Kona hallar sér upp að Volkswagen-bíl og horfir á farsímann sinn

Kynntu þér hvaða netþjónustur eru í boði fyrir þig 

Hér færðu yfirlit yfir hvaða netþjónustur eru í boði í Volkswagen-bílnum þínum.  

Hér færðu yfirlit yfir hvaða netþjónustur eru í boði í Volkswagen-bílnum þínum.  

 Hvað er Connectivity?

Nettengdar þjónustur Volkswagen tengja bílinn þinn við internetið, bjóða þér upp á meiri þægindi og afþreyingu og geta komið sér vel í neyðartilvikum. Þú færð til dæmis skjóta hjálp þegar bíllinn bilar, umferðarupplýsingar nánast í rauntíma, betri afþreyingu með streymi og netútvarpi eða áminningar um næstu þjónustuskoðun ef þess er óskað. Í farsímanum hefur þú auk þess alltaf góða yfirsýn yfir helstu þjónustur og upplýsingar fyrir bílinn þinn.

Athugaðu að það hvort tilteknir eiginleikar eru í boði og hvaða skilyrði eiga við fyrir þá fer eftir völdu þjónustunni hverju sinni. Hér sérðu hvaða netþjónustur eru í boði í Volkswagen-bílnum þínum:            

Kona stígur inn í Volkswagen-bíl

VW Connect og We Connect

Nýjasta kynslóð netþjónustu. Í öllum bílum sem styðja VW Connect eða We Connect1, til dæmis Golf, Passat, Tiguan og fjölmörgum öðrum nýjum bílum frá Volkswagen getur innbyggt e-SIM-kort séð til þess að bíllinn sé nettengdur frá fyrsta degi.

Einstaklingur horfir á farsíma og notar Volkswagen-appið
2,3
2.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,4-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Drægni: í blönduðum akstri 480-544 km. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.

VW Connect og We Connect fyrir ID.-bílinn þinn

VW Connect og We Connect fyrir ID.4 tengja þig við bílinn þinn. Innbyggt eSIM-kort sér til þess að ID.-bíllinn þinn geti tengst netinu strax frá fyrsta degi og býður þannig upp á afþreyingu, umferðarupplýsingar á netinu, fjaraðgerðir og margt fleira. 

Kona er með barn í fanginu og gengur að Volkswagen-bílnum sínum
5

Car-Net

Með netþjónustum Car-Net kemstu hraðar á áfangastað og hefur allar helstu upplýsingar við höndina – með umferðarupplýsingum nánast í rauntíma, upplýsingum um verð á bensínstöðvum og upplýsingum um laus bílastæði. Einnig er hægt að stjórna tilteknum eiginleikum með þægilegum hætti úr fjarlægð með því að nota farsímann sem fjarstýringu.5

--:--

App-Connect

Bættu við möguleikum - með App-Connect getur þú notað tiltekin öpp í farsímanum á snertiskjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins: Apple CarPlay og Android Auto frá Google – báðar þessar framsæknu tæknilausnir standa þér til boða og bjóða upp á fjölda gagnlegra og skemmtilegra eiginleika. 6

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Samhæfisskoðun. Hér færðu yfirlit yfir hvaða netþjónustur eru í boði í Volkswagen-bílnum þínum. 

Netþjónusturnar. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Til þess að geta notað VW Connect- / We Connect-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í VW Connect / We Connect með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect eða VW Connect Plus eða We Connect eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Fyrir VW Connect Plus / We Connect Plus þarf að skrá bílinn á www.myvolkswagen.net eða með Volkswagen-appinu innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann.  Fyrir viðskiptavini með VW Connect og VW Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu „Cubic Telecom“ og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Fyrir viðskiptavini með We Connect og We Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota streymisþjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu „Cubic Telecom“ og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessar þjónustur með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Til þess að geta notað ókeypis Volkswagen-appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.    Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum VW Connect og VW Connect Plus eða We Connect og We Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu. 
3.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.

