og Internet-útvarp, sem og notkun og snjallsímanum þínum sem fjarstýringu – aukin virkni, aukin þægindi, afþreying og rauntímaupplýsingar.

 • Símalykill

  Deildu þínum Passat með öðrum.

  Hagnýtur og snjall: Þú getur opnað og ræst þinn Passat á þægilegan og fljótlegan hátt og notað þá snjallsímann sem lykil ef þú vilt. Þú getur líka sent símalykla til vina og fjölskyldu svo þau geti notað bílinn þinn án vandræða.

  Meira

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Þú og þínir farþegar fáið næga afþreyingu og tengingar í nýjum Passat GTE. Njóttu framúrskarandi hljóðgæða og leiðsagnar með raddstýringu sem hlustar á þínar skipanir.

 • Streymi & internet

  Hnökralaust aðgengi að streymisþjónustum.

  Þegar þú ekur í þínum Passat GTE þá hefurðu aðgang að þínum uppáhalds þjónustum: Valdar streymisþjónustur á borð við Apple Music og þökk sé vefútvarpinu í bílnum þá er heimur internetsins aðgengilegur í gegnum Upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.

  Meira
 • Raddstýring

  Hlýðir þínum skipunum: Raddstýring.

  Þú getur talað við raddstýringarkerfið án þess að taka augun af veginum. Hvort sem þú notar raddstýringuna til að velja uppáhaldstónlistina þína eða skipuleggja ferðina þá er raddstýringarkefið, sem er staðalbúnaður í Upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, ávallt til þjónustu reiðubúið.

  Meira
 • Símakerfi

  Það er öruggara að hringja með báðar hendur á stýrinu.

  Þú getur valið að það sé ávallt hægt að ná í þig jafnvel á meðan þú ert að keyra. Farsímaviðmótin Comfort og Business, sem eru valbúnaður, gera þér kleift að hafa báðar hendur á stýri og hugann við veginn framundan.

  Meira

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Nýr ferðamáti.

image

We Service We Deliver þjónustan frá Volkswagen og in-car apps þjónustur á borð við We Park og We Experience gera líf þitt auðveldara.

Með We Deliver getum við veitt samstarfsaðilum á borð við þvottahús eða pakkasendingaþjónustum tímabundinn aðgang að bílnum þínum. Þú getur líka fengið bílinn þrifinn og bónaðan af fagmönnum á staðnum þar sem þú lagðir honum síðast. 

Smella til að leggja? Það hefur aldrei verið auðveldara að leggja í stæði: Þú einfaldlega hleður niður We Park appinu í Upplýsinga- og afþreyingarkerfið, færð það til að birta heppileg bílastæði og borgar síðan bílastæðagjaldið í gegnum appið – án peninga og bara með einum smelli.

We Experience hjálpar þér með góðum ráðum sem henta þínum þörfum þegar þú leitar að veitingastöðum eða verslunum í nágrenninu.

Deildu þínum Passat með öðrum.

image

Hví ekki að deila bílnum með vinnufélögum, vinum eða fjölskyldu? Þetta er mjög auðvelt með nýjum Passat. Þú getur sent símalykilinn til annarra notenda í gegnum örugga tengingu og leyft þeim og opna og ræsa bílinn með þeirra snjallsímum.  Tvö leyfi eru fáanleg fyrir þig í byrjun og hvort þeirra gildir í eitt ár. Þú getur keypt viðbótarlykla í vefverslun eða beint í bílnum.

Hrífandi. Strax við fyrstu sýn og ávallt upp frá því.

Exterior

Framhlið Passat GTE er tilkomumikil og státar af grípandi útliti: Ákveðnar og flæðandi útlínur og áberandi efra grill, hönnun í hæsta gæðaflokki. Bláir bremsuklossar, C-laga LED dagtímaljós í stuðara og GTE-merkin að framan, á hliðunum og að aftan. Þetta eru allt sterk hönnunareinkenni sem láta GTE skera sig úr. LED aðalljós eru staðalbúnaður og innfelld ljósamerkin undirstrika kraftmikið útlit Passat GTE. 

Fyrir utan þær felgur sem eru staðalbúnaður bjóðum líka upp á sem valbúnað 18 tommu Liverpool álfelgur í Adamantium svörtu eða Bonneville í gljáandi svörtu.

Grípur augað.

Interior

Þegar þú situr í nýjum Passat GTE þá nýtur þú frelsis: Innanrýmið virkar lengra en áður og þar með plássríkara, þökk sé lóðréttum áklæðislínum á mælaborðinu og í dyrunum. Stærri miðstokkur með stærra geymsluhólfi. Allt innanrýmið einkennist af fáguðum glæsileika annars vegar og hagnýtri virkni hins vegar. Bláir saumar eru í sætaáklæðinu sem er staðalbúnaður.

Skínandi útlit.

LED-Technik

LED tæknin í Passat GTE hjálpar þér að sjá betur: Orkusparandi LED-ljósin með dagljósabúnaði og endurkaststækni tryggja góða endingu og varpa lit sem samsvarar dagsljósinu. C-laga LED ljósastæðin í stuðurunum fanga ekki bara augað heldur þjóna þau einnig sem dagljósabúnaður.

Þú getur líka valið LED-aðalljósin með beygjuljósum og LED-dagljósabúnaði. Þessi aðalljós eru hrífandi með sinni aðlaðandi hönnun og mikilli birtu. Ljósaaðstoðin – Dynamic Light Assist –, sem er valbúnaður, lagar sig að umhverfislýsingunni svo þú getur ekið með stillt á háu ljósin varanlega án þess að blinda umferðina sem kemur á móti.

