Þjónustan virkjuð í Car-Net-vefgáttinni
Hér færðu leiðbeiningar um hvernig þú virkjar netþjónusturnar í Volkswagen-appinu.
Svona virkjarðu Car-Net fyrir notaða bílinn þinn
Með Car-Net verður aksturinn afslappaðri. Hér finnur þú leiðbeiningar um hvernig þú virkjar netþjónustu Car-Net í Volkswagen-bílnum þínum sem og um hvernig þú virkjar Car-Net e-Remote í e-up!.
Viltu finna út hvort bíllinn þinn er með útbúnaði fyrir Car-Net, VW Connect eða We Connect? Hér er farið í samhæfisskoðun.
Virkjun með Volkswagen-appinu
Virkjaðu netþjónustur Volkswagen á þægilegan hátt með farsímanum: Með Volkswagen-appinu stofnar þú notandareikning á einfaldan og fljótlegan hátt og færir þannig netþjónustuna fyrir farsíma inn í bílinn þinn.
Í þessum skriflegu leiðbeiningum sýnum við þér skrefin sem fara þarf í gegnum.
Virkjun e-Remote í e-up!
Car-Net e-Remote býður upp á þægilegan aðgang að helstu eiginleikum e-up!. Í ítarlegum leiðbeiningum okkar er farið með þig í gegnum hvernig þú virkjar e-Remote í e-up!-bílnum þínum.
Tengingu við internetið komið á.
Til þess að geta nýtt þér alla kosti netþjónustunnar fyrir farsíma þarftu að vera með bæði virkt Car-Net-leyfi og internettengingu í bílnum. Hægt er að gera það á mismunandi vegu, allt eftir útbúnaði.
Ef þú vilt lesa leiðbeiningarnar aftur yfir geturðu hlaðið niður skriflegum leiðbeiningum hér fyrir neðan.