Skilmálar

 1. Notkunarskilmálar

Notkunarskilmálar

Volkswagen AG veitir upplýsingaþjónustuna sem hér er boðið upp á samkvæmt þessum almennu notkunarskilmálum fyrir notkun á vefsíðu Volkswagen AG.

Skilmálar

 1. Upplýsingar í samræmi við tilskipun 1999/94/EB um eldsneytisnýtingu og losun CO2

  CO2 er sú gróðurhúsalofttegund sem á mestan þátt í hlýnun jarðar. Þær tölur sem hér eru gefnar upp voru fengnar í samræmi við lögbundið ferli. Tölurnar tengjast ekki einum tilteknum bíl og standa ekki fyrir hluta af tilboði, heldur eru þær aðeins gefnar upp til að hægt sé að bera saman ólíkar bílategundir. Eldsneytisnotkun og losun CO2 bílsins veltur ekki eingöngu á skilvirkni eldsneytisnýtingar í bílnum heldur ráðast þessir þættir einnig af aksturslagi og öðrum þáttum sem ekki eru tæknilegs eðlis (t.d. umhverfisaðstæður).

  Viðbótarbúnaður og aukabúnaður (viðbótarhlutir, dekk o.s.frv.) geta verið breytilegir eftir ýmsum lykiltölum bílsins, t.d. þyngd, veltiviðnámi og loftflæði. Þessi búnaður og aukahlutir geta haft áhrif á eldsneytisnotkun / orkunotkun og akstursafkastatölur á sama hátt og veður og akstursskilyrði. Þar sem drægnier gefin upp veltur tölfræði um eldsneytisnotkun og losun CO2 á dekkjagerð og aukabúnaði.

  Upplýsingar í samræmi við tilskipun 1999/94/EB með áorðnum breytingum: Frekari upplýsingar um opinberar tölur um eldsneytisnotkun og losun CO2 í nýjum fólksbílum er að finna í leiðbeiningunum „Guide on the fuel economy, CO2 emissions and power consumption of all new passenger car models“ (Leiðbeiningar um eldsneytisnotkun, losun CO2 og orkunotkun í öllum nýjum bíltegundum) sem eru fáanlegar endurgjaldslaust hjá söluaðilum, hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Straße 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi eða á www.dat.de
 2. Ákvæði og ábyrgð upplýsingaþjónustu

  Uppýsingarnar á þessari vefsíðu voru vandlega unnar af Volkswagen AG og árlegur uppitími hennar er að meðaltali 97,5%. Upplýsingarnar eru ekki bindandi. Volkswagen AG ábyrgist ekki afleiðingar vegna notkunar á þessum upplýsingum, að upplýsingarnar séu réttar, heilar eða í gildi, eða að gæði upplýsinganna samræmist þínum kröfum eða þörfum. Þar sem gögn eru gefin upp í tengslum við bíla á vefsíðum AG ber að líta á þau gögn sem áætluð gögn. Breytingar á hönnun og afköstum, breytingar á söluferli nýrra bíla og breytingar á verði eru, sem áður, áskilin. Upplýsingar um verð og staðalbúnað, lög og reglur og skattalegar reglugerðir og afleiðingar gilda aðeins fyrir sambandslýðveldið Þýskaland. Myndirnar sýna líka aukabúnað og valbúnað sem fylgir ekki staðlaðri útgáfu við afhendingu. Einhverjar upplýsingar sem þjónustan veitir endurspegla skoðanir stjórnarteymis Volkswagen. Svo framarlega sem þessar upplýsingar ná má yfirleitt greina staðhæfingar sem leggja áherslu á framtíð með hugtökum eins og „vænta“, „mun“, „ætla“ og annarra svipaðra hugtaka. Þróun í framtíðinni veltur á fjölbreytilegum, og gjarnan ófyrirséðum, þáttum. Þar af leiðandi er ekki hægt að ábyrgjast réttleika staðhæfinga sem leggja áherslu á framtíð. Stjórnunarteymið mun uppfæra þessar staðhæfingar að eigin geðþótta. Upplýsingar um hlutabréfamarkaði og viðskipti, hlutafjárvirði, vísitölur, verð, fréttir, almenn markaðsgögn o.s.frv. sem fram koma eru eingöngu ætlaðar til að upplýsa gesti á heimasíðu Volkswagen og þeim er ekki ætlað að þjóna sem fjárfestingarráðgjöf eða annars konar ráðgjöf. Volkswagen AG ábyrgist ekki með neinum hætti ráðleggingar sérfræðinga sem finna má á vefsíðunni. Enn fremur ábyrgist fyrirtækið ekki með neinum hætti réttleika og heilleika forsenda og ályktana á bak við þessar ráðleggingar. Gakktu alltaf úr skugga um að upplýsingarnar séu réttar áður þú notar þær. Aðeins er hægt að gefa út bindandi staðhæfingar í svari við sérstökum fyrirspurnum.
 3. Sérstakar upplýsingaþjónustur

  Athugaðu að einhverjar upplýsingar og samskiptaþjónusta sem er aðgengileg í gegnum ákveðnar gáttir á vefsíðu Volkswagen AG heyra líka undir notkunarskilmála viðkomandi vefgáttar.
 4. Þjónusta samstarfsaðila

  Hluti af upplýsingaþjónustunni kemur frá samstarfsaðilum okkar. Vinsamlegast athugaðu að skilmálar samstarfsaðila okkar eiga við þessa þjónustu og þó svo að vefsíða þeirra hafi verið innlimuð á vefsíðu Volkswagen AG felur það ekki í sér meðmæli eða ábyrgð. Volkswagen AG ábyrgist ekki innihald þeirra. Þessir þjónustuaðilar eru ekki fulltrúar Volkswagen AG.
 5. Tenglar á síður þriðja aðila