4.
Til þess að geta notað þjónustur VW Connect og VW Connect Plus eða We Connect og We Connect Plus fyrir ID. línuna þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn í VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan VW Connect- / VW Connect Plus- eða We Connect- / We Connect Plus-samning við Volkswagen AG á netinu. Skrá þarf bílinn á myvolkswagen.net eða með Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað VW Connect Plus- / We Connect Plus-þjónustuna ókeypis allan umsamda upprunalega gildistímann. Ef skráning fer fram síðar styttist upprunalegi gildistíminn sem því nemur. Sjá má nákvæmar upplýsingar um gildistíma þegar þjónustan er virkjuð eða að því loknu á myvolkswagen.net. Þegar upprunalegi gildistíminn fyrir VW Connect Plus / We Connect Plus er liðinn er hægt að framlengja gildistímann gegn gjaldi. Sumum netþjónustum í VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með Volkswagen-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).   Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum VW Connect og VW Connect Plus eða We Connect og We Connect Plus. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID. línuna.  
5.
Til þess að geta notað Car-Net-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan samning við Volkswagen AG á netinu. Til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann þarf að skrá bílinn á www.myvolkswagen.net eða með appinu Volkswagen We Connect“ (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins. Ef skráning fer fram síðar styttist tíminn sem hægt er að nota þjónustuna ókeypis sem því nemur. Aðeins er hægt að nota netþjónustuna Car-Net Guide & Inform með aukabúnaðinum Discover Media og Discover Pro. Einnig þarf fartæki sem getur tengst internetinu (t.d. farsíma) og hægt er að nota sem Wi-Fi-aðgangsstað. Með símatenginu „Business“, sem er fáanlegt sem aukabúnaður, ásamt leiðsögukerfinu Discover Pro er einnig hægt að nota farsíma sem styður rSAP (remote SIM Access Profile) eða SIM-kort með síma- og gagnaáskrift. Car-Net-þjónustan er aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Við mælum eindregið með því að samið sé við símafyrirtækið um greiðslu á föstu gjaldi fyrir ótakmarkað gagnamagn vegna notkunar Car-Net-þjónustunnar. Til þess að nota ókeypis We Connect-appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Framboð á Car-Net-þjónustu getur verið mismunandi eftir löndum. Þjónustan er í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kann að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar um Car-Net á connect.volkswagen.com og hjá söluaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrá fyrir farsímaáskrift fást hjá viðkomandi símafyrirtæki.
6.
Aðeins í boði með útvarpstækjunum Composition, Composition Colour, Composition Media og Ready 2 Discover eða leiðsögukerfunum Discover Media og Discover Pro. App-Connect gerir kleift að nota tæknilausnirnar Apple CarPlay og Android Auto. Það eru Apple og Google sem bera ábyrgð á þessum tæknilausnum og þar af leiðandi hefur Volkswagen AG engin áhrif á það hvort Apple CarPlay og Android Auto séu í boði í tilteknum löndum, en framboð þeirra getur verið mismunandi eftir löndum. Upplýsingar um hvar Apple CarPlay er í boði er að finna á https://www.apple.com/is/ios/feature-availability/#apple-carplay og fyrir Android Auto á https://www.android.com/intl/is_is/auto/. Eiginleikarnir kunna að taka efnislegum breytingum eða hætt getur verið að bjóða upp á þá meðan á samningstímanum stendur. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. Hvað þetta varðar skal einnig hafa í huga að sum öpp eru ekki í boði fyrir báða tengimöguleikana. Nálgast má upplýsingar um samhæfa farsíma fyrir Apple CarPlay á https://apple.com/is/ios/carplay/ og fyrir Android Auto á https://android.com/intl/is_is/auto/. Apple CarPlay er vörumerki í eigu Apple Inc. Android Auto er vörumerki í eigu Google LLC.