2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
Transporter pallbíll

Transporter pallbíll.

Traustur grunnur.

Burðargeta undirvagns Transporter, allt að 1653 kg, er leiðandi í flokki sambærilegra bíla og býður upp á fjölbreytt úrval yfirbygginga. Einnig er hægt að fá Transporter útfærðan sem dráttarbíl sem hægt er að tengja við fjölbreytt úrval sérstakra undirvagna frá öðrum framleiðendum. Þessi valkostur býður upp á aukinn öxulþunga og heildarþyngd upp að 3,5 tonnum.

Fullkomin yfirbyggingarlausn.

Transporter pallbíll veitir þér valmöguleika: Þú getur valið á milli mismunandi þyngda, lengda yfirbygginga og hjólhafs undir þá yfirbyggingu sem hentar þér. Yfirbyggingin sem fyrir valinu verður er fest á einfaldan og öruggan máta við sterkbyggða grindina með stöðluðum festingum. Að auki er hægt að fá sérstakt stjórnborð á mælaborðið með DIN-1-rauf undir sérrofa fyrir yfirbygginguna.

Háþróuð vélartækni.

Ný kynslóð véla í Transporter pallbíll uppfyllir Euro 6-útblástursstaðalinn og býður upp á framúrskarandi sparneytni. Háþróaðar tæknilausnir bjóða upp á enn meiri eldsneytissparnað.

Þægilegur akstur.

Hugvitsamleg þráðlaus netþjónusta, hágæðaupplýsinga- og afþreyingarkerfi, ásamt nútímalegri miðstöð og loftkælingu tryggja þægindi við akstur Transporter pallbíll.

Háþróuð kerfi fyrir aksturinn.

Snjöll aðstoðar- og öryggiskerfi koma þér til bjargar við viðsjárverðar aðstæður og auðvelda þér að afstýra hættuástandi.

Hvað má bjóða þér að gera næst?