Die Car-Net Online-Dienste für Ihren mobilen Alltag
1
Die Car-Net Online-Dienste für Ihren mobilen Alltag
1
Die Car-Net Online-Dienste für Ihren mobilen Alltag
1

Car-Net netþjónustan fyrir snjalltengdan hversdaginn

 Uppgötvaðu Car-Net

Með netþjónustu Car-Net ertu alltaf með nýjustu upplýsingar við höndina – því margar Volkswagen-gerðir sem eru eldri en árgerð 2021 eru undirbúnar fyrir Car-Net í staðalútfærslu. Kynntu þér netþjónustuna Car-Net.1

 • Guide & Inform. Með Car-Net hefurðu allar helstu upplýsingar við höndina.
  Guide & Inform. Með Car-Net hefurðu allar helstu upplýsingar við höndina.

Með markmiðið fyrir augum, í rauntíma

 • Guide & Inform. Með Car-Net hefurðu allar helstu upplýsingar við höndina.
  Guide & Inform. Með Car-Net hefurðu allar helstu upplýsingar við höndina.

Með Guide & Inform-þjónustunni í Car-Net hefurðu allar helstu upplýsingar við höndina þegar þú ert á ferðinni. Finndu spennandi áfangastaði í grenndinni, fáðu nýjustu umferðarupplýsingarnar í gegnum internetið og margt fleira.

Car-Net er virkjað og notað með eftirfarandi hætti

Hér færðu leiðbeiningar um hvernig þú virkjar netþjónustuna í We Connect-smáforritinu og færð upplýsingar um hvaða skilyrði þarf að uppfylla.

Skoðaðu leiðbeiningar um virkjun netþjónustu

Að prófa skilyrði

Hvaða þjónusta er í boði fyrir þig?

Er Volkswagen-bíllinn þinn með We Connect eða Car-Net? Eða er hægt að bæta We Connect Go við hann? Hér færðu óformlegt yfirlit yfir hvaða netþjónusta er í boði í bílnum.  

Athuga samhæfi

Hagnýt þjónusta fyrir hvern einasta dag

 • Þetta er Car-Net. Hröð hjálp skv. beiðni
  Þetta er Car-Net. Hröð hjálp skv. beiðni

Þú ert í góðum höndum

 • Þetta er Car-Net. Hröð hjálp skv. beiðni
  Þetta er Car-Net. Hröð hjálp skv. beiðni

Það er gott þegar einhver er alltaf til staðar: Með valfrjálsu neyðarþjónustunni færðu samband við neyðarlínu Volkswagen allan sólarhringinn með því að ýta á rauða SOS-hnappinn. Þegar slys á sér stað þar sem loftpúði blæs út er sjálfkrafa kallað eftir hjálp.

Pakkar, gildistími, verð og skilyrði

Guide & Inform Basic,
1 ár 2), 3)

Guide & Inform Plus,
1 ár 2), 3)

Security & Service
Basic

Security & Service Plus,
1 ár 2), 3) innifalinn e-Manager 1)

e-Remote, 1 ár 2),3)

App-Connect

Verð
(með vsk.)

0 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

0 kr.

34.900 kr.

Framlengt um 1 ár
(Verð með vsk.)

11.200 kr.

11.200 kr.

8.500 kr.

14.000 kr. (8.500 kr.) 4)

Framlengt um 2 ár
(Verð með vsk.)

19.000 kr.

19.000 kr.

13.400 kr.

24.000 kr. (13.400 kr.) 4)

Farsímakostnaður / SIM5

Viðskiptavinur

Viðskiptavinur

Volkswagen

Volkswagen

Volkswagen

Viðskiptavinur

Tæknileg skilyrði

Discover Media

Discover Pro

Neyðarþjónusta

Neyðarþjónusta

Composition Media, Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro

Virkt

Eftir skráningu

Eftir skráningu

Eftir skráningu

Eftir skráningu

Eftir skráningu

Frá verksmiðju

Frekari upplýsingar 

Verð
(með vsk.)

0 kr.

Framlengt um 1 ár
(Verð með vsk.)

11.200 kr.

Framlengt um 2 ár
(Verð með vsk.)

19.000 kr.

