ID. Buzz
Heima hvert sem þú ferð.

ID. Buzz
Heima hvert sem þú ferð.

Við teljum að ferðamáti framtíðarinnar feli í sér rafdrifinn akstur fyrir alla. Hámarksfrelsi, ástríða og persónutöfrar. Bílarnir sem við hönnum bera með sér hvernig fólk ekur þeim. Og hvernig lífi þau lifa. Við vinnum með stórar hugmyndir og margslungin smáatriði sem stuðla að betri framtíð fyrir alla.

Family portrait in front of the ID. Buzz

Hvort sem um er að ræða smábíl, jeppa eða lúxusbíl, þá er eru ID-gerðirnar fullkomlega sniðnar að þínum þörfum og endurspegla þína sýn á heiminn. Rétt eins og hugmyndabíllinn ID. Buzz. Þessi rafkrúni sendibíll er óður Volkswagens til gamla „rúgbrauðsins“, færir þann eðlaða útileguvagn aftur til framtíðar og veitir þér meira frelsi til að skoða heiminn. Þú getur lent í nýjum ævintýrum, sama hvar þú ert. Af því að ID. Buzz er hugmyndabíll þá mun enn líða nokkur tími þar til þú sérð hann á markaðnum. En það er gaman að hlakka til.

--:--

ID. Buzz. Hlaðinn okkar hugmyndum og endurskilgreinir hverju bíll getur áorkað á okkar tímum: Frumkvöðull, heimili á hjólum og vettvangur fyrir sköpunargáfuna. Ef þú vilt getur ID. Buzz meira að segja lært uppáhaldslögin þín. Og hann veit hvernig best er að styðja við þig á þínum ferðum. Breytileg rýmishönnun og allt plássið sem hún veitir þér og fjölskyldu þinni er gott dæmi. Aktu út í óbyggðirnar og sofðu undir stjörnubjörtum himni. Á AR skjá í augnhæð finnur þú auðveldlega staði í jafnvel mikilli fjarlægð. 

Finndu sjávargoluna í hárinu. Vektu upp gleymdar minningar. 
ID. Buzz lýsist upp og tekur á móti þér með persónulegri kveðju frá snjallvirkum LED aðalljósunum.

ID. Buzz seen from the side on a country road

ID. Buzz frá Volkswagen er vinur allra í fjölskyldunni. Og traustur félagi í lífsins ólgusjó. Þessi rafbíll er útbúinn því sem þú þarft til að auðvelda þér lífið: Framúrskarandi þægindi, splunkuný hönnun innanrýmis og að fullu sjálfkeyrandi akstur eru ekki langt undan. Ökumaðurinn verður að farþega. Nú hefur þú frelsi til að gera það sem þú vilt.

Kraftaverk sem eykur plássið. Klár í ævintýri lífsins.

Við metum sveigjanleikann mikils og og þess vegna lögðum við sérstaka alúð við að plássið væri nýtt á sem bestan hátt. Farangursrýmið hefur nóg pláss fyrir stórar hugmyndir. Og þú getur jafnvel aukið plássið í örfáum skrefum. Sveigjanleg sætastilling er lykillinn að þessu.

view from the panoramic roof into the interior of the ID. Buzz

AU leiðsögn.  Hátæknileg hönnun fyrir frumkvöðla.

ID. Buzz er tímamótabíll. AR skjár í augnhæð sýnir leiðsögn beint frá veginum fyrir framan bílinn. Skýrari framskot er tækni sem veldur því að örvarnar benda alltaf nákvæmlega á staðinn þangað sem þú þarft að fara. Þess vegna kemst þú alltaf á áfangastað án þess að hafa augun af veginum.

the AR-Head-Up-Display in the ID. Buzz navigates the driver without them having to take their eyes off the road

LED augun. Með augu á aðalatriðunum.

Í stað dæmigerðra kringlóttra aðalljósa er ID. Buzz með snjallvirkum LED „augum“ sem eiga í gagnvirkum samskiptum við ökumann og vegfarendur. Ef þú vilt til dæmis beygja fyrir horn þá benda aðalljósin í þá átt sem þú ert að fara. Og ef ID. Buzz verður var við gangandi vegfaranda eða hjólreiðamann í vegarkantinum þá getur hann „horft“ á hann og notað ljósmerki til að vekja athygli þeirra. Ansi framsækið, ekki satt?

Snertimús. Hjólið fundið upp aftur.

ID. Buzz er einstaklega auðvelt að keyra því allt er hannað með þægindi ökumannsins í huga. Það eru engir hnappar eða hnúðar í stjórnrýminu. Og þökk sé snertimúsinni á stýrinu er hægt að nýta alla virkni þess með einfaldri snertingu. Eitt bank á stýrið og þú ert tilbúinn í næsta ævintýri.

Steering wheel with touchpad of the ID. Buzz

Skráðu þig, við sendum þér
fréttir um leið og þær berast.

Fáðu fréttir frá Volkswagen,
ID.3 1ST, forsölum, nýjum bílum, sýningum og ýmsu fleiru.