Ef þú gætir fundið samgöngur upp á nýtt, hvað myndir þú gera? Við höfum framtíðarsýn sem mun gera hversdagslífið þitt rafmagnað. Rafbíll sem gerir lífið þitt betra. Bíll sem er svo gáfaður að hann skilur þig. Og svo vel tengdur að hann er nærri þér en nokkru sinni fyrr. Fullur af tækni sem færir þig fram á við. Sem gefur orðinu frelsi nýja merkingu. Og er þér hvatning til að kanna hið óþekkta.
Okkar markmið er að skapa rafbíl fyrir alla. Og af því sérhver manneskja er einstök og hefur mismunandi þarfir þá höfum við búið til fullkominn bíl fyrir hvern og einn. Þessir bílar eru svo persónulegir að þeir passa þér í einu og öllu. Fjölskyldunni þinni líka. Og starfinu þínu. Til dæmis hugmyndabíllinn okkar, ID Crozz. Þessi framsækni „crossover“ jeppi sameinar styrk fólksjeppans og glæsileika blæjubílsins. Og hann er mjög hagnýtur líka og finnur sig jafn vel í borginni og í óbyggðunum. Alveg eins og þú. Hann opnar líka heim fullan af möguleikum. Átakalaust. Heim sem knúinn er rafmagni eingöngu.
Með ID. Crozz hefur þú frelsi til að gera það sem skiptir þig mestu máli. Hvaða ferð sem þú hefur valið. Þess vegna er drægið nægilega langt til að nánast enginn áfangastaður er of langt í burtu. Svo þú skalt bara fara úr borginni og út í óvissuna. Rúmgott innanrýmið er hannað til þess að þér líði eins og heima hjá þér. Hann er sveigjanlegur og plássgóður. Svo mikið pláss að þú getur jafnvel tekið fjallahjólið þitt með líka. Og allan farangur sem þú þarft fyrir fríið. Framsækin tækni sem skilar hreinu og fersku lofti. Að innan og utan. Útblástursfrír rafmótor og bíllinn er svo hljóðlátur að þú getur notið náttúrunnar með öllum skilningarvitunum, frá skóglendi og upp í fjallaskörð. Og þökk sé kraftmiklu fjórhjóladrifinu þá geturðu kannað staði sem þú hefur aldrei séð áður. ID. Crozz er alltaf klár í ævintýraferð. Hann er hvatvís eins og þú.
Frumgerðin af ID. Crozz frá Volkswagen endurspeglar framtíð rafaksturs. Hann er hlaðinn nýjungum sem gera þér kleift að komast mjúklega í gegnum allar hindranir á veginum. Einhvern tíma í framtíðinni mun bíllinn meira að segja aka sjálfur svo þú þarft ekkert að gera nema að halla þér aftur og njóta útsýnisins. Og þú getur meira að segja talað við þennan stafrænt tengda bíl. Segðu hæ við frelsið.
Plásssparandi kraftaverk. Meira pláss fyrir þínar hugmyndir.
ID. Crozz er hannaður til að veita þér meira frelsi. Og meira pláss. Við hönnun þessa bíls kappkostuðum við að sleppa öllum óþarfa. Sjá til dæmis B-stafina. Og aftursætin og miðstokkinn er ansi auðvelt að aðlaga. Niðurstaðan er sú að þú hefur meira pláss fyrir hlutina sem skipta þig máli.