  Vefsíða Volkswagen AG inniheldur tengla á vefsíður sem er stjórnað af þriðja aðila. Volkswagen AG er ekki eigandi þessara vefsíðna þriðja aðila og ber ekki ábyrgð á innihaldi þeirra.
 6. Leyfileg notkun á þjónustu

  Notkun þín á þessum þjónustum má ekki brjóta á höfundarrétti, rétti á nöfnum og vörumerkjum, eða öðrum eignarrétti þriðja aðila. Til dæmis er allt efni á vefsíðu Volkswagen AG varið. Þar með talið myndir og tónlist auk vörumerkja eins og „Volkswagen“ og „Gold“ sem fram koma á þessum síðum. Það sama gildir um eignarrétt Group fyrirtækja okkar. Ekki ber að skilja þessa vefsíðu né notkunarskilmála sem einhvers konar afsal á leyfum eða öðrum réttindum höfundarréttar Volkswagen AG. Þú skalt leitast við að komast hjá því að nota þjónusturnar með röngum hætti, ekki hunsa öryggisráðstafanirnar sem fram koma hér í upplýsingaþjónustunni, ekki nota veitur eða eiginleika sem leiða til eða gætu leitt til skaða á veitunni eða bilunar á virkni innan Volkswagen AG, þá sérstaklega með breytingum á áþreifanlegri og skipulagslegri uppbyggingu eða netbeinum eða netkerfi Volkswagen AG eða öðrum netkerfum; þú skalt einnig leitast við að komast hjá því að innlima upplýsingaþjónustuna eða hluta hennar á aðrar vefsíður – í einkarekstri eða opinberum rekstri – eða nota þjónusturnar í viðskiptalegum tilgangi.
 7. Samþykki á fótsporum (cookies)

  Fótspor (cookies) eru geymd á tölvunni þinni þegar þú ferð á vefsíðu Volkswagen AG. Þú getur sjálf(ur) ákvarðað notkun og umfang fótspora með því að nota stillingarnar í þinni tölvu (yfirleitt að finna í netvöfrum, t.d. Internet Explorer. Frekari upplýsingar má finna í hlutanum um tæknilegar kröfur). Volkswagen AG gengur út frá því að þú samþykkir notkun fótspora ef vafrinn þinn er stilltur þannig að fótspor eru notuð. Kynntu þér yfirlýsingu okkar um gagnavernd í öllum málum sem tengjast gagnavernd.
 8. Tenglar á vefsíður Volkswagen AG

  Það er leyfilegt að setja tengla á heimasíður Volkswagen AG vefsíða, t.d. www.volkswagen.de, ef: tengillinn endurhleður viðkomandi síðu að fullu og marksíðan sést ekki í ramma á vefsíðunni þinni; Volkswagen AG fær tilkynningu um tengilinn (með því að senda tölvupóst á links@vw- online.de) innan 24 klst. eftir að tenglinum er komið fyrir; og samhengi tengilsins lætur það skýrt í ljós að tengillinn sé af þessari tegund/eða að setningin „Tengill á Volkswagen AG“ eða titill viðkomandi síðu Volkswagen AG sem vísað er til er notaður á síðunni með tengli ásamt setningunni „Tengill á Volkswagen AG“. Tenglar sem víkja frá þessum reglum þurfa samþykki Volkswagen AG áður en þeim er komið fyrir. Volkswagen AG áskilur sér rétt til að neita að tenglum sé komið fyrir þrátt fyrir að þeir uppfylli kröfurnar hér að ofan.
 9. Skaðabótaskylda

  Volkswagen AG er skaðabótaskylt fyrir illan ásetning og vítavert gáleysi í samræmi við löggjöf um skaðsemisábyrgð og fyrir ábyrgðir sem Volkswagen AG gerir sérstaklega. Volkswagen AG er skaðabótaskylt vegna venjulegs gáleysis við brot á mikilvægum skyldum, en þar takmarkast skaðabótarupphæð við venjulegt fyrirsjáanlegt tjón.
 10. Öryggi skilaboðasendinga til Volkswagen AG

  Ef þú vilt senda tölvupóst á Volkswagen AG frá þínu netfangi skaltu hafa í huga að vegna tæknilegrar uppsetningar á internetin þarftu að gera öryggisráðstafanir til að tryggja að efni tölvupóstsins haldist leynt og öruggt. Þú getur notað vörur eins og kóðunarhugbúnað í þessum tilgangi.

  Ef þú vilt senda tölvupóst beint frá skilaboðasvæðinu á vefsíðu Volkswagen AG skaltu hafa í huga að þessi gögn verða send án dulkóðunar og þar af leiðandi tekur Volkswagen AG enga ábyrgð á leynd og heilleika efnisins í tölvupóstinum.
 11. Breytingar á umfangi þjónustu og notkunarskilmálum

  Volkswagen AG áskilur sér rétt til að stækka, minnka eða breyta virkni þjónustunnar eða hluta hennar hvenær sem er. Hröð þróun internetsins gerir það að verkum að við verðum að gera breytingar á þessum notkunarskilmálum með ákveðnu millibil. Vinsamlegast notaðu alltaf nýjustu útgáfu notkunarskilmálanna.
 12. Lagaval

  Þýsk lög, að frátöldum árekstrum við önnur lagaákvæði, gilda um notkun Þjónustunnar auk þessara Notkunarskilmála.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér