App-Connect. Svona geturðu notað öppin þín í bílnum.

App-Connect. Svona geturðu notað öppin þín í bílnum.

Svona virkar forritið

Viltu geta notað öppin í snjallsímanum þínum á öruggan og þægilegan hátt í bílnum? Með App-Connect hefur það aldrei verið auðveldara. Með því er hægt að nota tiltekin öpp og tiltekið efni beint í Volkswagen-bílnum.Síminn er tengdur við bílinn með snúru og birtast öppin og efnið þá beint á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Þannig er til dæmis hægt að spila tónlist, hlusta á fréttir, skoða kort eða hlusta á hljóðbækur á einfaldan og þægilegan hátt. Volkswagen býður upp á þrenns konar tengimöguleika fyrir snjallsíma sem hver um sig býður upp á fjölda kosta: Apple CarPlay, Android Auto frá Google og MirrorLink. Í bílum sem styðja We Connect er nú líka einstaklega þægilegt að nota Apple CarPlay og Android Auto frá Google með þráðlausa tengimöguleikanum fyrir leiðsögukerfin Discover Media og Discover Pro, sem og fyrir Ready 2 Discover. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. 1

Tengimöguleikar með App-Connect

Android Auto

Android Auto

Með Android Auto frá Google geturðu notað tiltekin öpp í snjallsímum með öruggum hætti í bílnum. Í bílum sem styðja We Connect er þráðlaus tenging nú einnig í boði.

Meira um Android Auto

MirrorLink

MirrorLink

Með MirrorLink verður þú ekki lengur að nota ýmis gagnleg forrit með því að sleppa stýrinu.

Meira um MirrorLink

Hafðu samband við okkur

Hafðu samband við okkur

Kontakt

Ertu með spurningar, hugmyndir eða svörun? Þú mátt gjarnan hringja í okkur.

Þú nærð í okkur í símanúmerið 800 - 4158 (gjaldfrjálst á öllum íslenskum Netum). Það er hægt að ná í okkur allan sólarhringinn. Ef símafyrirtækið þitt styður ekki þetta gjaldfrjálsa númer skaltu hringja í  síma: 539 - 0670. Kostnaður fer eftir gjaldskrá símafélagsins hverju sinni. Þegar hringt er erlendis frá geta reikigjöld átt við.

Þú mátt einnig gjarnan senda okkur tölvupóst á netfangið:
appconnect-support@volkswagen.deOpna póst hlekk

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Aðeins í boði með útvarpstækjunum Composition, Composition Colour, Composition Media og Ready 2 Discover eða leiðsögukerfunum Discover Media og Discover Pro. App-Connect nær yfir tæknina Apple CarPlay, Android Auto og MirrorLink. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. Hvað þetta varðar skal einnig hafa í huga að sum öpp eru ekki í boði fyrir alla þrjá tengimöguleikanna, þjónustuaðilinn kann að gera breytingar á eiginleikunum eða hætta að bjóða upp á þá meðan á samningstímanum stendur og að framboðið á þessari tækni getur verið mismunandi eftir löndum. Nálgast má upplýsingar um samhæfa snjallsíma fyrir Apple CarPlay á https://support.apple.com/en-is/HT205634, fyrir Android Auto á https://www.android.com/intl/is_is/auto/ og fyrir MirrorLink á https://mirrorlink.com/. Apple CarPlay er vörumerki í eigu Apple Inc. Android Auto er vörumerki í eigu Google LLC. MirrorLink er skráð vörumerki Car Connectivity Consortium LCC.
3.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.

4.
Til þess að geta keypt Upgrade-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilegu eiginleikum og vélbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Það getur farið eftir árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrade-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í We Connect-netversluninni á shop.volkswagen-we.com. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og í We Connect-netversluninni með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrade-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja Upgrade-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.