2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

Touareg.

Ný kynslóð jeppa.

Traustvekjandi línuleg hönnun nýs Touareg ljær honum eftirtektarverða útgeislun. Tæknilegur aukabúnaður á borð við rafvélræna veltistillingu, IQ.-ljós – margskipt LED-aðalljós og Innovision-ökumannsrýmið færa aukin þægindi, akstursupplifun og -ánægju upp á annað stig.

Útfærslulínur.

Hvaða stíll heillar þig mest: svalt hátækniútlit, hlýlegur viður og leðurtónar eða sportlegt útlit? Sama hvaða stíl þú velur er hann undirstrikaður með Elegance-, Atmosphere- eða R-Line-pakkanum aukabúnaði.

Hönnun.

Touareg setur ný viðmið í skapandi og framúrstefnulegri hönnun. Fjölbreytt úrval sérstakra hönnunarvalkosta í innanrýmið býður upp á eitthvað fyrir alla.

 • Þakgluggi með renniopnun og hallastillingu sem nær yfir aftursæti

  Góð yfirsýn yfir ævintýrin framundan.

  Þakgluggi með renniopnun og hallastillingu sem nær yfir aftursæti er aukabúnaður sem skapar ótrúlega tilfinningu fyrir rými og gefur þægilega birtu í innanrými Touareg. Ferskt loft, heiður himinn og óheft frelsistilfinning bíða þín, þú þarft aðeins að ýta á einn hnapp.

  Frekari upplýsingar
 • Felgur

  Glæsilegar felgur. Hrífandi hönnun.

  Úrval felga undir Touareg geymir eitthvað fyrir alla: hvort sem leitað er að sportlegum stíl eða fáguðum – felgurnar falla fullkomlega að ytra byrðinu og undirstrika afgerandi útlit Touareg.

  Frekari upplýsingar
 • Listar

  Hvaða lista kýst þú?

  Andrúmsloftið í innanrými Touareg ræðst að miklu leyti af vali á listum. Hægt er að velja á milli mismunandi klæðninga sem gefa innanrými bílsins enn einstakara yfirbragð.

  Frekari upplýsingar

Innovision.

Innovision-ökumannsrýmið er eitt aðaleinkenni Touareg. Breiður, sveigður og bjartur skjár býður upp á einstaklega skýrar upplýsingar fyrir ökumanninn, auk þess að vera sérlega einfaldur í notkun.

Þægindi.

Óviðjafnanleg þægindi bíða þín. Njóttu rúmgóðs innanrýmis, handhægs búnaðar og hugvitssamlegrar tækni á meðan þú líður eftir veginum.

 • Rafdrifið lokunarkerfi

  Hurðaskellir heyra sögunni til.

  Oft getur reynst erfitt að loka dyrum almennilega í þröngum bílastæðum. Nú er hins vegar hægt að fá bílinn afhentan með rafdrifnu lokunarkerfi og því þarf ekki lengur að beita miklu afli þar sem hurðirnar falla sjálfkrafa að stöfum.

  Frekari upplýsingar
 • Air Care Climatronic-loftkæling

  Fólk upplifir hita á ólíkan hátt.

  Hvert er þitt kjörhitastig? Ökumaður og farþegi í framsæti geta valið aðskildar stillingar í Air Care Climatronic-loftkælingu með frjókornasíu (staðalbúnaður). Fjögurra svæða Climatronic-loftkæling er aukabúnaður sem tekur tillit til ólíkra þarfa farþega í aftursætum.

  Frekari upplýsingar
 • Snertilaus opnun/lokun

  Opnar á nýja möguleika.

  Ertu með fangið fullt? Snertilaus opnun gerir þér kleift að opna afturhlerann án þess að leggja neitt frá þér. Snertilaus lokun gerir þér svo kleift að loka honum aftur með því einu að ýta á hnapp.

  Frekari upplýsingar

Akstursaðstoðarkerfi.

Touareg veldur heldur ekki vonbrigðum þegar kemur að tæknilausnum enda búinn hugvitssamlegum akstursaðstoðarkerfum sem eru þau fyrstu sinnar tegundar í Volkswagen.

 • Aðstoð í umferðarteppu

  Aðstoð í þungri og hægri umferð.

  Aðstoð í umferðarteppu er aukabúnaður sem léttir álaginu af ökumanninum og hjálpar til við að koma í veg fyrir slys í þungri og hægri umferð.

  Frekari upplýsingar
 • Sjálfvirkur hraðastillir með fjarlægðarstillingu

  Þú ekur best ... í öruggri fjarlægð.

  Aukabúnaðurinn sjálfvirkur hraðastillir með fjarlægðarstillingu er eitt gagnlegasta akstursaðstoðarkerfið sem völ er á. Þú tilgreinir hámarkshraðann og kerfið sér um að halda honum án þess að fara yfir hann, innan marka kerfisins. Einnig er lágmarksfjarlægð sjálfkrafa haldið á milli þíns bíls og bílsins á undan, innan marka kerfisins.

  Frekari upplýsingar
 • Bílastæðaskynjari

  Lagt fullkomlega í stæði.

  Bílastæðaskynjarinn leggur bílnum af natni í stæði. Það eina sem þú þarft að gera er að stjórna inngjöf, kúplingu og hemlum á meðan kerfið sér um afganginn, innan marka kerfisins.

  Frekari upplýsingar
 • Vegamótaaðstoð

  Þú sérð ekki fyrir horn.

  Blindhorn og vegamót með skertu útsýni krefjast þess að ökumenn aki hægt út á veginn til að sjá. Vegamótaaðstoðin er aukabúnaður sem nýtir ratsjártækni til að „sjá“ fyrir horn, innan marka kerfisins. Þannig getur kerfið aðstoðað ökumann við að greina aðvífandi ökutæki og gangandi vegfarendur fyrr.

  Frekari upplýsingar

Akstursupplifun.

Ný tækni í Touareg býður upp á einstaka aksturseiginleika, hvort sem sóst er eftir sportlegum akstri eða akstri í torfærum.

 • Stýrt á öllum hjólum

  Aukinn stöðugleiki og lipurð með stýringu á öllum hjólum.

  Minni beygjuradíus næst með því að láta afturhjólin beygja líka. Nú er þessi tækni einnig í boði með Touareg, sem gerir bílinn einstaklega lipran og eykur stöðugleika í stýri.

  Frekari upplýsingar
 • Loftfjöðrun

  Alltaf í réttri hæð.

  Þú getur aukið enn á akstursánægjuna með því að fá Touareg afhentan með þægilegri loftfjöðrun. Hún lagar hæð yfirbyggingarinnar að öllum gerðum undirlags.

  Frekari upplýsingar
 • Torfærupakki

  Kerfi fyrir krefjandi undirlag

  Touareg er einnig hægt að fá afhentan með torfærupakka til að takast á við erfiðar torfærur: eiginleikar á borð við grjótvörn og fjölbreytt úrval akstursstillinga gera þér kleift að líða yfir erfitt undirlag.

  Frekari upplýsingar

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Í nýjum Touareg ertu í góðu sambandi. Njóttu afþreyingarinnar á þinn hátt, þegar þú vilt, í framúrskarandi hljómgæðum. Handabending er það eina sem þarf til að stjórna sumum eiginleikum útvarps, leiðsagnar og bíls.

 • Always on

  Nýjustu upplýsingar með „Always on“

  Í Touareg er tenging til staðar. Innbyggt eSIM-kort tryggir nettengingu, sem og tengingu við þráðlausa Car-Net-netþjónustu, til að tryggja aðgang að nýjustu upplýsingum og óþrjótandi afþreyingu.

  Frekari upplýsingar
 • Leiðsögn

  Leiðsögn getur alveg verið svona einföld.

  Discover Pro-leiðsögukerfið er staðalbúnaður með ítarlegum upplýsingum á stórum snertiskjá. „Discover Premium“ er aukabúnaður í Touareg sem með stafræna ökumannsrýminu býður upp á sveigðan skjá sem snýr að ökumanninum og nýtt og einfalt viðmót sem gerir ökumannsrýmið alstafrænt.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net

  Car-Net er tenging þín út í heiminn.

  Þráðlaus netþjónusta verður brátt órjúfanlegur hluti tilveru þinnar í bílnum, alveg eins og snjallsíminn er utan hans. Stafræn tenging bætir leiðsögn og samskipti sem gerir þér kleift að spara tíma með nýjustu upplýsingunum og bjóða upp á skjóta aðstoð þegar á þarf að halda.

  Frekari upplýsingar
 • Farsímatenging

  Auðveldar öll samskipti.

  Kveddu snúruflækjurnar. Business-tenging fyrir farsíma er aukabúnaður sem býður upp á framúrskarandi tengiskilyrði og þráðlausa hleðslu snjallsíma.

  Frekari upplýsingar
 • DYNAUDIO

  Upplifðu hinn tæra tón við aksturinn.

  Hæstu tónarnir eru í Touareg. Og dýpsti bassinn. Hægt er að njóta einstaks 7.1 Dolby-Surround-hljóms frá DYNAUDIO með 14 hátölurum sem er raðað nákvæmlega upp í samræmi við hljómburð innanrýmisins.

  Frekari upplýsingar
 • App-Connect og Media Control

  Touareg á líka sín eigin forrit.

  Nú geturðu tengt snjallsímann við upplýsinga- og afþreyingarkerfið í Touareg með App-Connect og notað fjölbreytt úrval forrita við aksturinn. Volkswagen Media Control gerir farþegunum kleift að velja stöðvar í fartækjunum sínum.

  Frekari upplýsingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?