Aukin framþróun rafdrifinna bíla

Nýr ID.3 er nýjasta viðbótin í ID. línunni frá Volkswagen, enn þróaðari en forveri hans. Hreinar línur í yfirbyggingunni gefa ID.3 þroskaðara útlit, á meðan stemmingin í innra rýminu einkennist af hágæða efnisvali og úrvali aðstoðarkerfa. ID.3 er í fremstu röð þegar kemur að tæknilegri þróun rafdrifinna samgöngumöguleika.

Nýsköpun sem auðveldar lífið.

Nýr ID.3 sem byggður er á sérsniðinni útgáfu af (MEB) rafbílagrunninum er þróaðari á margan hátt, þökk sé hinum nýja ID. hugbúnaði. Í aukinni þróun felast til að mynda hentugir hleðslumöguleikar og aðrar gagnlegar lausnir sem hægt er að bæta við sem uppfærslum jafnvel eftir að bíllinn hefur verið keyptur.

--:--
Háþróað leiðsögukerfi

Hátækni mætir raunveruleikanum: Stafrænum upplýsingum, eins og örvum frá leiðsögukerfinu er varpað á hluta framrúðunnar. Þá eru leiðbeiningar um hvert skal ekið komnar inn fyrir sjónsvið ökumanns. Þessar upplýsingar geta einnig innihaldið hraða sem ekið er á auk annarra mikilvægra upplýsinga líkt og hraðatakmarkana. 

Að auki er hægt að nýta sér stafrænar viðbætur við hefðbundna leiðsögukerfið, þar sem mögulegt er að sjá beygjuörvar á yfirborði vegar. Þessi möguleiki er nú enn betur innleiddur í umhverfið og með þessu sér ökumaður nákvæmlega hvar á að aka og hvenær á að beygja. Þetta hjálpar þér að komast á áfangastað á afslappaðri máta og án þess að taka augun af veginum. 

Þá getur stafræna viðbótin einnig nýst til að sýna t.d. hringtorg, hversu langt er í áfangastað og stöðuna á hleðslu rafhlöðunnar (SOC). 

ID.3 sækir uppfærslur í gegnum smáforrit. Hvort sem um er að ræða leiðsögukerfið eða snjallari loftkælingu - með smáforriti, getur þú haldið áfram að uppfæra nýjan ID.3 með alveg nýrri virkni, jafnvel eftir að þú hefur keypt hann.

Sjáðu nýjan ID.3 með eigin augum

Tengimöguleikar: Stafræn tenging við þinn ID.

Tengimöguleikarnir frá Volkswagen veita þér aukin þægindi og meiri afþreyingu. Tenging ID. við Internetið og snjallsímann þinn hjálpar þér að komast áreynslulaust á áfangastað - þú bara keyrir.