ID. Buzz & ID. Buzz Cargo
Leikarinn Ewan McGregor verður sendiherra Volkswagen merkisins
Með Ewan McGregor höfum við fengið frábæran félagsskap í liðið. Ewan er eldheitur aðdáandi Volkswagen og á safn af klassískum bílum sem hann rafvæðir meira að segja sjálfur. Sem langtíma sendiherra góðmennsku hjá UNICEF í Bretlandi hefur hann lengi látið sig góðgerðarmál varða. Þess vegna er Ewan fullkominn samstarfsaðili í þessu verkefni: Að gera ferðamáta framtíðarinnar sjálfbærari.
Þetta er fyrsta kynslóð af nýjum akstursmáta hjá Volkswagen atvinnubílum. Fyrstu alrafdrifnu bílarnir: ID. Buzz og ID. Buzz Cargo. Hvort sem þú leitar að bíl fyrir alla fjölskylduna eða sendibíl: Fáðu að kynnast nýrri, einstakri hönnun sem sameinar nútímaleg hlutföll og framsækna tækni. Full tenging, stafrænir eiginleikar, endurhugsað rými og nýr, umhverfismeðvitaður akstursmáti – með þeim ID. Buzz og ID. Buzz Cargo.