Farsímakostnaður / SIM5

Viðskiptavinur

Tæknileg skilyrði

Discover Media

Virkt

Eftir skráningu

Frekari upplýsingar 

Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.
1) e-Manager er aðeins í boði fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla
2) Um nýja bíla gildir eftirfarandi: Leggi viðskiptavinur ekki fram pöntun innan 90 daga frá því að hann fær bílinn afhentan („frestur vegna fyrstu pöntunar“) styttist gildistími gjaldfrjálsu þjónustunnar um sem nemur dagafjöldanum frá lokum frestsins vegna fyrstu pöntunar þar til pöntunin er lögð fram.
3) Undantekning á þessu er: Gildistíma 3 ár í tengstlum við þjónustupakkann „Business Premium“ 
4) Talan innan sviga á við fyrir tengiltvinnbíla.
5) Á við um gagnatengingu milli bíls og gagnaþjóns á vegum Volkswagen AG. Gagnatengingin milli fartækis viðskiptavinarins og gagnaþjónsins þegar notast er við netþjónustu fyrir farsíma í gegnum We Connect-vefgáttina eða We Connect forritið er ekki hluti af þjónustu Volkswagen AG.

We Connect App

Notaðu Car-Net núna með We Connect smáforritinu

Með We Connect smáforritinu færð þú aðgang að netþjónustu Car-Net á snjallsíma þínum. Allir kostirnir í einu smáforriti. Þú sækir bara We Connect smáforritið fyrir stýrikerfi snjallsíma þíns og tengir það við Volkswagen ökutæki þitt.

Disclaimer by Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect aðgerðirnar þarft þú Volkswagen ID notandareikning og þú verður að skrá þig inn í We Connect með notendanafni og aðgangsorði. Ennfremur er sérstakur We Connect - þ.e.a.s. We Connect Plus samningur sem gera þarf við Volkswagen AG. Til þess að geta notað þjónustuna allan gildistímann, hefur þú eftir afhendingu bílsins 90 daga frest til að skrá ökutækið í vefgáttinni portal.volkswagen-we.com. Ef þú skráir bílinn seinna dregst tíminn sem þú frestaðir skráningunni frá gildistímanum. Notkun netþjónustunnar Car-Net, Guide & Inform er einungis möguleg með valkvæðum útbúnaði sem kallast Discover Media eða Discover Pro. Til viðbótar þarft þú snjalltæki sem er tengt við netið (t.d. Snjallsíma), sem hefur getu til þess að virka sem Wi-Fi aðgangsstaður (router). Hinn valkosturinn er að tengja sig með valkostinum „Business“ við leiðsagnarkerfið Discover Pro með farsíma með fjar SIM aðgangssniði (rSAP) eða nota SIM-kort með síma og gagnageymslumöguleikum. Með valkostinum Car-Stick LTE er hægt að tengjast leiðsagnarkerfinu Discover Media og ná þannig internettengingu fyrir leiðsagnartæki þitt, og einnig er þannig hægt að setja upp W-LAN aðgangsstað í ökutæki þínu. Í slíkum tilvikum er umrædd þjónusta einungis aðgengileg að því marki sem gildandi og sjálfstætt gerður samningur um farsímaþjónustu á milli þín og farsímaveitunnar gerir mögulegt og innan þess svæðis sem farsímanetið nær til. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af móttöku gagnapakka af netinu, eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis, og sérstaklega við notkun erlendis (til t.d reikigjöld). Vegna notkunarinnar og þess magns gagnaflutninga sem falla innan ramma Car-Net þjónustunnar er sterklega mælt með föstu gjaldi fyrir gagnaflutninga frá farsímafyrirtæki þínu Nauðsynlegt er að nota snjallsíma með viðeigandi stýrikerfi, annað hvort iOS eða Android og með SIM-korti sem er með gagnaflutningsmöguleika og vera þarf í gildi sjálfstæður samningur um farsímaþjónustu á milli þín og farsímaveitunnar, eigir þú að geta notað ókeypis We Connect Appið. Aðgengileiki að Car-Net þjónustunni getur verið mismunandi eftir löndum. Þjónustan er til staðar á meðan á gildistíma samnings stendur  og breytingar geta verið gerðar á þjónustunni á meðan á gildistíma samings stendur. Frekari upplýsingar um Car-Net færð þú í vefgáttinni portal.volkswagen-we.com og hjá þjónustuaðila þínum; upplýsingar um kostnað vegna nettenginga og snjalltækja færð þú hjá farsímafyrirtæki þínu.
3.

