Amarok

Amarok

Pallbíllinn frá Volkswagen.

Pallbíllinn frá Volkswagen.

Nýr Amarok - allir vegir færir

Amarok er endurhannaður frá grunni með nútímalegum tæknibúnaði og nýju og fersku útliti.

Fjölbreytt akstursaðstoðarkerfi í Amarok bjóða upp á enn meiri möguleika en áður, veita meiri stuðning og færni en hjá forverum hans.

Karakter einkenni bílsins eru undirstrikuð með kraftmiklu útliti, fyrsta flokks hljóðkerfi frá Harman Kardon og ambient lýsingu í innrarými.

Þeir sem leita að sterkum og traustum pallbíl finna hér ýmsa nýja eiginleika, t.d. dráttarkrók fyrir aftanívagn allt að 3,5 tonn auk annarra nýjunga í hönnun. Hverjar sem kröfurnar eru: Amarok uppfyllir þær leikandi.

Þetta er Amarok. Nýi pallbíllinn frá Volkswagen.

--:--

Framúrskarandi hönnun

Kraftmiklar útlínur í endurhönnuðum pallbíl frá Volkswagen. Með breiðara hjólhafi bíður hann upp á betri akstureiginleika í ójöfnum og hallandi torfærum. Breiddin gefur honum kröftugra yfirbragð en fyrirrennurunum.

Í Amarok er mikið af aukabúnaði sem lætur hann skara fram úr. T.d. IQ.Light LED matrix aðalljós, mismunandi felgur sem valbúnaður  (allt að 20 tommu), nýir útlitspakkar fyrir ytra byrði sem innihalda meðal annars pallgrind og stigbretti. Grillið, sem er mismunandi eftir útfærslum grípur einnig athyglina.

Talandi um eiginleika: Hleðslusvæðið milli hjólboganna er nógu mikið til að hægt sé að koma þar fyrir Euro-bretti.

Annar eiginleiki er hleðslugeta á þaki upp að 350 kg. Aldrei hefur verið hægt að slá upp tjaldi á jafn þægilegum fleti.

Meðal nýjunga í nýjum Amarok:

  • Nýtt framgrill
  • IQ.Light LED matrix aðalljós og LED afturljós
  • Felgur 16"/17"/18"/20" 
  • Amarok stafir upphleyptir á afturhlera

Amarok PanAmericana

Þeir sem velja Amarok PanAmericana geta fengið allan utanvegapakkann: Svört stigbretti, stuðara og hurðarhúna, sem og hliðarspegla. Nýr Amarok PanAmericana kemur með 18" léttum álfelgum, alsvörtum. Kraftmikið ytra útlit og hágæði í innanrými: Sætisáklæði úr leðri, leiðsögukerfið með 12" snertiskjá og fyrsta flokks Harman Kardon hljómkerfi tryggja ánægju og þægindi í akstri.

Helstu atriði í hönnun ytra byrðis Amarok PanAmericana:

  • X-laga framstuðari
  • Svartir hliðarspeglar og hurðahúnar, sem og hluti af afturstuðara
  • 18" álfelgur í svörtu, á all terrain dekkjum
  • LED afturljós
  • Pallgrind og stigbretti svört og dufthúðuð

Amarok Aventura

Krafturinn sem þú þarft, glæsileikinn sem þú vilt. Þannig er Amarok Aventura. Stórar 20" álfelgur, króm stigbretti, hliðarspeglar og hurðahúnar úr krómi og krómlistar á afturstuðara.

Að keyra Amarok Aventura er alvöru upplifun. Amarok Aventura stendur líka undir væntingum um innanrýmið. Svartir höfuðpúðar mynda framúrskarandi mótvægi við létta lýsingu. Hágæða Harman Kardon hljómkerfi veitir frábæran hljóm, skiptir ekki máli hvort þú ert að keyra í borginni, á þjóðveginum eða á slóða. Nútímaleg aðstoðarkerfi á borð við skynvæddan hraðastilli (Intelligent Speed Assist og Adaptive Cruise Control) og umferðamerkjagreini ásamt Park Assist Plus bílastæðahjálp, mynda heildarpakka.

Helstu atriði í hönnun ytra byrðis Amarok Aventura:

  • X-laga framstuðari
  • Króm hliðarspeglar og hurðahúnar, sem og listar á afturstuðara
  •  Samlituð pallgrind
  • Króm stigbretti
  • 20" álfelgur
  • IQ. Light LED matrix aðalljós
  • Amarok

    Grunnútgáfan er torfærubíll í gæðum sem hæfa Volkswagen. Hann er útbúinn margskonar nýjum tæknibúnaði og er þægilegri í akstri en fyrirrennararnir. Fjöldi loftpúða og ný aðstoðarkerfi veita ökumanni og farþegum mesta mögulega öryggi.

    Staðalbúnaður:

    • LED aðalljós
    • Bakkmyndavél
    • 10,1" snertiskjár + DAB í upplýsinga- og afþreyingarkerfi
  • Amarok Life

    Amarok Life er traustur félagi fyrir alla sem kunna að meta þægindi án þess að slaka á kröfum um akstursgetu í torfærum og erfiðum aðstæðum.

    Staðalbúnaður í Life:

    • 17" álfelgur 
    • Samlitur framstuðari, hliðarspeglar og hurðahúnar
    • LED þokuljós
    • Upphitaðir hliðarspeglar 
    • Leðurklætt aðgerðarstýri
    • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan
  • Amarok Style

    Drulla og leðja eru ekki vandamál fyrir Amarok Style: Hvort sem hann rennur liðlega eftir borgarstrætum eða keyrir eftir sveitavegum þá lítur Amarok Style alltaf fjári vel út.

    Staðalbúnaður í Style:

    • 18" álfelgur 
    • Krómlistar á afturstuðara og stigbrettum
    • 12 V innstunga í farangursrými
    • IQ.LIGHT – LED matrix aðalljós
    • 12" snertiskjár í upplýsinga- og afþreyingarkerfi 
    • Art Velour sætisáklæði
    • Ný akstursaðstoðarkerfi á borð við skynvæddan hraðastilli (ACC), akreinavara og umferðarmerkjagreini
  • Amarok PanAmericana

    Eins og nafnið gefur til kynna er Amarok PanAmericana sérlega sterkur í akstri á slóðum þar sem hann er hlaðinn útbúnaði til þess.

    Staðalbúnaður í PanAmericana:

    • 18" álfelgur í svörtu, á all terrain dekkjum
    • Svört pallgrind, sem og hluti af afturstuðara
    • Leðursæti með sætishita
    • Útsaumaður leðurklæddur gírskiptiflötur og hlífar yfir framhurðum
    • 12" snertiskjár í leiðsagnarkerfi og fyrsta flokks Harman Kardon hljómkerfi
    • Lýsing í innanrými
    • Driflæsing
    • LED lýsing í hleðslurými
    • Bílastæðaaðstoð – Park Assist
  • Amarok Aventura

    Fágaður, sjálfsöruggur, kraftmikill: Amarok Aventura er toppurinn í sínum flokki frá  Volkswagen. Fágaðar áherslur, létt málmur, leður, króm og fleira, hann gleður augað jafnt á götum borgarinnar sem og á byggingarsvæðinu.

    Staðalbúnaður í Aventura:

    • 20" álfelgur
    • X-laga framstuðari
    • Hliðarspeglar og hurðahúnar í krómi, sem og hluti af afturstuðara
    • LED afturljós
    • Samlituð pallgrind
    • Krómuð stigbretti
    • Útsaumaður leðurklæddur gírskiptiflötur og hlífar yfir framhurðum
    • Hágæða leðursæti með sætishita
    • 12"snertiskjár með leiðsögukerfi og hágæða Harman Kardon hljómkerfi
    • Bílastæðaaðstoð – Park Assist Plus

Þetta er Amarok

Hvað er það sem lætur Amarok skara fram úr í torfærum og í krefjandi aðstæðum? Hann er útbúinn nýjasta tæknibúnaði og er þægilegri í akstri en forverar hans; með öryggið í fyrirrúmi, nýjustu gerðir af loftpúðum og aðstoðarkerfum sem saman tryggja öryggi ökumanns og farþega. Það gildir jafnt um yfirbygginguna sem og vél og gírskiptinguna: Hér hefur allt verið úthugsað til að stuðla að betri akstursgetu utanvega sem og á þjóðveginum.