Útblásturslaus á staðnum með því einu að þú styður á hnapp.

image

Gefðu frá þér jákvæða orku: Passat GTE ræsist sjálfkrafa í rafstillingu, E-stillingunni, ef hleðslan á rafhlöðunni er nægileg og það er ekki of kalt úti. Aflmikil liþíum-jóna rafhlaðan veitir bílnum orku án hávaða eða mengunar. Í E-stillingunni nær Passat GTE 140 km/klst. hraða á þjóðveginum – með hámarkstogi upp á 400 sn.

Liðleikinn leynir sér ekki.

image

Það er varla hægt að verða hamingjusamur af því einu að ýta á hnapp? Og þó. Þegar þú ýtir á GTE hnappinn þá er sannarlega gert vel við þig því Passat GTE skiptir þá yfir í hámarksafl kerfisins upp á 160 kW (218 PS) með 400 snúninga togi sem gerir bílinn mun sportlegri. „Boost“ virknin virkjar og sameinar afl TSI vélarinnar og rafmótors. Í GTE stillingu er öll áherslan á aflið sem þú finnur í hröðunarviðbragði inngjafarinnar og þéttri stýringu.

Skilvirk samvinna.

image

Passat GTE gefur ekki frá sér útblástur við ræsingu og er hljóðlátur þegar aðeins rafmótorinn er í gangi. 400 snúninga tog næst undir eins með beinni hröðun. Ef þú virkjar GTE stillingu við ræsingu, sem ræsir einnig sprengivélina, þá nær Volkswagen tengitvinnkerfið hröðun frá 0 upp í 100 km/klst. á 7,6 sekúndum. Þegar þú nærð 140 km/klst. styður TSI vélin við rafmótorinn og Passat GTE skiptir yfir í eldsneytisstillingu, og þannig getur bíllinn náð hraða upp á 225 km/klst.

Hnökralaust aðgengi að streymisþjónustum.

image

Þú getur hlustað á hljóðbækur, hlaðvörp og tónlist í gegnum streymisþjónustur á meðan þú ekur og þá verða jafnvel langar ökuferðir litbrigðaríkar og skemmtilegar. Til að nota allar þjónusturnar þarftu bara að skrá þig inn með aðgangsupplýsingunum þínum og þú getur þá fengið beinan aðgang að þjónustum úr leiðsagnarkerfinu í þínum Passat GTE – án þess að nota ytri tæki.

Hlýðir þínum skipunum: Raddstýring.

image

Með raddstýringarkerfinu geturðu stýrt völdum aðgerðum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu á þægilegan hátt með raddskipunum.

Þú getur haldið uppi eðlilegu samtali við raddstýringarkefið og án þess að þurfa að læra tilteknar skipanir, og getur einbeitt þér að akstrinum á meðan. Þú nýtur ökuferðarinnar enn meira því þú getur hækkað og lækkað í útvarpinu eða valið heimilisföng eða símanúmer tengiliðar með því að nota eingöngu röddina.

Netþjónustunni We Connect Plus, sem er valbúnaður, er líka auðvelt að stýra með röddinni. Þú getur fengið upplýsingar af internetinu um uppáhalds áfangastaði, opnunartíma bílastæðahúsa eða eldsneytisverð á eldsneytisstöðvum, til dæmis.

Það er öruggara að hringja með báðar hendur á stýrinu.

image

Þú getur svarað öllum símtölum án þess að missa athyglina af veginum. Farsímaviðmótin frá Volkswagen, sem eru valbúnaður, auðvelda þér að tala í símann á meðan þú keyrir. Hljóðið berst til þín skýrt og greinilega með aðstoð stafræns talgervils, innbyggðra hágæðahljóðnema í höfuðpúða og hátalara bílsins. Tenging við útiloftnetið tryggir bestu mögulegu móttökuskilyrði, jafnvel þegar sambandið er slæmt. Það er samhæft við staðlað LTE.

Löguð að stuttum hemlunarvegalengdum.

image

Ef þú þarft skyndilega að draga úr hraða þá ætti bremsan að bregðast tafarlaust við. Rafstýrð hjálparbremsa eflir akstursaðstoðina og ávinningurinn er mikill:

 • Sjálfvirki hraðastillirinn (ACC), sem er valbúnaður, eykur enn á þægindin. Hægt er að stýra hemlunarinngripum af meiri nákvæmni með rafstýrðu hjálparbremsunni.
 • Hemlunarvegalengdina er hægt að stytta verulega með framskynjara (Front Assist) og vöktun á gangandi vegfarendum (Pedestrian Monitoring). Þetta gerir kleift að draga úr hættu á árekstri við vegfarendur og draga úr hraða við árekstur ef hann verður.

Það hefur aldrei verið auðveldara að leggja í stæði.

image

Þessi aukabúnaður gefur frá sér hljóðmerki ef hrindranir eru greindar fyrir framan eða aftan bílinn þegar lagt er í stæði og birtir einnig á skjá fjarlægð bílsins frá hindruninni.

Njóttu þæginda sem skapast við að þú ýtir á hnapp.

image

Með nýjum Passat er akstursaðstoð engin óskhyggja lengur: Þökk sé tækninni sem Travel Assist kerfið veitir þá getur þú notið þessara þæginda nú þegar með því einu að ýta á hnapp á stýrinu. Travel Assist veitir mjög mikil þægindi:

 • Á þjóðvegum og betri sveitavegum heldur Travel Assist þér á akreininni og gerir ráð fyrir fjarlægðinni frá umferðinni fyrir framan.
 • DSG gírkassinn með tvöfaldri kúplingu gerir það auðveldara að eiga við umferðarhnúta og hæga og þunga umferð.

Verndar á allar hliðar.

image

Forvirk vörn fyrir alla í bílnum (Proactive occupant protection system) verndar þig við hættulegar aðstæður, til dæmis við yfirvofandi árekstur, innan marka kerfisins.