Volkswagen Atvinnubílar

ID. Buzz Cargo

ID. Buzz er fyrstur í nýrri kynslóð Volkswagen rafmagnaðra atvinnubíla. Nýjungar í hönnun sem sameina nútímaleg hlutföll og framsækna tækni. Umhverfisvænn kostur, stafrænir eiginleikar og endurhugsað rými.

Nýr Amarok - allir vegir færir

Amarok er endurhannaður frá grunni með nútímalegum tæknibúnaði og nýju og fersku útliti. Þeir sem leita að sterkum og traustum pallbíl finna hér ýmsa nýja eiginleika, t.d. dráttarkrók fyrir aftanívagn allt að 3,5 tonn auk annarra nýjunga í hönnun. Hverjar sem kröfurnar eru: Amarok uppfyllir þær leikandi.

ID. Buzz People

ID. Buzz People setur ný viðmið varðandi flutninga á fólki og farmi. Í fyrsta skipti höfum við þróað farþegabíl frá grunni sem rafbíl, allt frá fyrsta drætti til lokafrágangs. Kíktu á það sem ID. Buzz hefur upp á að bjóða.

Caddy Fólksbíll

Nýstárlegri og fjölhæfari en nokkru sinni fyrr. Hönnunni er fersk og straumlýnulöguð, býður upp á mikið af nýjum eiginleikum t.d. Aðstoðarkerfi (smart Driver Assist), digital mælaborð og nýjasta infotainment kerfið. Fyrir utan það er hann enn áreyðanlegur, þægilegur og hagnýtur. Caddy er alltaf tilbúinn í það sem kemur næst.

Caddy Cargo

Hver dagur ber með sér nýjar áskoranir sem kalla á hraðar og faglegar lausnir. Caddy kemur þér til hjálpar við nánast hvaða aðstæður sem er. Hagnýtur, sveigjanlegur, fjölhæfur, nettur og léttur sendibíll sem auðvelt er að leggja. Allt sem þú þarft til að líta fagmannlega út gagnvart viðskiptavinum.

Caravelle

Ef við erum að tala um farþegaflutninga í atvinnuskyni þá dettur flestum í hug eitt nafn: Caravelle 6.1. Í meira en 30 ár hefur hann verið samheiti yfir hina fullkomnu skutlurútu. Hver er aðalsérhæfing hans? Þægindi og sveigjanleiki. Einstök hæfni? Stafrænar þjónustur og framsækinn afþreyingarbúnaður. Og í lok vinnudagsins? Hann er þekktur fyrir að umbreytast úr vinnubíl í fjölskyldurútu.

Multivan

Multivan er boðberi nýrra tíma. Við munum reyna að samræma þarfir eldri kynslóðar og óskir yngri kynslóðar. Þess vegna er VW Transporter með jafnvel lægri útblástur, er enn meiri borgarbíll og stafrænni og meira tengdur en nokkur sinni fyrr. Jafnframt er hann íburðarmeiri og þægilegri. Eftir sem áður er hann jafn hagnýtur og fjölhæfur og hann hefur alltaf verið.

California

Sofið undir stjörnuhimni. Láttu öldur sjávarins vekja þig að morgni. Uppgötvaðu nýjar lendur en upplifðu þig samt eins og heima: California 6.1 er hreint frelsi. Með þægilegu innanrými þar sem hugað er að hverju smáatriði þá umbreytir hann hverri ferð í ógleymanlegt ævintýri. Njóttu sjálfstæðis og frelsis hvar sem er. Með allt sem þú þarft með þér.

Transporter Sendibíll

Fyrir 70 árum var hann lausnin á flöskuhálsum í flutningum. Nú er Transporter 6.1 sendibíllinn öflugri en nokkru sinni fyrr. Hleðslurýmið er afar hátt, það er nægt rými og hátæknileg akstursaðstoðarkerfi eru til staðar, sem tryggir að þú, starfsfólk þitt og farmurinn komist heilu og höldnu í vinnuna á hverjum degi.

Crafter Sendibíll

Það eru margar ástæður fyrir því að velja nýjan Crafter. Hann er sparneytinn og hagnýtur, útbúinn alls konar framúrskarandi eiginleikum og möguleikum sem auðvelda þér störfin.

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Hvað má bjóða þér að gera næst?