Ný upplifun

  • Lengra hjólhaf

    Amarok er 5.3 metra langur - lengri en forverinn. Hjólhafið er 3.2 metrar og því er nóg pláss í farþegarýminu. Þar sem hjólhafið hefur stækkað meira en það sem nemur heildarlengdinni þá skagar hann minna út fyrir en áður sem þýðir bættir akstureiginleikar í torfærum og þröngum aðstæðum.

  • 4x4 er ekki 16

    Amarok hefur rétta svarið í nánast öllum aðstæðum. Hann er einnig í boði með þá skiptingu og drif sem þér hentar, frá afturdrifi til fjórhjóladrifs, sídrifinn eða með millikassa. Þrjár mismunandi díselvélar með fjórum til sex strokkum og 2ja til 3ja lítra slagrými tryggja rétta styrkbreytingu.

  • Fleiri akstursstillingar, þægilegri akstur

    Forstilltar akstursstillingar er nýjung og koma í mörgum útfærslum.  Þær styðja ökumanninn í utanvegaakstri á mörgum stigum. Yfir 30 aðstoðarkerfi, þar af 20 sem eru alveg ný í Amarok, og eru til taks þegar þú þarft á þeim að halda.

  • Vaðdýpi 800 mm

    300 mm meira en forverinn: 800 mm vaðdýpi gerir þeim sem elska vegleysur auðveldara að takast á við torfærur.

Amarok er meistari í fjölbreytni

Traustur og fjölbreyttur í hvaða aðstæðum sem er. Nýr Amarok er með þetta í genunum og hann er stoltur af því að sýna það: „AMAROK“ stafirnir eru upphleyptir yfir næstum allan afturhlerann. Nýir eiginleikar bjóða upp á fjölbreyttari notkun.

  • Hleðslusvæði með LED lýsingu, festihankar, 12-volta innstunga, hlíf í hleðslurými/rafdrifin hlíf í hleðslurými
  • Krókur fyrir aftanívagn allt að 3,5 tonn fyrir allar sjálfskiptar gerðir
  • Nægilegt pláss á palli til að koma fyrir Euro-bretti þversum, sem hægt er að festa í þar til gerð augu

Hönnun og þægindi í innrarými

Nýr Amarok er hlaðinn þægindum, hefur yfirbragð bíls í úrvalsflokki og er búinn snjöllum aðstoðarkerfum.

  • Stafrænt 8" mælaborð. Til sem valbúnaður með 12" skjá
  • Leðurlíki á mælaborði og hurðum
  • Þægileg lýsing í innanrými
  • Leðurklætt aðgerðarstýri
  • Lyklalaust aðgengi
  • Rafdrifin handbremsa
  • Bakkmyndavél

Vel búið innrarými

Vel búið innrarými gerir þér kleift að njóta fyrsta flokks tækni og þæginda. Bíllinn er búinn nýjum akstursaðstoðarkerfum ásamt því að snjallviðmóti í skjám gerir upplifunina enn þá betri

  • Ambient lýsing í innanrými
  • Leðursæti
  • Harman Kardon hágæðahljómkerfi
  • Framsæti með tíu rafstillingum
  • Efra mælaborð og sílsahlífar klæddar útsaumuðu leðurlíki
  • Skinvæddur hraðastillir (ACC) og umferðamerkjagreining
  • Bílastæðaaðstoð (Park Assist)
  • 10 gíra sjálfskipting

Aðstoðarkerfi

Amarok er vel búinn aðstoðarkerfum.

Yfir 30 aðstoðarkerfi, þar af 20 sem eru alveg ný. 

Dæmi um kerfi:

  • Skinvæddur hraðastillir (ACC) og umferðarvöktunarkerfið (Front Assist) 
  • Hliðaraðstoð (Side Assist) og akreinahjálp (líka fyrir aftanívagna)
  • Umferðamerkjagreinir (Traffic Sign Recognition)
  • Akreinavari (Lane Assist)
  • Fjöldaárekstursbremsa (Multicollision Brake)
  • Ljósaaðstoð (Dynamic Light Assist)
  • Neyðarsímtal í borgarakstri (City Emergency Call System)
  • Svæðisvöktunarmyndavél (Area View Camera)

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Sýningarsalur

Vefverslun

Yfirlit bíla

Notaðir bílar

Verðlistar & Bæklingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?