2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51

Nýir staðlar fyrir eyðslugildi.

Nær raunverulegri eyðslu: WLTP-prófun hefur í för með sér uppfærslu á eyðslugildum.

Ný eyðslugildi gilda frá og með september 2017. Þau verða reiknuð með nýja WLTP-staðlinum. Skammstöfunin WLTP stendur fyrir „Worldwide Harmonized Light-Duty Vehicles Test Procedure“. Hér er um að ræða staðlað alþjóðlegt prófunarferli fyrir greiningu eldsneytis- og orkunotkunar og útblásturs. Kynntu þér hvernig þetta snertir þig og Volkswagen-bílinn þinn.

WLTP-prófun gefur nákvæmari niðurstöður.

WLTP-prófun umbyltir mælinga- og prófunarferlum hjá bílaframleiðendum. Yfirlit yfir nýja ferlið.

NEDC gegn WLTP: samanburður.

Lengri vegalengdir, minni lausagangur: WLTP-prófunin býður upp á nákvæmari prófun á mælingum eldsneytis- og orkunotkunar og losunar koltvísýrings í bílum. Þetta er munurinn á akstursprófununum.

image

Yfirlit yfir NEDC.

NEDC-staðallinn nær til allra fólksbíla og léttra atvinnubifreiða. Evrópusambandið tók staðalinn upp árið 1992 til þess að ákvarða eldsneytisnotkun og útblástur bíla og bjóða upp á sambærileg gildi. Eftirfarandi yfirlit inniheldur útlistun á því á hverju þessar mælingar voru byggðar.

image

Yfirlit yfir WLTP.

WLTP, skammstöfun fyrir „Worldwide Harmonized Light-Duty Vehicles Test Procedure“, er alþjóðlegur staðall fyrir prófun fólksbíla og léttra atvinnubifreiða. Frá og með 1. september 2017 mun WLTP-prófunin veita raunsærri upplýsingar um eyðslu með mun sveigjanlegri færibreytum fyrir prófanir. Frekari upplýsingar eru í lýsingunni hér á eftir.

image

Yfirlit yfir RDE.

RDE-prófunaraðferðin hefur verið notuð ásamt WLTP-prófun í Evrópu síðan í september 2017. RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“. Ólíkt því sem gert er í NEDC og WLTP-prófunum eru mælingar á útblæstri gerðar við raunverulegar umferðaraðstæður en ekki með prófunarbúnaði. Útblástursefnin (köfnunarefnisoxíð og agnir/sótagnir) sem mælast við akstur í umferð kallast raunverulegur útblástur.

Þegar RDE-mæling fer fram er ökutækið keyrt á mismunandi leiðum, þar sem þriðjungur er innanbæjar, þriðjungur á sveitavegum og þriðjungur á hraðbrautum. Gefið er í og dregið úr hraða handahófskennt en þó þannig að þýskum umferðarreglum (StVO) sé fylgt. Prófið miðast við 15–40 km/klst. meðalhraða innanbæjar og 60–90 km/klst meðalhraða á sveitavegum. Keyra má ökutækið á 145 km/klst. á hraðbraut og í stuttan tíma allt að 160 km/klst.

Ökutækið er með PEMS-tæki (Portable Emissions Measurement System). Þetta tæki mælir eitraðan útblástur (köfnunarefnisoxíð og kolmónoxíð). Ekið er í 90 til 120 mínútur. Lofthitastig verður að vera á milli -7 og +35 °C. Það má kveikja á loftkælingu.

Markmið nýja mælingaferlisins.

Með WLTP-akstursprófuninni eru prófunarfæribreytur fyrir greiningu eldsneytisnotkunar og útblástursefna endurskilgreindar. Ávinningurinn er í stuttu máli:

image

Gagnsæi.

Nýja prófunarferlið mun bjóða upp á betra mat á raunverulegri daglegri eldsneytis- og orkunotkun bíla.

