VW ID.5 GTX í rauðum lit, framhluti sýnilegur, kona stígur út úr bílnum
1,3

Heill heimur möguleika með nettengingu
We Connect fyrir bíla í ID.-línunni

2.
ID.5 GTX Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 17,1-15,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.

Velkomin(n) í netþjónustuna fyrir ID.-bílinn þinn

Með We Connect getur þú nýtt þér umferðarupplýsingar á netinu til að sneiða hjá umferðarteppum á leiðinni heim. Þú getur einnig forhitað innanrými bílsins á meðan þú borðar morgunmatinn, uppgötvað nýjar og spennandi útvarpsstöðvar í netútvarpinu* í bílnum og hlustað á hlaðvörp. Í stuttu máli: We Connect færir stafræna möguleika ID.-bílsins þíns upp á nýtt stig. Með fjölda snjallra hjálpartækja sem standa þér til boða frá og með ID. Software 3.0, ef viðkomandi útbúnaður og gagnaáskrift er fyrir hendi.1

Þú getur séð hvort ID.-bíllinn þinn styður We Connect og We Connect Plus hér í samhæfisskoðuninniOpna ytri hlekk okkar.

* Til að geta notað netútvarpið þarf að kaupa áskrift frá vw.cubictelecom.com1

Afslappaðri akstur.

Skipuleggðu akstursleiðina og aksturstímann með uppfærslu korta á netinu og nákvæmum umferðarupplýsingum nánast í rauntíma. Sendu áfangastaði í ID.-bílinn með appi Leit að áfangastöðum á netinu vísar þér ekki aðeins á áhugaverða staði og veitingastaði, heldur býður einnig upp á stóran gagnagrunn með ýmiss konar nytsamlegum upplýsingum. Til dæmis er hægt að sýna hleðslustöðvar og laus bílastæði. Þannig verður daglegt líf á ferðinni enn einfaldara. Og einfaldlega enn betra.

Svona virkjarðu We Connect fyrir ID.-bílinn þinn 

Fylgdu virkjunarleiðbeiningum okkar til að nota We Connect ID.-appið til að tengjast ID.-bílnum þínum.

We Connect ID.-appið sótt
9,10
9.
Myndir geta verið frábrugðnar
10.
ID.3 Pro Performance: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 13,5-12,9; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++. ID.3 Pro S (4 og 5 dyra): Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 13,7-13,1; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.

We Connect ID.-appið sótt

Náðu þér í tengingu við rafbílinn þinn og nýttu þér fjarstýrðar aðgerðir, yfirlit yfir helstu upplýsingar um bílinn og hleðsluþjónustuna We Charge. Skannaðu kóðann og hladdu appinu beint niður í farsímann.

Fleiri eiginleikar í In-Car-netversluninni

ID.-bíllinn þinn er vel tengdur. Þú getur því hlaðið nytsamlegum stafrænum vörum beint niður í bílinn og virkjað þær eða framlengt gildandi samninga. Í We Connect-netversluninniOpna ytri hlekk og í In-Car-netversluninni, beint í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, sérðu allar vörur sem henta fyrir ID.-bílinn þinn. Þegar um er að ræða vöru sem þarf að greiða fyrir er hægt að virkja hana um leið og greiðsla hefur borist. Farðu einfaldlega yfir gögnin og greiðsluupplýsingarnar og gakktu frá pöntuninni. Nýi eiginleikinn verður þá í boði næst þegar þú setur rafbílinn þinn í gang með nettengingu.

Tengimöguleikar fyrir ID.-gerðir með ID. Software 2.4 eða eldri útgáfur

Ef bíllinn þinn er ekki með að minnsta kosti ID. Software 3.0 getur þú nýtt þér umferðarupplýsingar á netinu, afþreyingu og fjarstýrðar aðgerðir með We Connect Start.

Hvítur VW ID.3 sýnilegur frá hlið, kona gengur að bílnum, varpaða merkið í fókus

We Connect Start

Þjónustan We Connect Start11 tengir þig einnig við ID.-bílinn þinn og býður upp á fjölmarga nytsamlega kosti. Þú sérð hvaða hugbúnaðarútgáfu þú ert með í ID.-bílnum þínum á eftirfarandi hátt:
Opnaðu valmyndaratriðið „Uppsetning“ í upplýsinga- og afþreyingarkerfi ID.-bílsins. Farðu því næst í „Kerfisupplýsingar“. Útgáfa ID.-hugbúnaðarins kemur fram í hlutanum „ID.-hugbúnaður“. 

