A man is standing on a roof terrace on a hill, looking out over the skyline of a coastal town.

WLTP-prófun gefur nákvæmari niðurstöður

Hér er um að ræða staðlað alþjóðlegt prófunarferli fyrir greiningu eldsneytis- og orkunotkunar og útblásturs. Kynntu þér hvernig þetta snertir þig og Volkswagen-bílinn þinn.

WLTP-prófun gefur nákvæmari niðurstöður

Ný eyðslugildi gilda frá og með september 2017. Þau verða reiknuð með nýja WLTP-staðlinum.

Hvað er WLTP-prófun?

Illustration shows that the WLTP takes different driving situations, speeds and vehicle weights into account in order to provide realistic consumption figures.

Hversu mikið eldsneyti notar bíll? Með nýrri og staðlaðri WLTP-akstursprófun getur Volkswagen nú svarað þessari spurningu á mun nákvæmari hátt. Nýja akstursprófunin fyrir mælingu eldsneytisnotkunar er betur miðuð við raunverulegt aksturslag. Frá og með september 2017 mun hún leysa NEDC-staðalinn af hólmi.

Skammstöfunin WLTP stendur fyrir „Worldwide Harmonized Light-Duty Vehicles Test Procedure“. Þetta samræmda alþjóðlega prófunarferli fyrir létta bíla lýsir nýrri prófunaraðferð til að greina eldsneytisnotkun bíla. Þetta ferli er byggt á raunverulegum skráðum akstursgögnum. Þegar fram líða stundir mun það gagnast við að endurskapa raunverulegan akstur á rannsóknarstofu. Af þessum sökum nær WLTP-prófunin ekki aðeins til mismunandi aðstæðna og hraða heldur einnig mismunandi búnaðar og þyngdarflokka.

Gildar ástæður fyrir WLTP

Eyðsla bíls getur verið önnur en sú sem framleiðandi viðkomandi bíls auglýsir. Af þessum sökum hefur áreiðanleiki NEDC-staðalsins ávallt verið umdeildur. Þetta kemur til vegna þess að raunveruleg eyðsla ræðst að miklu leyti af aksturslagi hvers og eins og búnaði bílsins. Dæmi um þetta er spurningin um hvort bíll er aðallega notaður innanbæjar, á sveitavegum eða þjóðvegum. Fræðilegir grunnþættir NEDC-staðalsins hafa verið endurskilgreindir með fjölbreyttara aksturslag í huga til að taka þennan mismun með í reikninginn. Tölfræðilegar kannanir og greining á aksturslagi hins hefðbundna ökumanns voru nýttar við þessa endurskilgreiningu þannig að nú er gert ráð fyrir meiri hröðun, hærri meðalhraða og hærri hámarkshraða. Í stað þess að prófa bíla í hermum fyrir innan- og utanbæjarakstur eru þeir nú prófaðir á fjórum mismunandi hraðasviðum.

Tilgreina þarf útblásturs- og eyðslugildi sem mæld eru samkvæmt WLTP í öllum nýjum gerðum frá og með 1. september 2017. Þetta nær til Evrópu og fjölda annarra landa um heim allan.

Nær raunverulegri eyðslu: WLTP-prófun hefur í för með sér uppfærslu á eyðslugildum.

--:--

Ný eyðslugildi gilda frá og með september 2017. Þau verða reiknuð með nýja WLTP-staðlinum. Skammstöfunin WLTP stendur fyrir „Worldwide Harmonized Light-Duty Vehicles Test Procedure“. Hér er um að ræða staðlað alþjóðlegt prófunarferli fyrir greiningu eldsneytis- og orkunotkunar og útblásturs. Kynntu þér hvernig þetta snertir þig og Volkswagen-bílinn þinn.

NEDC og WLTP 

Nýja prófunarferlið er byggt á breyttri akstursprófun og strangari prófunarforskriftum. Þetta felur meðal annars í sér að tími mælinga hefur verið lengdur og hámarkshraði aukinn. Yfirlit yfir breytingarnar:

Fjögur hraðasvið eru mæld á keflaaflmæli eftir gangsetningu í kulda: upp að 60, upp að 80, upp að 100 og upp að 130 km/klst. Bíllinn hemlar og eykur inngjöf endurtekið innan þessara hluta. Hámarkshraði þessara prófana er því 10 km/klst. hærri en í NEDC. Þar að auki er meðalhraði upp á um 47 km/klst. einnig mun hærri (var áður um 33 km/ klst.). Tilgreint hitastig í prófunarherbergi er 23°C. Hitastigið í NEDC var 20–30°C. WLTP-akstursprófunin stendur yfir í um 30 mínútur. NEDC-prófunin krefst aftur á móti aðeins 20 mínútna. Vegalengd hefur meira en tvöfaldast, úr 11 kílómetrum í 23. Ólíkt NEDC tekur WLTP-prófunin tillit til tiltekins aukabúnaðar og áhrifa hans á þyngd, loftmótstöðu og orkunotkun (straum í biðstöðu). Slökkt er á aukabúnaði sem notar orku, svo sem loftkælingu eða hita í sætum, meðan á prófun stendur.

Euro 6

EU6 eða Euro 6 er núgildandi útblástursstaðall fyrir vélknúin ökutæki sem ákvarðar takmarkanir á útblæstri mengunarvalda innan Evrópusambandsins.

