Hleðsla & Drægni

Hversu langt kemst ég?

Rafmagnið kemur þér á áfangastað

ID. Crozz drives along a lake

Þegar þú hugsar um rafknúinn ferðamáta þá kemur alltaf upp spurningin um drægni. Hve langt kemst ég á hleðslunni? Hvernig á ég að skipta upp lengri ferðum? Hvar hleð ég bílinn minn aftur og hvað tekur það langan tíma? Þegar þú skiptir yfir í rafbíl þá einfaldlega hleður þú hann í stuttum hléum á hleðslustöðvum. Stundum er bara 20 mínútna hleðsla nóg fyrir næsta hluta ferðarinnar.

Nýju rafbílarnir okkar eru byggðir á rafdrifsbúnaðinum MEB (modular electric kit) sem kynntur verður á árinu 2019. ID. fjölskyldan mun ná drægni upp á um 330 til 550 km með nýjum WLTP staðli – fer þetta eftir stærð rafgeymis og lögun yfirbyggingar á hverjum og einum bíl.

Í daglegri umferð.

Ferðu í margar stuttar ferðir á hverjum degi? Kannski keyrirðu krakkana í skólann á morgnana, keyrir síðan í vinnuna og ferð síðan að versla í eftirmiðdaginn. Ef þú ert eins og meðalmaðurinn í umferðinni og ekur rafbílnum um 50 km á dag þá þarftu aðeins að hlaða hann einu sinni eða tvisvar í viku, eftir stærð rafgeymisins. Þú getur hlaðið hann heima með því að nota veggbox (Wallbox) sem er valbúnaður. Þetta þýðir að þú getur sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni og byrjað daginn hlaðinn orku.

Það tekur stutta stund að keyra krakkana í skólann og þaðan í vinnuna.

Best er ef vinnuveitendur bjóða starfsfólki upp á að hlaða rafbílana á vinnustaðnum. Þannig getur þú nýtt tímann þegar bíllinn er ekki í notkun og þú þarft aðeins að hlaða hann einu sinni eða tvisvar í viku fyrir venjulegan daglegan akstur.

Illustration of a house with a garage in the middle, around it there is a route that connects office, school and supermarket

Helgarferðir og styttri frí

Þú kemur til með að fara í nokkrar lengri ferðir á rafbílnum á ári, hvort sem það er til að heimsækja ættingja, heimsækja nýja staði eða fara bara aðeins út í náttúruna, um páskana eða í sumarfríinu. ID. Neo getur náð um 400 km (skv. WLTP) á þjóðveginum en það fer eftir stærð rafgeymis.

Þú getur því komist ýmsar vegalengdir og á marga áfangastaði án þess að bæta á hleðsluna. Og ef það dugar ekki geturðu gert stutt hleðslustopp í um 15 til 30 mínútur með úttaki upp á 100 til 123 kW og náð drægi upp á 180 til 320 km. Þetta þýðir að þú þarft ekki að breyta aksturslagi þínu á þessum ferðum enda ertu hvort eð oftast að stoppa einu sinni eða tvisvar á leiðinni í svona löngum ferðum.

Skrepptu í frí í nokkra daga.
Illustration of a house with a garage in the middle, around it there is a route that connects office in another town, house in another town

Þú ferð í fríið

Vissir þú að þú þarft bara að hlaða rafbílinn þrisvar til fjórum sinnum í ferð sem tekur 1.000 km? Þú getur hlaðið rafbílinn upp að 80% með stoppi á rafhleðslustöð með úttaki upp á 100 til 125 kW og 30 mínútna stoppi. Þetta þýðir að þú kemst langar vegalengdir. Við skulum vera hreinskilin. Það er ekkert að því að teygja úr sér og fá sér snarl eða kaffibolla af og til.

Taktu þér hvíld á löngum ferðum og bættu á hleðsluna.
Illustration of a house with a garage as the starting point of a route. Along the route are 3 charging stations: one is surrounded by trees, one is next to a restaurant, one is surrounded by mountains. The finish of the route is a hotel by the beach.

Löng drægni. Mikill sveigjanleiki. 

Ertu nú þegar á rafbíl eða að hugsa um að kaupa þér einn slíkan? Frábært. Núna veist þú að drægnin sem rafbílar búa yfir er meira en þú hélst. Hvort sem það eru stuttar eða langar ferðir, daglegur akstur eða ferðalag í fríinu, þá býður rafbíllinn þér upp á sama sveigjanleika og bensín- eða dísilbíll. Þú getur notað leiðsögukerfið til að finna næstu hleðslustöð fljótt og örugglega þegar þú ert á ferðinni. Sífellt fjölgar hleðslustöðvum á almannafæri.

Illustration of a smartphone with a position needle that points towards a charging station on a map

Skráðu þig, við sendum þér fréttir um leið og þær berast.

Fáðu fréttir frá Volkswagen,
ID.3 1ST, forsölum, nýjum bílum, sýningum og ýmsu fleiru.