Security & Service.
Öryggi á ferðinni.
Security & Service.
Öryggi á ferðinni.
Neyðarþjónusta í Security & Service:
Alltaf til taks. Til að tryggja öryggi þitt.
Með þjónustunni „Neyðarþjónusta“ færðu aðstoð í neyðartilvikum. Þegar alvarleg slys eiga sér stað, til dæmis þar sem loftpúði blæs út, er kallað sjálfkrafa á hjálp. Ef Volkswagen-bíllinn greinir að slys hafi átt sér stað kemur þjónustan á sambandi við neyðarlínu Volkswagen og miðlar mikilvægum upplýsingum til viðbragðsaðila. Einnig er hægt að kalla eftir hjálp handvirkt með því að ýta á hnapp.
- Sendir viðeigandi upplýsingar til neyðarlínu Volkswagen til þess að geta veitt skjóta og persónulega aðstoð
- Veitir persónulega aðstoð þar til hjálp berst
- Einnig er hægt að nota þjónustuna þegar aðrir vegfarendur lenda í slysi
- Hægt er að nota þjónustuna án skráningar frá því bíllinn er afhentur
Þjónusta í Security & Service Basic
Róandi að vita til þess að bíllinn fylgist sjálfur með sér.
„Ástandsskýrsla ökutækis“ veitir upplýsingar um stöðu bílsins hverju sinni, til dæmis áður en haldið er af stað í ferðalag. Skýrslan sýnir fyrirliggjandi viðvaranir og viðhald sem er komið á tíma eða fram yfir tíma og vistar þessar upplýsingar. Auk þess kemur staða akstursaðstoðarkerfa hverju sinni fram.
- Býr sjálfkrafa til skýrslu eftir tiltekinn tíma eða vegalengd
- Sendir tilkynningar í tölvupósti þegar skýrsla hefur verið búin til fyrir bílinn
- Þegar óskað er eftir skýrslu um bílinn er hún búin til um leið og bíllinn tengist netinu
- Sýnir meðal annars upplýsingar um loftþrýsting í hjólbörðum, áfyllingarstöðu vökva, slit í hemlum og viðhaldstímabil
Okkar þjónusta: Sniðin að þér
Svo þú hafir örugglega sem mesta ánægju af akstrinum aðstoðar Volkswagen-bíllinn þig við að panta þjónustuskoðanir. Þegar sinna þarf viðhaldi sendir Volkswagen-bíllinn upplýsingarnar til þjónustuaðila að þínu vali.* Verkstæðið hefur síðan samband við þig og þú getur pantað tíma á þægilegan hátt.
- Lætur vita þegar kominn er tími á viðhald
- Hægt er að finna og velja Volkswagen-þjónustuaðila með einföldum hætti á viðskiptavinasvæði myVolkswagen eða í We Connect-appinu
* Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga er að finna í yfirlýsingunni um gagnavernd á eftirfarandi vefslóð: www.myvolkswagen.net/weconnect-legal-mod123
Svo þú getir haldið ferðinni áfram – sama hvað gerist.
Ef bíllinn bilar erum við komin á staðinn í einum grænum Hægt er að kalla eftir vegaaðstoð með því að ýta á hnapp í bílnum og eru upplýsingar um staðsetningu og bílinn þá sendar til neyðarþjónustu Volkswagen. Starfsmaður hjálpar þér þá að finna hvað olli biluninni eða getur sent til þín þjónustubíl ef ekki tekst að leysa úr vandamálinu strax.
Þjónusta Security & Service Plus
Gerðu notkun þína skilvirkari.
Yfirlit yfir ýmsar aksturstölur: Sjáðu meðaltal aksturshraða og aksturstíma hjá þér til þess að draga úr eldsneytis- eða raforkunotkun.
- Hægt er að skoða aksturstölurnar með þægilegum hætti hvar sem er
- Sýndar eru upplýsingar um meðaltíma í akstri, meðalhraða, ekna vegalengd og meðaleyðslu
- Upplýsingarnar eru uppfærðar eftir hverja ferð
Engar áhyggjur
Með þjónustunni „Ljós og hurðir“ geturðu fullvissað þig um hvort hurðirnar á Volkswagen-bílnum þínum séu læstar og slökkt á ljósunum með þægilegum hætti í appinu. Svo geturðu andað léttar.
- Hægt er að sækja upplýsingarnar í appinu
Fáðu nýjustu upplýsingar.
Fáðu viðeigandi upplýsingar um bílinn þinn settar fram á skýran hátt – hvar sem þú ert. Sjáðu drægi og raunverulega kílómetrastöðu á þægilegan hátt í snjallsímanum.
- Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn með þægilegum hætti hvar sem er
- Veitir upplýsingar um drægi - Sýnir hvenær næsta skoðun og olíuskipti eiga að fara fram
Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn
Manstu ekki hvar þú lagðir Volkswagen-bílnum þínum? Með þjónustunni „Staðsetning á bílastæði“ þarftu aðeins að snerta skjáinn á farsímanum til að sjá hvar bíllinn er. Þú getur einnig fengið upplýsingar um stystu leiðina að bílnum.
- Sýnir hvar bílnum var lagt síðast
- Hægt er að sækja upplýsingarnar á þægilegan hátt í appinu
- Sýnir leiðina að bílnum
- Hægt er að deila staðsetningu á bílastæði með vinum
Þú stjórnar með fjarstýringunni.
Með þjónustunni „Flauta og blikka“ er hægt að fjarstýra flautu og hættuljósum bílsins með We Connect forritinu.
Þú stjórnar hurðunum með smáforritinu.
Hægt er að taka hurðir og skott úr lás og læsa þeim á þægilegan hátt með því að nota snjallsímann sem fjarstýringu. Jafnvel þótt þú sért langt í burtu. Þannig getur betri helmingurinn til dæmis gengið frá innkaupunum í skottinu og sest inn í bílinn jafnvel þótt þú komir ekki strax.