2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
VW Polo GTI

Polo GTI.

Þrír stafir sem eru hlaðnir merkingu.

Stafirnir GTI hafa alltaf staðið fyrir mikil afköst og ósvikna akstursgleði. Nýr Polo GTI heldur fast í þessa hefð og heillar vegfarendur með sportlegu útliti.

Afköst.

„GTI power“ er í senn dáður og alræmdur og hefur verið samnefnari fyrir akstursánægju í rúm 40 ár. Þú munt heillast af afköstunum og nýstárlegri tækninni sem hjálpar þér við aksturinn.

Hönnun og búnaður.

Kröftugt útlitið gefur skýrt til kynna hvað leynist undir vélarhlífinni. GTI útgáfan hefur alltaf skartað nýstárlegri hönnun og tækjabúnaði, bæði að innan og að utan.

 • Ytra útlit

  Láttu ljós þitt skína!

  GTI er auðþekkjanlegur úr fjarlægð, með sínum sérstöku GTI einkennum og framsækinni hönnun. Síðarnefnda atriðið felur í sér rauða línu, götótt loftinntaksgrill, rauða bremsuklossa og kraftmiklar álfelgur.

  Frekari upplýsingar
 • Innra rýmið

  Njóttu stemmningarinnar í GTI.

  Innanrýmið skartar einnig hinu einkennandi GTI yfirbragði og mætti þar nefna t.d. skrautsauminn á stýrinu, gólfmotturnar og köflótt „Clark“ sætisáklæðið. Enn meiri áhersla hefur verið lögð á þægindin.

  Frekari upplýsingar
 • Ljósin

  Þú vilt að sjálfsögðu sjá vel – og líta vel út.

  Lýsir leiðina á fleiri en eina vegu: Aðalljósin með beygju- og þokuljósum skarta fallegri hönnun og hjálpa þér að sjá betur. Afturljósasamstæðan skín skært með áreiðanlegum LED ljósabúnaði, en hún tilheyrir staðalbúnaði.

  Frekari upplýsingar
 • Felgurnar

  Fá augun til að hreyfast líka.

  Sautján tommu „Milton Keynes“ álfelgurnar eru staðalbúnaður og setja sterkan og sjálfsöruggan svip á bílinn. Einnig er hægt að velja átján tommu „Brescia“ álfelgur sem afhjúpa jafnframt rauða bremsuklossana að innan.

  Frekari upplýsingar

Þægindi

Er hægt að blanda saman sportlegum og hversdagslegum akstri? GTI hefur alltaf náð því. Láttu fara vel um þig í bílnum – á hverjum einasta degi.

 • Þægileg sæti

  Sætin styðja við þig.

  Viltu sæti sem eru í anda GTI hefðarinnar og styðja við sportlegri akstur? Polo GTI er með sportsæti sem gefa góðan stuðning í snörpum akstri og þau bjóða jafnframt upp á innbyggðan mjóbaksstuðning sem dregur úr álagi á hrygginn.

  Frekari upplýsingar
 • Active Info Display (virkur upplýsingaskjár)

  Meira að segja atvinnuökuþórar munu öfunda þig í þessu stjórnrými.

  Valkvæmi upplýsingaskjárinn sýnir hraðamæli, snúningsmæli, leiðarvísi og aðrar upplýsingar sem þú gætir þurft á skjánum fyrir aftan stýrið.

  Frekari upplýsingar
 • Sóllúga

  Sól, vindur og fleira: Sóllúgan hefur marga eiginleika.

  Njóttu útsýnisins: Þú færð enn meira af birtu og fersku lofti inn í þinn Polo með sóllúgu sem hægt er að renna frá eða ýta upp.

  Frekari upplýsingar

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Ef þarft að hringja símtal á meðan þú keyrir, fá nýjustu umferðarfréttir, komast á áfangastað með því að nota leiðsögukerfið eða hlusta á tónlistina þína þá býður Polo GTI upp á ýmsa möguleika til að nýta helstu tækninýjungar samtímans og það með einföldum og þægilegum hætti.

 • Útvarp

  Ef þú vilt geturðu notað það eingöngu til að hlusta á útvarpið.

  Finnst þér gott að hlusta á tónlist á meðan þú keyrir, en vilt samt sem áður fá allar helstu upplýsingar og njóta hámarksþæginda? Þá myndi henta þér að vera með tvö útvörp.

  Frekari upplýsingar
 • Símakerfi

  Auðveldar þér samskiptin.

  Segðu það sem þú þarft að segja, en hafðu báðar hendur á stýrinu á meðan. Nýr Polo býður upp á „Comfort“ farsímaviðmótið sem valbúnað.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net

  Tengir þig við allt sem skiptir þig máli.

  Þú ert næstum alltaf í netsambandi með snjallsímanum þínum. Af hverju ekki í bílnum þínum líka? Car-Net fer með Polo á upplýsingahraðbrautina – og því fylgir allskonar ávinningur fyrir þig. Það líður ekki á löngu þar til þú munt ekki vilja vera án allra upplýsingaveitanna.

  Frekari upplýsingar

Aðstoðarkerfi.

Snjalla aksturshjálpin í þínum Polo GTI færir þér meiri akstursþægindi og getur reynst dýrmæt hjálp við hættulegar aðstæður, jafnvel komið í veg fyrir þær. Þó svo að þú verðir ekki alltaf var/vör við þessa tækni þá er gott að vita af henni.

 • „Front Assist“ og ACC (vöktun að framan og sjálfvirkur hraðastillir)

  Slakaðu á í umferðinni.

  Stundum gerist hið óvænta. Polo GTI getur komið að góðu gagni.

  Frekari upplýsingar
 • Blind Spot (blindsvæði)

  Svona hjálpar Polo þér að skipta um akrein og keyra úr bílastæðum.

  Á meðan akstri stendur gerir „Blind Spot Sensor“ (aukabúnaður) með „Rear Traffic Alert“ (vöktun að aftan) þér viðvart, innan marka kerfisins, um bíla á blindsvæðum. Það vaktar einnig svæðið sitt hvorum megin og aftan við bílinn á meðan þú bakkar úr stæðinu.

  Frekari upplýsingar
 • Viðvörunarkerfi ökumanns

  Ekki láta þreytuna yfirbuga þig.

  Driver Alert kerfið þreytist aldrei á að halda þér vakandi. Kerfið greinir aksturshegðun þína og ráðleggur þér að hvíla ef stýringin þín er ekki í samræmi við einbeitt aksturslag.

  Frekari upplýsingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?