Fjármögnun

Fjármögnun

Ef skoða þarf fjármögnunarmöguleika er gott að gera samanburð hjá fleiri en einu fjármögnunarfyrirtæki. Bera saman vaxta-, greiðslu- og lengdarmöguleika og finna hvar er hagstæðast fyrir þig að fjármagna kaup þín.

Fyrir einstaklinga

Fjármögnunarfyrirtæki og tryggingarfélög aðstoða kaupendur við að fjármagna kaup á nýjum bíl. Fjármögnun getur numið allt að 90% af kaupverði bifreiðar. Þær leiðir sem standa til boða eru m.a.:

  1. Bílalán
  2. Bílasamningur

Kaupandi er skráður eigandi bifreiðar ef um bílalán er að ræða. Tekið er veð í bifreið og er bifreiðin húftryggð á lánstímanum.

Fjármögnunarfyrirtækið er skráður eigandi bifreiðar ef um bílasamning er að ræða en lántakandi er skráður umráðamaður bifreiðar á samningstíma.

Fyrir fyrirtæki

Auk bílalána og bílasamninga þá geta fyrirtæki nýtt sér Kaupleigu. Þegar um kaupleigu er að ræða, kaupir fjármögnunarfyrirtækið bílinn og leigir lög-/rekstaraðilanum bílinn í umsaminn tíma. Að leigutíma loknum, þegar búið er að greiða umsamda lokagreiðslu er tækinu afsalað til lög-/rekstraraðilans.

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Hvað má bjóða þér að gera næst?