Amarok er endurhannaður frá grunni með nútímalegum tæknibúnaði og nýju og fersku útliti. Þeir sem leita að sterkum og traustum pallbíl finna hér ýmsa nýja eiginleika, t.d. dráttarkrók fyrir aftanívagn allt að 3,5 tonn auk annarra nýjunga í hönnun. Hverjar sem kröfurnar eru: Amarok uppfyllir þær leikandi.