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

We Connect. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Samhæfisskoðun. Athugaðu hvort bíllinn þinn styður We Connect eða Car-Net.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect- og We Connect Plus-þjónustu fyrir ID.-línuna þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði í We Connect / We Connect Plus. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Samningurinn fyrir We Connect fyrir ID.-línuna er ekki takmarkaður við þriggja ára gildistíma. We Connect Plus gildir í þrjú ár fyrst um sinn en að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina gegn gjaldi. Skrá þarf bílinn á myvolkswagen.net eða með We Connect ID.-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Plus-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Ef skráning fer fram síðar styttist tíminn sem hægt er að nota þjónustuna ókeypis sem því nemur. Sumri netþjónustu í We Connect / We Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með We Connect ID.-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus getur verið breytilegt eftir löndum. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID.-línuna.
3.

Eyðslu- og losunartölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Frá 1. september 2017 fer gerðarviðurkenning tiltekinna nýrra bíla þegar fram samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP), raunhæfari aðferð til mælingar á eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Frá og með 1. september 2018 verður WLTP tekin upp í skrefum í stað eldri aðferðafræðinnar NEDC (New European Driving Cycle). Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Sem stendur er enn skylt að birta upplýsingar um NEDC-gildi. Þegar um nýja bíla er að ræða sem hafa fengið gerðarviðurkenningu samkvæmt WLTP eru NEDC-gildin reiknuð út frá WLTP-gildunum. Einnig er hægt að birta upplýsingar um WLTP-gildi að eigin frumkvæði þar til skylt verður að nota þær. Þar sem NEDC-gildi eru gefin upp á bili eiga þau ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs. Þau eru eingöngu ætluð til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi (www.dat.de/co2). Bílum er skipað í nýtniflokka út frá CO2-losun að teknu tilliti til tómaþyngdar bílsins hverju sinni. Bílar sem eru í samræmi við meðaltal fá flokkunina D. Bílar með betri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina A+++, A++, A+, A, B eða C. Bílar með verri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina E, F eða G. Upplýsingarnar sem hér koma fram eiga við um EB-gerðarviðurkenningu valinnar bílgerðar og staðalbúnaðar hennar samkvæmt tilskipun 2007/46/EB. Aukabúnaður sem þú velur við útfærslu á bílnum getur haft í för með sér að útfærslan með völdum búnaði teljist til annarrar viðurkenndrar gerðar en útfærsla án valda aukabúnaðarins. Það getur leitt til þess að upplýsingarnar fyrir sérútfærslu bílsins verði frábrugðnar. Tilgreind CO2-gildi eru samkvæmt mælingum sem fóru fram í tengslum við gerðarviðurkenningu bílsins.

6.
Sem stendur er raddstýring á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, dönsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, ítölsku, hollensku, norsku, pólsku, portúgölsku, sænsku, spænsku og tékknesku.
7.
We Connect-netþjónusturnar nota 2G-/3G-/LTE-farsímakerfi. Síðan 2020 hafa símafyrirtækin smátt og smátt verið að taka 2G-/3G-farsímakerfin úr umferð. Hugsanlega skerðist netþjónustan frá og með þessum tíma.
8.
Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).
11.
Til þess að geta notað We Connect Start-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect Start með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan We Connect Start-samning við Volkswagen AG á netinu. Skrá þarf bílinn með We Connect ID. App (sem hægt er að sækja í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Start-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustu We Connect Start. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu; þjónusturnar „Netútvarp“ og „Wi-Fi-aðgangsstaður“ eru þó undanskildar. Hægt er að nota þjónusturnar „Netútvarp“ og „Wi-Fi-aðgangsstaður“ með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Til þess að nota ókeypis forritið We Connect ID. App þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Framboð á einstaka þjónustu sem lýst er í pökkunum getur verið mismunandi eftir bílnum, útbúnaði hans og landi hverju sinni. Þjónustan er í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kann að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.