Hvað þú þarft til þess að geta notað Car-Net

Þetta þarftu

Car-Net-leiðsögukerfin Discover Media, Discover Pro og Composition Media.

Til þess að þú getir notað Guide & Inform Car-Net-þjónustu þarf Volkswagen-bíllinn þinn að vera með leiðsögukerfi. Meðal annars Discover Media og Discover Pro sem og Innovision Cockpit sem er fáanlegt fyrir Touareg.

Fyrir Car-Net-þjónustupakkann Security & Service þarftu hins vegar eingöngu neyðarþjónustuna og getur notað hann án takmarkana með útvarpinu Composition Media með sama hætti og App-Connect.

Til viðbótar við leiðsögukerfið Discover Pro mælum við með símatenginu „Business“ sem gerir kleift að setja upp Wi-Fi-aðgangsstað í Volkswagen-bílnum. Þannig nýtist fjölbreytileg þjónusta Car-Net þér og farþegum þínum sérstaklega vel. Fyrir leiðsögukerfið Discover Media kemur CarStick LTE   á tengingu við internetið og setur upp Wi-Fi-aðgangsstað í Volkswagen-bílnum þínum með fljótlegum og einföldum hætti.

Með We Connect App geturðu stjórnað ýmis konar þjónustu í gegnum snjallsímann. Ef snjallsíminn er paraður við upplýsinga- og afþreyingarkerfið getur hann einnig séð fyrir internettengingu til þess að nota Car-Net. Fyrir tiltekna eiginleika þarf ákveðinn tæknibúnaður að vera fyrir hendi í bílnum, t.d. þjófavarnarkerfi fyrir þjónustuna „Netþjófavarnarkerfi“. 

Allt eftir því um hvernig bíl er að ræða standa mismunandi hugbúnaðarpakkar til boða sem hægt er að panta gegnum We Connect-vefgáttina (ef það hefur ekki þegar verið gert við kaup á Volkswagen-bílnum). Þegar tæknilegar forsendur hafa verið uppfylltar þarf að stofna notandareikning í nokkrum einföldum skrefum.

  • Leiðsögukerfið Discover Media, Discover Pro eða Discover Premium
  • Úvarpskerfið „Composition Media“ (takmarkað)
  • Android™- eða iPhone™- snjallsími með internettengingu
  • Car-Net-þjónustupakki
  • Volkswagen notandareikningur
We Connect-vefgáttin - innskráning

Til þess að geta notað netþjónustuna fyrir farsíma með þægilegum hætti hvar sem er þarftu fyrst að skrá þig með Volkswagen notandareikningi þínum í We-Connect-vefgáttinni og að skrá þig síðan fyrir bílnum. Ef þú hefur ekki sett upp Volkswagen notandareikning, þá leiðir appið þig skref fyrir skref í gegnum skráninguna.

Notkun kerfisins gegnum We Connect appið og We-Connect-vefgáttina.

We Connect app

Þegar þú ert búin(n) að skrá þig geturðu notað eiginleika Car-Net-þjónustunnar á þægilegan og aðgengilegan hátt í We-Connect-vefgáttinni eða með Volkswagen We-Connect-appinu í farsímanum eða spjaldtölvunni. Sæktu appið hér:

Sækja í App Store

Sækja í Google Play

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér