Volkswagen
Atvinnubílar

Caddy Fólksbíll

Sterkbyggð borð sem hægt er að leggja saman fyrir litla fólkið, falleg hönnun og margmiðlunartækni fyrir stóra fólkið: Nýr Caddy uppfyllir óskir allra fjölskyldumeðlima. Ytra byrði Caddy-fjölskyldubílsins hefur það umfram Caddy Trendline að vera með framstuðara í lit og bjóða upp á 17 tommu Madrid-álfelgur (aukabúnaður) með sandgulri glansáferð.

Caddy Sendibíll

Hver dagur ber með sér nýjar áskoranir sem kalla á hraðar og faglegar lausnir. Caddy Delivery Van kemur þér til hjálpar við nánast hvaða aðstæður sem er. Hagnýtur, sveigjanlegur, fjölhæfur, nettur og léttur sendibíll sem auðvelt er að leggja. Allt sem þú þarft til að líta fagmannlega út gagnvart viðskiptavinum.

Caravelle

Ef við erum að tala um farþegaflutninga í atvinnuskyni þá dettur flestum í hug eitt nafn: Caravelle 6.1. Í meira en 30 ár hefur hann verið samheiti yfir hina fullkomnu skutlurútu. Hver er aðalsérhæfing hans? Þægindi og sveigjanleiki. Einstök hæfni? Stafrænar þjónustur og framsækinn afþreyingarbúnaður. Og í lok vinnudagsins? Hann er þekktur fyrir að umbreytast úr vinnubíl í fjölskyldurútu.

Multivan

Getur það sem er fullkomið orðið enn fullkomnara? Auðvitað. Við höfum bætt Multivan á alla kanta í samráði við viðskiptavini okkar. Multivan 6.1 byggir á grunni forvera sinna og setur ný viðmið í sínum flokki. Multivan 6.1 er fjölbreyttur bíll fyrir fólk á ferðinni, þökk sé nýjustu tækni og margvíslegri fjölvirkni.

California

Sofið undir stjörnuhimni. Láttu öldur sjávarins vekja þig að morgni. Uppgötvaðu nýjar lendur en upplifðu þig samt eins og heima: California 6.1 er hreint frelsi. Með þægilegu innanrými þar sem hugað er að hverju smáatriði þá umbreytir hann hverri ferð í ógleymanlegt ævintýri. Njóttu sjálfstæðis og frelsis hvar sem er. Með allt sem þú þarft með þér.

Transporter Sendibíll

Fyrir 70 árum var hann lausnin á flöskuhálsum í flutningum. Nú er Transporter 6.1 sendibíllinn öflugri en nokkru sinni fyrr. Hleðslurýmið er afar hátt, það er nægt rými og hátæknileg akstursaðstoðarkerfi eru til staðar, sem tryggir að þú, starfsfólk þitt og farmurinn komist heilu og höldnu í vinnuna á hverjum degi.

e-Crafter

Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir. Þetta á ekki síst við fyrir síaukna umferð sendibíla í borgum og bæjum. Með e-Crafter fá sendlar, sendibifreiðaþjónustur og hraðsendingafyrirtæki í fyrsta sinn tækifæri til að nota atvinnubifreið frá Volkswagen sem gengur aðeins fyrir rafmagni og stenst allar kröfur starfsins í dagsins önn – án þess að flutningsrými sé skert. Nákvæmlega eins og ætlast er til af Crafter framtíðarinnar.

Crafter Sendibíll

Það eru margar ástæður fyrir því að velja nýjan Crafter. Hann er sparneytinn og hagnýtur, útbúinn alls konar framúrskarandi eiginleikum og möguleikum sem auðvelda þér störfin.

Crafter Pallbíll

Crafter er hannaður fyrir verulega erfið verkefni. Hann er gerður úr sama harða efninu og bílstjórarnir, og byggður til að taka við miklu. Þó að bíllinn geti kannski ekki gert alveg allt fyrir þig þá er nóg af tæknimöguleikum um borð sem auðvelda þér daglegt líf.

Amarok

Þar sem aðrir mæta sínum þolmörkum finnur Amarok sína leið. Hann sameinar dreifbýlisakstur, sveigjanleika og og sparneytni í einstökum pallbíl. Amarok er líka brautryðjandi þegar kemur að akstri á hefðbundnu slitlagi. Hann setur ný viðmið hvað varðar þægindi og afl með hágæða innréttingu og einstökum aksturseiginleikum.

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Hvað má bjóða þér að gera næst?