Eyðslu- og losunartölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Frá 1. september 2017 fer gerðarviðurkenning tiltekinna nýrra bíla þegar fram samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP), raunhæfari aðferð til mælingar á eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Frá og með 1. september 2018 verður WLTP tekin upp í skrefum í stað eldri aðferðafræðinnar NEDC (New European Driving Cycle). Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Vegna þessa geta hafa komið fram viðeigandi breytingar eftir 1. September 2018  á skattlagningu ökutækja. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/wltp.html.

Sem stendur er enn skylt að birta upplýsingar um NEDC-gildi. Þegar um nýja bíla er að ræða sem hafa fengið gerðarviðurkenningu samkvæmt WLTP eru NEDC-gildin reiknuð út frá WLTP-gildunum. Einnig er hægt að birta upplýsingar um WLTP-gildi að eigin frumkvæði þar til skylt verður að nota þær. Þar sem NEDC-gildi eru gefin upp á bili eiga þau ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs. Þau eru eingöngu ætluð til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str.1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen (www.dat.de/co2)  

4.
Til þess að geta notað We Connect aðgerðirnar þarft þú Volkswagen ID notandareikning og þú verður að skrá þig inn í We Connect með notendanafni og aðgangsorði. Ennfremur er sérstakur We Connect - þ.e.a.s. We Connect Plus samningur sem gera þarf við Volkswagen AG. Til þess að geta notað þjónustuna allan gildistímann, hefur þú eftir afhendingu bílsins 90 daga frest til að skrá ökutækið í vefgáttinni portal.volkswagen-we.com. Ef þú skráir bílinn seinna dregst tíminn sem þú frestaðir skráningunni frá gildistímanum. Notkun netþjónustunnar gegnum Car-Net er gerð möguleg gegnum innbyggða nettengingu. Sá tengdi gagnakostnaður sem skapast innan Evrópu, fellur á Volkswagen AG innan ramma þess sem netið nær yfir, fyrir utan þjónustu á sviði netútvarps og FM-netútvarps. Fyrir notkun á þjónustu netútvarps og FM-netútvarps, svo og einnig fyrir notkun á Wi-Fi aðgangsstað er hægt að fá gagnapakka sem greiða þarf fyrir gegnum ytri aðila „Cubic Telecom“, en hægt er að nota netþjónustu þeirra innan fjölmargra evrópskra landa. Upplýsingar um verð og um lönd þar sem stutt er við þjónustuna finnur þú á: https://vw.cubictelecom.com. Einnig er mögulegt að nota netútvarpið, FM-netútvarp gegnum snjalltæki eins og snjallsíma sem á möguleika á því að tengjast Wi-Fi aðgangsstaðnum. Í slíkum tilvikum er umrædd þjónusta einungis aðgengileg að því marki sem gildandi og sjálfstætt gerður samningur um farsímaþjónustu á milli þín og farsímaveitunnar gerir mögulegt og innan þess svæðis sem farsímanetið nær til. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af móttöku gagnapakka af netinu, eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis, og sérstaklega við notkun erlendis (til t.d reikigjöld). Nauðsynlegt er að nota snjallsíma með viðeigandi stýrikerfi, annað hvort iOS eða Android og með SIM-korti sem er með gagnaflutningsmöguleika og vera þarf í gildi sjálfstæður samningur um farsímaþjónustu á milli þín og farsímaveitunnar, eigir þú að geta notað ókeypis We Connect Appið. Aðgengileiki einstaka þjónustuþátta sem lýst er í pökkunum sem tengjast Car-Net (Guide & Inform Premium og Security & Service) getur verið mismunandi eftir löndum. Þjónustan er til staðar á meðan á gildistíma samnings stendur  og breytingar geta verið gerðar á þjónustunni á meðan á gildistíma samings stendur. Frekari upplýsingar færðu á slóðinni: www.volkswagen.com/weconnect og hjá Volkswagen umboðsaðila þínum. Upplýsingar um tollagjöld vegna farsímanotkunar færð þú hjá farsímaveitu þinni.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér