ID. Vizzion
Rafknúinn ferðamáti með okkar augum.

ID. Vizzion
Rafknúinn ferðamáti með okkar augum.

Besta leiðin til að sjá inn í framtíðina er að móta hana sjálfur. Þess vegna erum við að móta og skapa rafknúinn ferðamáta morgundagsins. Með fjölmörgum hugmyndum og tæknilegum lausnum. Þetta notum til að skapa bíla sem gera líf þitt auðveldara og betra. Bíla sem sýna fram á að framtíðin er fyrir löngu komin.

people in front of the ID. Vizzion

Hugmyndabíllinn ID. VIZZION er okkar sýn á rafbíl framtíðarinnar: Lúxusbíll með framsækinni hönnun, snjallvirku innanrými og framsækinni tækni. Rafmótorar á fram- og afturöxlum þýða að bíllinn nær sérlega mjúkri hröðun á fjögurra hjóla drifinu. Kraftmikill Liþíum-jóna rafgeymirinn, sem er byggður inn í undirvagn bílsins, nær drægni upp á 665 kílómetra.

--:--

 ID. VIZZION ert þú miðpunkturinn. Þú tekur eftir þessu áður en þú ferð inn í bílinn því augnskanni opnar dyrnar fyrir þér. Á sama tíma tekur LED ljósalína sem umvefur bílinn að blikka. Innanrýmið minnir helst á rúmgóða setustofu. Slakaðu á í þægilegum sætunum sem laga sig að líkamanum. Hliðarrúður og sóllúga í þaki geta verið skyggðar ef þess er óskað.

 

Það eina sem þú gefur frá þér er stýrið. Öll stjórntæki eru sýndartæki og þeim er varpað á innréttinguna með nýjustu tækni. Eina leiðin til að sjá þau er að nota blönduð veruleikagleraugu. Samskipti þín við bílinn eru fullkomin og leiðandi sem gerir aksturinn einstaklega auðveldan. ID. Vizzion þekkir bendingar þínar og hlustar á raddskipanir. Með tímanum mun hann læra á ökumanninn aðlaga sig að akstursstíl viðkomandi. Þetta kann að hljóma eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu en þetta er í raun allt nútíma vísindi og engin skáldsaga.

ID. Vizzion from above with opened doors
ID. Vizzion seen from the front with incident light

Með ID. VIZZION verður sjálfkeyrandi akstur að veruleika. Þar kemur framúrskarandi tækni til sögunnar og gerir bílinn sjálfan að þínum einkabílstjóra. Þetta þýðir að þú getur gert það sem þú vilt í ökuferðinni: Notið frábærrar afþreyingar, unnið í friði eða einfaldlega hallað þér aftur og slakað á. Lýsing í innanrýminu og hitastig eru sjálfkrafa löguð að þínum óskum. Nokkrar aðrar nýjungar þjóna bæði þér og öðrum vegfarendum. ID. VIZZION hugsar fyrir öllu.

Gaumljós. Framsækin tækni.

ID. VIZZION passar ekki bara upp á þig heldur líka aðra vegfarendur. Með 8.000 LED perum sem hægt er að stýra hverri fyrir sig þá geta háskerpu matrix aðalljósin varpað zebra-braut á veginn. Því geta vegfarendur verið vissir um að ID. VIZZION veit af þeim og þeir geta farið yfir götuna óhræddir.

AR viðmót. Sýndarveruleiki.

ID. VIZZION er einn af fyrstu rafbílunum sem veitir innsýn í hvernig lífið gæti verið orðið í kringum 2030. Þá verða ekki lengur nein stýri. Þú þarft þá ekki lengur á því að halda því þú getur stjórnað öllu með svipbrigðum og röddinni. Stýringar eru í sýndarveruleika. Þú getur eingöngu séð þær með sérstökum raunveruleikagleraugum. Þetta kann að hljóma eins og vísindaskáldskapur. En verður brátt veruleikinn.

Innanrýmið. Geimskip.

Dyrnar á ID. VIZZION opnast í gagnstæðar áttir og veita auðvelt aðgengi inn í splunkunýtt innanrýmið. Opið rými er hugsunin að baki innanrýminu sem helst minnir á setustofu. Hallaðu þér aftur í sætið sem lagar sig að líkamanum, skyggðu gluggana ef þú vilt, virkjaðu hljóðdeyfingu og notaðu tímann til að vinna eða slaka á.

the interior of the ID. Vizzion without a steering wheel

Skráðu þig, við sendum þérfréttir um leið og þær berast.

Fáðu fréttir frá Volkswagen,
ID.3 1ST, forsölum, nýjum bílum, sýningum og ýmsu fleiru.