WLTP-prófunin er betur sniðin að því að líkja eftir raunverulegri notkun en NEDC-staðallinn sem áður var notaður. NEDC líkist meira tilbúnum prófunum á tilraunastofu og gegndi því meginhlutverki að vera tæki til að bera saman mismunandi bíla frekar en að endurspegla raunverulega eyðslu. Ólíkt eldri staðlinum, þar sem eyðslugildi voru mæld við tilbúnar aðstæður á tilraunastofu, býður nýja ferlið, með notkun endurbættra prófunarfæribreyta, upp á nákvæmara mat á því hver raunveruleg eyðsla bíls mun verða. WLTP-prófuninni er ætlað að endurskapa raunverulegan akstur bíls til að skila áreiðanlegri niðurstöðum.

image

Staðlar.

Nýi WLTP-staðallinn tryggir sambærilegar niðurstöður úr prófunum um allan heim.

Eitt meginmarkmiða WLTP-prófunarinnar er að bjóða upp á staðlaða aðferð fyrir mat á útblæstri og orkunotkun mismunandi aflrása, hvort sem þær eru knúnar með bensíni, dísilolíu, metani, rafmagni eða á annan hátt. Bílar af sömu gerð eiga að skila sömu prófunarniðurstöðum hvar sem er í heiminum þegar WLTP-mælingar eru rétt framkvæmdar. Einn af grundvallarþáttum þess að tryggja þetta samræmi eru mælingar á rannsóknarstofu.

Af þessum sökum eru eldsneytis- og orkunotkun og útblástur mæld á áreiðanlegan máta á keflaaflmæli sem getur hermt eftir fjölbreyttu aksturslagi og -aðstæðum.

image

Verndun andrúmsloftsins.

Raunsærri upplýsingar um eyðslu hjálpa til við að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum og draga úr álagi á umhverfið.

Minni losun koltvísýrings er eitt meginþemað í þróun bíla. WLTP-prófunin tryggir að hægt er að kanna og skrá hvort alþjóðlegum takmörkunum á losun koltvísýrings sé fylgt.

Árið 2010 losuðu ríki innan ESB samanlagt 4,72 milljarða tonna af koltvísýringi. 19% losunarinnar komu frá vélknúnum ökutækjum.* Í ljósi þessara talna hyggst Evrópusambandið draga úr losun um 20% fyrir árið 2020.** Þessu markmiði á að ná með hjálp WLTP-prófana. Losun koltvísýrings frá bíl ræðst eins og eldsneytis- og orkunotkun hans af því hverrar gerðar hann er. WLTP-prófunin býður upp á aukið gagnsæi við samanburð orkunotkunar og losunar koltvísýrings á milli mismunandi bíla. Þetta býður upp á sjálfstæðar mælingar sem ekki tengjast framleiðanda eða gerð bíls. Niðurstöður WLTP-prófana eru einnig allajafna hærri en niðurstöður NEDC-prófana. Þetta leiðir til þess að einstakar gerðir bíla og vélar þeirra eru fínstilltar með það að leiðarljósi að draga úr áhrifum á loftslagið.

*) Upplýsingarnar eru byggðar á rannsókninni „Mobility of the Future – Safe and Tested“ (ísl. samgöngur framtíðarinnar – öruggar og prófaðar), 16.03.2015, TÜV e.V.

**) Upplýsingarnar eru byggðar á rannsókninni „CO2 regulation for passenger vehicles“ (ísl. lög um losun koltvísýrings frá fólksbílum) sem þýska efnahagsstofnunin í Köln gaf út árið 2013.

Sparaðu eldsneyti.

Eldsneytis- og orkunotkun bílsins þíns veltur á mörgum þáttum sem þú hefur enga stjórn á. Þó standa nokkur einföld ráð þér til boða til að draga verulega úr eldsneytis- og orkunotkun.

image

Rólegur akstur sparar mikið.

Framsýnn nútímaakstur.

Helmingi minna álag, helmingi meiri sparnaður: Eldsneyti og orka sparast þegar ekið er á jöfnum meðalhraða, hemlun er takmörkuð, flæði umferðarinnar er fylgt, bíllinn látinn renna og hreyfiorkan er nýtt. Þetta aksturslag skilar sér einnig í öruggari og mun afslappaðri akstri. Á hraðbrautum: aktu á 130 km/klst. í stað 160 km/klst. til að spara eldsneyti. Með framsýnum akstri er einnig hægt að forðast umferðarteppur.

image

Tíðari skiptingar spara.

Aktu alltaf í hæsta mögulega gír.

Skiptu í þriðja gír á 30 km/klst. – eldsneyti sparast við að skipta fljótt upp um gír. Skemmir hægur akstur vélina í raun og veru? Það er goðsögn. TDI- og TSI-vélum finnst fátt betra en að skipta í þriðja gír á 30 km/klst.; raunar bjóða þær upp á framúrskarandi tog og hröðun allt niður í 2000 sn./mín. Skiptu í annan gír nánast um leið og bíllinn tekur af stað. Auk þess er ekki bannað að hlaupa yfir gír þegar verið er að skipta upp. Veldu alltaf hæsta mögulega gír. Fjölmargir bílar ráða auðveldlega við að skipta í fimmta gír á 50 km/klst.: Á meðan vélin gengur hnökralaust og gefur frá sér eðlilegt hljóð er snúningshraði hennar nægur.

image

Fylgdu flæðinu.

Lokaðu fyrir eldsneytisstreymið.

0,0 lítrar – ókeypis akstur! Með réttu tækninni er ekkert mál að ná góðum eldsneytissparnaði. Veist þú hvernig þú getur náð „yfirstandandi eldsneytisnotkun“ niður í nákvæmlega 0,0 l/100 km? Þú lætur bílinn einfaldlega renna þegar hann er í gír! Eldsneytislokarnir loka fyrir streymi eldsneytis til vélarinnar. Á meðan þetta ástand varir er ekkert eldsneyti notað. Best er að nota þessa aðferð þegar þú getur einnig nýtt vélina fyrir vélarhemlun. Dæmi um slíkar aðstæður væru þegar þú ekur niður brekku eða nálgast rauð ljós. Eldsneytisnotkun minnkar meira að segja til muna þegar kúplingunni er sleppt. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar hægt er að láta bílinn renna lengi við framsýnan akstur.

image

More comfort, less consumption.

Use the accessories in moderation.

Save up to 2 litres with the right choices. Accessories make driving more comfortable but they are also more expensive when used excessively. An air conditioning system, for example, consumes more than a little fuel. Reducing and maintaining the interior temperature during mid-summer will use up to 2 litres per 100 km at low speeds. However, the temperature can also be reduced by ventilating the vehicle before the journey and starting off with the windows briefly open. While you are driving, always check which accessories you are currently using and which ones you actually need.

image

Haltu þrýstingnum réttum og sparaðu.

Athugaðu loftþrýstinginn í hjólbörðunum.

Eldsneytissparnaður hefst áður en bíllinn ekur af stað. Með því einu að athuga hvort réttur þrýstingur sé í hjólbörðunum geturðu dregið úr eldsneytisnotkun um allt að 15%! Veltiviðnám eykur heildarnotkun eldsneytis um allt að 15%. Ef þú tryggir að loftþrýstingurinn í hjólbörðunum sé í samræmi við ráðleggingar fyrir fullhlaðinn bíl (gildin eru sýnd innan á lokinu yfir eldsneytisgeyminum) minnkar veltiviðnámið og eldsneytisnotkunin með. Þegar þú kaupir hjólbarða skaltu ganga úr skugga um að þeir séu með lítið veltiviðnám. Þetta minnkar eldsneytisnotkun um allt að 3%. Auk þess eru slíkir hjólbarðar hljóðlátari.

image

Meiri sparnaður með heitri vél.

Forðist stuttar vegalengdir.

Reyndu að halda stuttum akstri í lágmarki þar sem vélin eyðir mestu þegar hún er köld. Ef þú ekur oft stuttar vegalengdir getur eldsneytisnotkunin rokið upp í 30 l/100 km á engri stundu! Með því að sameina nokkrar ferðir í eina geturðu sparað eldsneyti. Þegar þú ekur lengri leiðir nær vélin æskilegum ganghita og notar mun minna eldsneyti.

image

Mýktin skilar sparnaði.

Notaðu smurolíu með litlu viðnámi.

Gæði spara allt að 5%: þeim mun hraðar sem vélin er smurð þeim mun hraðar dregur úr útblæstri. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að gangsetningu í kulda og stuttum ferðum. Hver er svo grundvallareiginleiki góðrar smurolíu? Hröð dreifing.

image

Lágmörkun viðnáms.

Dragðu úr loftmótstöðu.

Minni loftmótstaða skilar sér í meiri sparneytni. Hámarksstraumlínulögun er lykillinn að minni eldsneytisnotkun, sérstaklega þegar ekið er hratt. Af þeim sökum hefur yfirbygging Volkswagen verið hönnuð með það að markmiði að lágmarka loftmótstöðu. Aukabúnaður á þaki, svo sem hjólafestingar og farangursbox, veldur mikilli loftmótstöðu. Þess vegna þarf að taka þakfestingar af þegar þær eru ekki í notkun.

image

Það er auðvelt að spara.

Forðastu að aka um með óþarfa þyngd.

Þú getur sparað allt að 0,3 lítra eldsneytis með því einu að fjarlægja alla óþarfa þyngd. Hér er nákvæm útlistun: 100 kg auka eldsneytisnotkun um allt að 0,3 lítra á hverja 100 kílómetra. Af þessum sökum er ágætt að kíkja í farangursrýmið með reglulegu millibili. Svo er líka hægt að spara eldsneyti þegar dælt er á bílinn. Fylltu geyminn bara til hálfs. Fullur geymir er þyngri og eykur þar af leiðandi eldsneytisnotkunina.

Spurt og svarað.

Hér eru mikilvægustu spurningarnar tengdar nýju eyðslugildunum og svörin við þeim.

Akstursprófun skilgreinir kröfur og skilyrði fyrir mælingu eldsneytisnotkunar og losunar koltvísýrings í bílum. Markmiðið er að herma eftir raunverulegum meðalakstri bíls. Akstursprófunin tilgreinir tiltekin skilyrði, svo sem upphafshitastig, hraða og tímalengd mælingar, til að tryggja að framleiðendur geti boðið upp á sambærileg gildi við skráningu og sölu bíla.

Evrópusambandið kynnti NEDC-staðalinn (New European Driving Cycle) til sögunnar 1.7.1992. Honum var ætlað að tryggja staðlaðar aðferðir til að ákvarða útblástur og eldsneytisnotkun bíla og tryggja betri samanburð milli bíla. Aftur á móti endurspeglar hann ekki eldsneytisnotkun við raunverulegar aðstæður.

WLTP, skammstöfun fyrir „Worldwide Harmonized Light-Duty Vehicles Test Procedure“, er nýr alþjóðlegur prófunarstaðall sem kynntur var til sögunnar í september 2017. WLTP-prófunin er betur sniðin að því að líkja eftir akstri við raunverulegar aðstæður en NEDC-staðallinn. Þessu nýja ferli er ætlað að veita raunsærri greiningu á eldsneytisnotkun bíla. Það byggist á breyttri akstursprófun með strangari prófunarforskriftum.

NEDC-akstursprófunin sem Evrópusambandið kynnti til sögunnar árið 1992 er útrunnin og gefur ekki rétta mynd af raunverulegu aksturslagi. Aftur á móti er WLTP-staðlinum ætlað að tryggja að gildi fyrir útblástur og eldsneytis- og orkunotkun sem mæld eru við gerðarviðurkenningu nýrra bíla endurspegli gildi fyrir raunverulegan akstur. Þess vegna eru bæði ferlið og akstursprófunin frábrugðin NEDC-staðlinum. 

Til dæmis ná endurskilgreindar prófunarfæribreytur til lengri prófunarvegalengdar, lengri aksturs, styttri lausagangs og hærri meðalhraða. Þær taka einnig tillit til annarra þátta. Nýju færibreyturnar skila allajafna niðurstöðum um meiri eyðslu.

Nýja WLTP-prófunin varð áskilin 1.9.2017. Frá og með september 2017 þurfa fólksbílar og vélar allra framleiðenda að tilgreina WLTP-gildi fyrir eldsneytisnotkun og útblástur. 

Frá og með 1.9.2018 þurfa allir nýskráðir fólksbílar að tilgreina WLTP-gildi fyrir eldsneytisnotkun og útblástur.

Nei, ekki eru áætlaðar breytingar á neinum gerðum. Fínstilla þarf hverja gerð og viðkomandi vélar til að ná aukinni sparneytni og minni útblæstri í samræmi við lög og reglur. Aftur á móti verður framleiðslu tiltekinna gerða ekki breytt vegna WLTP-prófunarinnar.

Já. Akstursprófanir fyrir mælingar á útblæstri og eyðslu sem þróaðar hafa verið í Japan (JC 08) og Bandaríkjunum (FTP 75) eru sérsniðnari að akstursaðstæðum innan viðkomandi landa. Japanska akstursprófunin skiptist til dæmis nokkra hluta þar sem bíllinn er stöðvaður og svo tekið af stað aftur, auk þess sem prófunin er tvítekin, einu sinni fyrir gangsetningu í köldu veðri og einu sinni fyrir gangsetningu í heitu veðri.

NEDC (New European Driving Cycle) er viðmiðunarmæligildi fyrir prófanir sem notað hefur verið um alla Evrópu síðan 1992 til að mæla útblástursefni og eldsneytisnotkun fólksbíla og léttra atvinnubifreiða.

NEDC var skipt út fyrir staðlaða prófunaraðferð á heimsvísu, WLTP (Worldwide Harmonised Light-Duty Vehicles Test Procedure). Þessari nýju aðferð er ætlað að veita raunsærri greiningu á eldsneytisnotkun bíla. Hún byggist á breyttri akstursprófun með strangari prófunarforskriftum.

Til viðbótar við WLTP-prófanir skal einnig mæla útblástur í Evrópu með RDE-prófunaraðferð (Real Driving Emissions) þar sem mælingar fara fram við raunverulegar umferðaraðstæður.

Á meðan WLTP-prófun fer fram á 30 mínútum á prófunarbúnaði með vegkefli við staðlaðar aðstæður fer RDE-prófun fram á almenningsvegum. RDE-prófun felur í sér að keyra ökutæki á mismunandi vegum þar sem gefið er í og dregið úr hraða handahófskennt í um það bil 90 til 120 mínútur. Annar munur: WLTP mælir koltvísýring, útblástursgas og eldsneytisnotkun á meðan RDE mælir eingöngu útblástursgas og agnir í útblæstri.

Við höfum verið að breyta yfir í WLTP og RDE smátt og smátt síðan í september 2017. Frá september 2018 verður WLTP-prófunaraðferðin skylda fyrir öll nýskráð ökutæki ásamt takmörkunum á magni af ögnum (PN) samkvæmt RDE. Frá september 2019 verður RDE-takmörkun á köfnunarefnisoxíði einnig bindandi fyrir allar nýskráningar.

Já, það þarf líka að prófa rafbíla í samræmi við nýju WLTP-reglurnar.

EU6 eða Euro 6 er núgildandi útblástursstaðall fyrir vélknúin ökutæki sem ákvarðar takmarkanir á útblæstri mengunarvalda innan Evrópusambandsins.

Gildin sem koma fram við WLTP-prófun munu gefa betri mynd af eldsneytisnotkun og útblæstri koltvísýrings og annarra efna. Þetta getur varpað ljósi á mikla eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í ökutækjum með brunahreyfla sem og í litlum hluta rafbíla. Val hvers og eins á vélum og aukabúnaði hefur einnig áhrif á eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. Í samræmi við löggjöf hvers lands getur þetta einnig leitt til hærri skatta vegna losunar koltvísýrings.

Á hinn bóginn sýnir RDE-prófunaraðferðin frammistöðu ökutækja hvað varðar útblástursgas í raunverulegri umferð. Niðurstöður úr hverjum RDE-prófunarakstri má sjá á eftirfarandi vefsvæði.

Smátt og smátt stefnum við á að vera búin að skipta yfir í WLTP-prófunaraðferðina fyrir allar gerðir Volkswagen-bíla í september 2018.