Hægt er að velja og setja upp Upgrade-eiginleika í In-Car-netversluninni á skjá studda Volkswagen-bílsins.
1

Upgrade-eiginleikar.
Stilltur inn á þína framtíð.

Búðu bílinn undir framtíðina! Þegar þér hentar.

We Connect2 veitir þér aðgang að nýjustu kynslóð netþjónustu í fjölmörgum gerðum Volkswagen-bíla. Bíllinn getur verið nettengdur frá fyrsta degi og þá stendur þér til boða mikið úrval We Connect-þjónustu. Þegar búið er að virkja þjónustuna og skrá sig inn með Volkswagen ID gerir We Connect daglega lífið umtalsvert þægilegra. Nýr möguleiki er að hægt er að bæta völdum eiginleikum við Volkswagen-bílinn eftir að hann er keyptur. Þú getur sniðið bílinn að þínum þörfum, þegar þér hentar. Á einfaldan hátt ýmist í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í We Connect-netversluninniOpna ytri hlekk. Hér getur þú sem We Connect-aðalnotandi séð hvaða Upgrade1-eiginleikar eru í boði fyrir bílinn þinn á hverjum tíma og pantað þá beint í gegnum netið.

--:--

Volkswagen-bíllinn þinn getur alltaf lært eitthvað nýtt: Upgrade-eiginleikar fyrir bíla sem styðja We Connect

Það er sama hvort það er í T-Roc, Tiguan, Touran eða Polo: Ef þig vantar leiðsögukerfi í Volkswagen-bílinn þinn geturðu einfaldlega keypt það eftir á.

Leiðsögukerfi: Rataðu rétta leið

Þarftu betri yfirsýn yfir akstursleiðina? Opnaðu þá fyrir leiðsögueiginleika í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu Ready 2 Discover eftir á og bættu þannig þægilegu og aðgengilegu leiðsögukerfi við bílinn þinn. Þegar þú opnar fyrir eiginleikana færðu innbyggt, þægilegt og aðgengilegt leiðsögukerfi með kortum fyrir Evrópu og aðgangi að áfangastöðum (POI). Eftir að opnað er fyrir eiginleikana í bílnum verða þeir alltaf í boði óháð internettengingu eða We Connect-samningi. Auk þessara hagnýtu eiginleika sem hægt er að nota án nettengingar býður We Connect Plus-leyfi einnig upp á fleiri gagnlegar netþjónustur til viðbótar. Með umferðarupplýsingum á netinu færð þú sem aðalnotandi upplýsingar um breytingar og hættur á akstursleiðinni því sem næst í rauntíma auk þess sem leiðarútreikningur á netinu sér til þess að leiðsögnin verði sem best. Ef stillingin „Deila staðsetningu“ er valin í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eru kortagögn uppfærð sjálfkrafa með reglulegu millibili með eiginleikanum „Uppfærsla korta á netinu“ þegar bíllinn er tengdur við netið.

Hægt er að virkja raddstýringuna eftir á til þess að geta stjórnað Volkswagen-bílnum á þægilegan hátt með raddskipunum.

Raddstýring3: „Halló Volkswagen

Volkswagen-bíllinn þinn skilur þig. Þú segir einfaldlega „Halló Volkswagen“ til að byrja að tala við bílinn og getur þannig stjórnað tilteknum atriðum á borð við símann, afþreyingu og leiðsögukerfi á öruggan og þægilegan hátt. Til þess að geta notað raddskipanir í bílnum þarf að opna fyrir raddstýringu í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu Ready 2 Discover 4 eða Discover Media. Allt eftir bílgerð og útbúnaði getur verið hægt að stjórna fjölda aðgerða í bílnum með raddstýringu. Þannig geturðu haldið athyglinni á veginum og notið akstursins enn betur.