The Volkswagen ID. SPACE VIZZION from the front

ID. SPACE VIZZION
Ný vídd í rafakstri

1.
Concept Car

Lögunin fylgir aksturslaginu.

Með sínu frábæra loftflæði og framsækna rafdrifi býður ID. SPACE VIZZION upp á þægindi og framúrskarandi akstur. Nýr flokkur ökutækja sem geta sett ný viðmið á allan mögulegan hátt.

The exterior of the Volkswagen ID. SPACE VIZZION
1
1.
Concept Car

Hrein loftglæði, hrein afköst: Ytri hönnun

Útlínur bílsins hafa verið hannaðar í einu og öllu með mögnuð afköst ID. SPACE VIZZION í huga. Hann er hannaður með besta mögulega loftflæði í huga sem veitir viðnámsstuðul upp á 0,24 og drægi upp á 590 km (WLTP)1. Sérhönnuð loftgöt á tilkomumikilli framhlið bílsins veita loftflæði til afturhlutans og undirstrika fágað útlit hans.

The Digital Cockpit of the Volkswagen ID. SPACE VIZZION
1
1.
Concept Car

Horfir til framtíðar: Stafrænt stjórnrými

Í ID. SPACE VIZZION hefur hið klassíska stjórnrými í fyrsta skipti verið lagt til hliðar en AR-skjár í augnhæð, sem markar tímamót, leysir það af hólmi. Til viðbótar við hann er smáskjár með grunnupplýsingum, en hann birtir upplýsingar beint í sjónlínu ökumanns. Þannig er ökumaður umlukinn snjallvirkum stjórnbúnaði. Auk þess fylgir gagnvirkt ljós milli A-stafanna, sem á í samkiptum við ökumanninn í umferð. Hægt er að breyta stillingum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og stillingum fyrir bílinn á snertiskjá sem er 39,6 cm (15,6 tommur) og tvískiptur.

The interior of the Volkswagen ID. SPACE VIZZION
1
1.
Concept Car

Endalaust pláss: Hönnun innanrýmis

Eins og nafnið gefur til kynna er ID. SPACE VIZZION rúmgóður umfram sinn bílaflokk.
Rafdrifið sparar pláss og innanrýmið minnir á fólksbíl í hærri verðflokki. Hágæða innanrýmið einkennist af framsækni og sjálfbærni. Efnin eru framleidd úr sjálfbæru hráefni sem kemur til dæmis úr framleiðslu ávaxtasafa. Þannig sýnir ID SPACE VIZZION framsækinn anda sinn í hverju smáatriði og vekur eftirvæntingu fyrir framtíð sinni í seríunni.

Skráðu þig, við sendum þér fréttir um leið og þær berast.

Fáðu fréttir frá Volkswagen ID forsölum,
nýjum bílum, sýningum og ýmsu fleiru.

Hvað viltu gera næst?