Side front view of a driving VW ID. Polo with concept wrap.

Væntanlegur - ID. Polo

Metsölubíll verður rafmagnsbíll. Volkswagen hefur endurhannað Polo, bílinn sem hefur selst í 20 milljónum eintaka um allan heim. 50 árum eftir frumraun fyrstu kynslóðarinnar markar ID. Polo fyrstu rafknúnu útgáfu þessa vinsæla bíls. Með nýstárlegri tækni, nýju „Pure Positive“ hönnunarmáli. Opnar Polo nýja leið inn í heim rafbíla á sama tíma og hann helst sá Polo sem milljónir manna hafa kunnað að meta í kynslóðir.

Ný framhjóladrifin lausn - drifkerfi ID. Polo, sem byggir á nýja MEB+ undirvagninum, mætir með læti, hvað varðar þyngd, rými og orkunýtni. 

Flott ytra byrði, rúmgott innanrými – þökk sé framhjóladrifinni hönnun býður nýr ID. Polo upp á rúmgott farþegarými fyrir fimm manns og allt að 435 lítra farangursrými.

ID.Polo flytur DNA Volkswagen inn í framtíðina – skýr, kraftmikil og full af
nýjungum.
Side front view of a driving VW ID. Polo with concept wrap.

100 % Volkswagen

ID. Polo er fyrsti framleiðslubíllinn sem tæknin byggir á nýrri þróunarkynslóð af MEB+ undivargninum, nýrri útgáfu af undirvagni rafmagnsdrifkerfa (MEB). Með bættum vélbúnaði og hugbúnaði MEB+ kynnir Volkswagen nýtt svið nýjunga í ID.-línunni sinni.

 Rear view of a VW ID. Polo with concept wrap.

Stóri smábíllinn

Þrátt fyrir að vera nettur að utan býður ID. Polo upp á  rúmgott innanrými fyrir farþega og farangur. Snjöll nýtni, gott skottpláss og fjölbreyttar geymslulausnir gera hann að fullkomnum félaga í daglegu lífi og ævintýrum.

Rear three-quarter view of a driving VW ID. Polo with concept wrap.

Tækni sem veitir innblástur

ID. Polo setur ný viðmið í sínum flokki: með nýstárlegum aðstoðarkerfum eins og Travel Assist með sjálfvirkri akreinaskiptiaðstoð, Park Assist Plus með minni og 360 gráðu „Area View“ myndavél, verður hver ferð öruggari, afslappaðri og þægilegri en nokkru sinni fyrr.