Transporter Delivery Van hefur staðið sig í stykkinu í rúmlega 65 ár. Það er vegna þess að hann gerir engar málamiðlanir hvað varðar hagkvæmni og fjölhæfni farmrýmisins. Góð hönnun er forsenda fyrir skilvirkni. Og hún sér til þess að sendibíllinn ráði við þær áskoranir sem hann mætir. Tvær hjólhafslengdir og þrjár þakútgáfur bjóða upp á farmrými upp að 9,3 m³ og 1,4 tonna hleðslu.
Transporter Delivery Van er einstaklega hagnýtur og fjölhæfur, en hann skartar hágæða innréttingu og er með ríkulegt farmrými. Þú getur valið úr miklum fjölda aukabúnaðar til að laga bílinn að þínum þörfum.
Vélarnar í Transporter Delivery Van eru af nýjustu kynslóð og uppfylla Euro 6 mengunarstaðlana og eru gífurlega sparneytnar. Byltingarkennd tækni gerir þér kleift að spara enn meira eldsneyti.
Snjallar netþjónustur, hágæða upplýsinga- og afþreyingakerfi, ásamt hitunar- og loftkælikerfi gera hverja ferð í Transporter Delivery Van eins þægilega og hugsast getur.
Háþróuð aksturshjálp og öryggiskerfi sem hjálpa þér í erfiðum aðstæðum og að komast hjá hættum.