Heill heimur möguleika með nettengingu
We Connect fyrir bíla í ID.-línunni
- 2.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,2-16,9; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Velkomin(n) í netþjónustuna fyrir ID.-bílinn þinn
Með We Connect getur þú nýtt þér umferðarupplýsingar á netinu til að sneiða hjá umferðarteppum á leiðinni heim. Þú getur einnig forhitað innanrými bílsins á meðan þú borðar morgunmatinn, uppgötvað nýjar og spennandi útvarpsstöðvar í netútvarpinu* í bílnum og hlustað á hlaðvörp. Í stuttu máli: We Connect færir stafræna möguleika ID.-bílsins þíns upp á nýtt stig. Með fjölda snjallra hjálpartækja sem standa þér til boða frá og með ID. Software 3.0, ef viðkomandi útbúnaður og gagnaáskrift er fyrir hendi.1
Þú getur séð hvort ID.-bíllinn þinn styður We Connect og We Connect Plus hér í samhæfisskoðuninni okkar.
* Til að geta notað netútvarpið þarf að kaupa áskrift frá vw.cubictelecom.com1
- 4
- 4.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,4-17,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Afslappaðri akstur.
- 4
- 4.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,4-17,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Skipuleggðu akstursleiðina og aksturstímann með uppfærslu korta á netinu og nákvæmum umferðarupplýsingum nánast í rauntíma. Sendu áfangastaði í ID.-bílinn með appi Leit að áfangastöðum á netinu vísar þér ekki aðeins á áhugaverða staði og veitingastaði, heldur býður einnig upp á stóran gagnagrunn með ýmiss konar nytsamlegum upplýsingum. Til dæmis er hægt að sýna hleðslustöðvar og laus bílastæði. Þannig verður daglegt líf á ferðinni enn einfaldara. Og einfaldlega enn betra.
Svona virkjarðu We Connect fyrir ID.-bílinn þinn
Fylgdu virkjunarleiðbeiningum okkar til að nota We Connect ID.-appið til að tengjast ID.-bílnum þínum.
- 9.
- Myndir geta verið frábrugðnar
- 10.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Drægni: í blönduðum akstri 402-560 km.
We Connect ID.-appið sótt
Náðu þér í tengingu við rafbílinn þinn og nýttu þér fjarstýrðar aðgerðir, yfirlit yfir helstu upplýsingar um bílinn og hleðsluþjónustuna We Charge. Skannaðu kóðann og hladdu appinu beint niður í farsímann.
Fleiri eiginleikar í In-Car-netversluninni
ID.-bíllinn þinn er vel tengdur. Þú getur því hlaðið nytsamlegum stafrænum vörum beint niður í bílinn og virkjað þær eða framlengt gildandi samninga. Í We Connect-netversluninni og í In-Car-netversluninni, beint í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, sérðu allar vörur sem henta fyrir ID.-bílinn þinn. Þegar um er að ræða vöru sem þarf að greiða fyrir er hægt að virkja hana um leið og greiðsla hefur borist. Farðu einfaldlega yfir gögnin og greiðsluupplýsingarnar og gakktu frá pöntuninni. Nýi eiginleikinn verður þá í boði næst þegar þú setur rafbílinn þinn í gang með nettengingu.
Tengimöguleikar fyrir ID.-gerðir með ID. Software 2.4 eða eldri útgáfur
Ef bíllinn þinn er ekki með að minnsta kosti ID. Software 3.0 getur þú nýtt þér umferðarupplýsingar á netinu, afþreyingu og fjarstýrðar aðgerðir með We Connect Start.
- 13.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílana liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
We Connect Start
Þjónustan We Connect Start14 tengir þig einnig við ID.-bílinn þinn og býður upp á fjölmarga nytsamlega kosti. Þú sérð hvaða hugbúnaðarútgáfu þú ert með í ID.-bílnum þínum á eftirfarandi hátt:
Opnaðu valmyndaratriðið „Uppsetning“ í upplýsinga- og afþreyingarkerfi ID.-bílsins. Farðu því næst í „Kerfisupplýsingar“. Útgáfa ID.-hugbúnaðarins kemur fram í hlutanum „ID.-hugbúnaður“.