Stafrænt stjórnrými VW ID.5, horft yfir stýrið og snertiskjáinn, á skjánum sést In-Car-netverslunin
1,2
1.
ID.5 Pro: Orkunotkun í blönduðum akstri: 17,3-15,4 kWh/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km; CO₂-flokkur: A. Upplýsingar um notkun, CO₂-losun og CO2-flokka á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn. 

Upgrades – opnað fyrir nýja eiginleika

Volkswagen-bíllinn þinn getur gert meira

Sem VW Connect- eða We Connect-notandi getur þú bætt tilteknum eiginleikum við Volkswagen-bílinn þinn eftir að þú kaupir hann – á einfaldan og sveigjanlegan hátt með Upgrade-eiginleikum úr In-Car-netversluninni eða úr Volkswagen Connect-versluninniOpna ytri hlekk.

Upgrades-eiginleikar fyrir bíla í ID.-línunni

Hladdu niður eiginleikum fyrir ID.-bílinn þinn Hvernig væri til dæmis að nýta sér kosti leiðsögukerfis í næsta fríi eða að kaupa frekari eiginleika fyrir loftræstinguna? Einfalt mál með réttu Upgrades4-eiginleikunum fyrir bíla í ID. línunni.

Athugaðu: Í boði fyrir ID.-bíla með ID. Software 3.0 eða nýrri útgáfu frá verksmiðju. 4

VW T-Cross, VW Golf og VW Tiguan standa hlið við hlið með bláan himinn í bakgrunni

Upgrades-eiginleikar fyrir Volkswagen-bílinn þinn

Bættu eiginleikum við Volkswagen-bílinn þinn eftir þörfum hverju sinni. Virkjaðu viðeigandi Upgrade5-eiginleika fyrir bílinn þinn beint í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

2.
Upplýsingarnar um notkun og losun eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, raforkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins.
4.
Til þess að geta keypt Upgrades-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi VW Connect- / We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilega eiginleika, vélbúnaði og hugbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur einnig farið eftir árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrades-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl eftir gerðum í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninni á connect-shop.volkswagen.com. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og/eða í Volkswagen Connect-versluninni með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur verið mismunandi í netversluninni og í In-Car-netversluninni. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrades-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja Upgrades-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn það sem eftir er gildistímans, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla. Athugaðu að Volkswagen ID. bíla sem koma frá verksmiðju með ID. Software 3.0 þarf að uppfæra í hugbúnaðarútgáfu 3.2.1 til þess að þeir styðji nýja Upgrades-eiginleika. Þessi uppfærsla er framkvæmd án endurgjalds hjá viðurkenndum Volkswagen-verkstæðum, Volkswagen-samstarfsaðilum. Frá og með hugbúnaðarútgáfu 3.0 er hægt að sjá upplýsingar um hugbúnaðarútgáfu ID.-bílsins undir „Uppsetning / Kerfisupplýsingar“ í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins.
5.
Til þess að geta keypt Upgrades-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi VW Connect- / We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilega eiginleika, vélbúnaði og hugbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur einnig farið eftir árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrades-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl eftir gerðum í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninni á connect-shop.volkswagen.com. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og/eða í Volkswagen Connect-versluninni með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Framboð á Upgrades-eiginleikum getur verið mismunandi í netversluninni og í In-Car-netversluninni. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrades-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja Upgrades-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn það sem eftir er gildistímans, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.
6.

Þegar þú kaupir nýjan bíl getur þú notað stafrænar þjónustur VW Connect (Plus), We Connect (Plus) eða VW Connect (Basic / Navigation) þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess að geta notað þjónustur VW Connect (Plus), We Connect (Plus) eða VW Connect (Basic / Navigation) þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði. Þegar búið er að stofna Volkswagen ID-notandareikning og tengja hann við bílinn þinn getur þú notað stafrænu þjónustuna – sem fer eftir bíl, landi, hugbúnaði og útbúnaði hverju sinni – þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect (Plus), We Connect (Plus) eða VW Connect (Basic / Navigation) við Volkswagen AG á netinu á www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Það hversu lengi gjaldfrjálsi samningstíminn varir fer eftir því hvenær þú virkjar stafrænu þjónusturnar. Í síðasta lagi þegar 90 dagar eru liðnir frá því bíllinn var fyrst afhentur byrjar upprunalegi samningstíminn sem boðið er upp á ókeypis að styttast. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um gildistíma samningsins fyrir bílinn þinn á myVolkswagen á slóðinni www.myvolkswagen.net.

Sumum netþjónustum í We Connect / We Connect Plus eða VW Connect / VW Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með Volkswagen-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).   Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum We Connect og We Connect Plus eða VW Connect og VW Connect Plus. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID. línuna.