WLTP II: Ný viðmið í prófunum

--:--

Frá september 2019 og áfram verða öll nýskráð ökutæki að uppfylla Euro 6d-TEMP-EVAP-ISC losunarstaðal. En hvað þýða allar þessar skammstafanir og í hverju felst ferlið? Lærðu meira um nýju prófunarskilyrðin hér.

Hvað er NEDC, WLTP og RDE

NEDC (New European Driving Cycle) er viðmiðunarmæligildi fyrir prófanir sem notað hefur verið um alla Evrópu síðan 1992 til að mæla útblástursefni og eldsneytisnotkun fólksbíla og léttra atvinnubifreiða.

NEDC var skipt út fyrir staðlaða prófunaraðferð á heimsvísu, WLTP (Worldwide Harmonised Light-Duty Vehicles Test Procedure). Þessari nýju aðferð er ætlað að veita raunsærri greiningu á eldsneytisnotkun bíla. Hún byggist á breyttri akstursprófun með strangari prófunarforskriftum.

Til viðbótar við WLTP-prófanir skal einnig mæla útblástur í Evrópu með RDE-prófunaraðferð (Real Driving Emissions) þar sem mælingar fara fram við raunverulegar umferðaraðstæður.

Yfirlit yfir NEDC

NEDC-staðallinn nær til allra fólksbíla og léttra atvinnubifreiða. Evrópusambandið tók staðalinn upp árið 1992 til þess að ákvarða eldsneytisnotkun og útblástur bíla og bjóða upp á sambærileg gildi. Eftirfarandi yfirlit inniheldur útlistun á því á hverju þessar mælingar voru byggðar.

Driving cycle diagram

Prófunar breytur: 

 • Hitastigið í prófunarherberginu er 20–30°C.
 • Vegalengdin er 11 km.
 • Prófunin tekur 20 mínútur.
 • Prófunin skiptist í tvo hluta:
 • 13 mínútna hermiakstur innanbæjar og 7 mínútna hermiakstur utanbæjar.
 • Meðalhraðinn er u.þ.b. 33 km/klst.
 • Lausagangur er 25% tímans.
 • Hámarkshraðinn er 120 km/klst.
 • Skiptipunktar fyrir bíla með beinskiptingu eru nákvæmlega skilgreindir.
 • Ekki er tekið tillit til aukabúnaðar og loftkælingar.

Yfirlit yfir WLTP

WLTP, skammstöfun fyrir „Worldwide Harmonized Light-Duty Vehicles Test Procedure“, er alþjóðlegur staðall fyrir prófun fólksbíla og léttra atvinnubifreiða. Frá og með 1. september 2017 mun WLTP-prófunin veita raunsærri upplýsingar um eyðslu með mun sveigjanlegri færibreytum fyrir prófanir. Frekari upplýsingar eru í lýsingunni hér á eftir.

Driving cycle diagram

Prófunar breytur: 

 • Hitastigið í prófunarherberginu er 23°C. 
 • Vegalengdin er 23 km.
 • Prófunin tekur 30 mínútur.
 • Prófunin skiptist í fjóra hluta (hægt, miðlungshraði, hratt, mjög hratt).
 • Meðalhraðinn er u.þ.b. 47 km/klst.
 • Lausagangur er 13% tímans.
 • Hámarkshraðinn er yfir 130 km/klst.
 • Skiptipunktar eru reiknaðir fyrirfram sjálfstætt fyrir hvern bíl.
 • Þyngd bílsins og aukabúnaður eru tekin með í greiningunni.
 • Mældar eru allar mögulegar samsetningar véla og gírskiptinga.
--:--

Yfirlit yfir RDE

RDE-prófunaraðferðin hefur verið notuð ásamt WLTP-prófun í Evrópu síðan í september 2017. RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“. Ólíkt því sem gert er í NEDC og WLTP-prófunum eru mælingar á útblæstri gerðar við raunverulegar umferðaraðstæður en ekki með prófunarbúnaði. Útblástursefnin (köfnunarefnisoxíð og agnir/sótagnir) sem mælast við akstur í umferð kallast raunverulegur útblástur.

Þegar RDE-mæling fer fram er ökutækið keyrt á mismunandi leiðum, þar sem þriðjungur er innanbæjar, þriðjungur á sveitavegum og þriðjungur á hraðbrautum. Gefið er í og dregið úr hraða handahófskennt en þó þannig að þýskum umferðarreglum (StVO) sé fylgt. Prófið miðast við 15–40 km/klst. meðalhraða innanbæjar og 60–90 km/klst meðalhraða á sveitavegum. Keyra má ökutækið á 145 km/klst. á hraðbraut og í stuttan tíma allt að 160 km/klst.

Ökutækið er með PEMS-tæki (Portable Emissions Measurement System). Þetta tæki mælir eitraðan útblástur (köfnunarefnisoxíð og kolmónoxíð). Ekið er í 90 til 120 mínútur. Lofthitastig verður að vera á milli -7 og +35 °C. Það má kveikja á loftkælingu.

Markmið nýja mælingaferlisins

Með WLTP-akstursprófuninni eru prófunarfæribreytur fyrir greiningu eldsneytisnotkunar og útblástursefna endurskilgreindar. Ávinningurinn er í stuttu máli:

WLTP-prófun gefur nákvæmari niðurstöður

Hér er um að ræða staðlað alþjóðlegt prófunarferli fyrir greiningu eldsneytis- og orkunotkunar og útblásturs. Kynntu þér hvernig þetta snertir þig og Volkswagen-bílinn þinn.

Spurt og svarað

Hér eru mikilvægustu spurningarnar tengdar nýju eyðslugildunum og svörin við þeim.