Skipta yfir í rafmagn

Staðreyndir í stað ályktana

Of dýrir? Stutt drægi? Ekki nógu margar hleðslustöðvar? Ekki láta þetta pirra þig. Hérna færðu svar við öllum spurningum þínum um rafknúinn ferðamáta.

Icons für richtig und falsch
Ályktun:

Hvað gerist ef tankurinn tæmist?

Staðreynd:

Rafbíllinn þinn varar þig við í tíma.

Ef þú tekur mið af viðvörunum ættir þú ekki að lenda með tankinn tóman því þú færð að vita með góðum fyrirvara áður en rafmagnið tæmist. Bíllinn skiptir líka sjálfkrafa yfir í orkusparandi stillingu. Auk þess mun net hleðslustöðva fara sívaxandi á næstu misserum og leiðsögukerfið í bílnum vísar þér greiðlega á næstu hleðslustöð. Hleðslustöðvar ON má finna hérOpna ytri hlekk og hleðslustöðvar frá Ísorku má finna hérOpna ytri hlekk.

Illustration of a smartphone, that displays the logo of the breakdown services that are being called at this moment
Illustration of a smartphone, that displays the logo of the breakdown services that are being called at this moment
Ályktun:

Rafgeymirinn endist ekki lengi

Staðreynd:

Jú, það gerir hann og þú verður hissa á hvað hann endist lengi.

Endingin á rafgeyminum í rafbílnum þínum fer eftir því hvað hann er oft hlaðinn og afhlaðinn. Almennt sagt þá getur þú hlaðið og afhlaðið rafbílinn þinn mörg þúsund sinnum án þess að það bitni á frammistöðu hans. Volkswagen ábyrgist líka að rafgeymirinn fer ekki niður fyrir 70% af nýtilegu magni eftir 8 ár eða 160.000 km – hvort sem kemur á undan.

The MEB chassis with an 8 year warranty
The MEB chassis with an 8 year warranty
Ályktun:

Hleðsla tekur of langan tíma

Staðreynd:

Á hraðhleðslustöðum tekur um 30 mínútur að hlaða geyminn upp í 80%.

Hvað það tekur langan tíma að fullhlaða bílinn fer eftir hleðslustöðinni. AC hleðsla með 11 kW veggboxi heima eða í vinnunni nær fullri hleðslu á bílinn á 5-8 klukkustundum. Akstursvenjur þínar geta verið þannig að þú þarft bara að hlaða bílinn einu sinni til tvisvar í viku, en þú getur líka dreift þessu yfir á styttri daglegar hleðslur. Á hraðhleðslustöð nær rafgeymirinn 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum.

Illustration of an electric vehicle
Illustration of an electric vehicle
Ályktun:

Rafbílar eru dýrir

Staðreynd:

Þvert á móti – þökk sé ívilnunum og kauphvötum.

Rafbílar eru enn álitnir vera þeir kostnaðarsömustu. Það er satt að kaupverðið er eitthvað hærra en á sambærilegum bensín- eða dísilbílum. Ástæðan fyrir þessu er framleiðslukostnaðurinn á rafgeyminum. Hins vegar eru kauphvatar, ívilnanir, skattafríðindi og lægri eldsneytiskotnaður, sem og minni viðhaldskostnaður, þættir sem eru fljótir að vega upp þennan viðbótarkostnað.

Money is being put into an electric car like into a piggy bank
Money is being put into an electric car like into a piggy bank
Ályktun:

Rafbílar eru með stutta drægni

Staðreynd:

Allt að 550 km (WLTP).

Einhverjir algengustu fordómar gegn rafbílum sem heyrast eru þeir að við komumst ekki langt á þeim. En þetta er liðin tíð því drægni nýrra rafbíla í ID. fjölskyldunni sem byggt er á MEB-kerfinu er miklu meira en þig grunar. Drægni nýrra rafbíla getur verið á bilinu 330 til 550 km í WLTP-staðlinum, en það fer eftir stærð rafgeymis, dekkjum og lögun yfirbyggingar hvers bíls.

ID. Buzz on a country road
ID. Buzz on a country road
Ályktun:

Það er hættulegt að hlaða rafbíl

Staðreynd:

Rafbíllinn þinn er öruggur, jafnvel í rigningu og raka.

Sem börnum er okkur kennt að rafmagn sé hættulegt. Sérstaklega ef það blandast vatni. Engu að síður er ekkert að óttast þegar rafbíll er hlaðinn í rigningu, til dæmis. Vegna þess að svo lengi sem rafgeymirinn og hleðslustöðin uppfylla staðla þá flæðir ekkert rafmagn fyrr en örugg tenging hefur komist á. Þú getur líka ekið í gegnum bílaþvottastöð eða opnað vélarhlífina í rigningu án þess að nein áhætta sé tekin. Rafbíllinn þinn er jafn öruggur og hvaða annar bíll sem er í þrumum og eldingum.

Electric car under a protective shield during a thunder storm
Electric car under a protective shield during a thunder storm
Ályktun:

Rafbílar eru leiðinlegir.

Staðreynd:

Það er miklu skemmtilegra að aka rafbílum en þig kann að gruna.

Margt fólk heldur að rafbílar séu hægir og þunglamalegir með sinn stóra rafgeymi. En það er öðru nær. Í fyrsta lagi þurfa þeir ekki sprengivél eða gírkassa og í öðru lagi er rafgeymirinn innbyggður í gólfið. Það lækkar þyngdarmiðpunktinn og veldur því að þunginn dreifist betur. Auk þess eru litlir en öflugir rafmótorar á öxlunum. Tafarlaus hröðun án gírskiptinga þýðir að þú getur skemmt þér eins vel við aksturinn og í go-kart bíl – og gangurinn er hljóðlátur. Ekki hljómar þetta nú neitt leiðinlega.

Ályktun:

Það er flókið að hlaða rafbíl heima.

Staðreynd:

Þú þarft bara hleðslusnúra og tengingu við rafmagn

Auðveldasta leiðin til að hefja daginn á fullhlöðnum rafbíl er að hafa hleðslustöð við húsdyrnar. Þetta er ekki bara kostur fyrir eigendur einbýlishúsa heldur hentar líka í bílskúra fyrir utan blokkir. Þú getur sett þar upp veggbox og þá þarftu bara hleðslusnúru til að hlaða rafbílinn. Þú getur líka notað kapalinn sem veittur er fyrir hleðsluna. Það tekur dálítið lengri tíma en er jafn einfalt.

An electric car is charged at a wallbox
An electric car is charged at a wallbox
Ályktun:

Það eru of fáar hleðslustöðvar.

Staðreynd:

Þú getur hlaðið á rafmagni næstum hvar sem er.

Þú getur alltaf hlaðið bílinn heima með því að nota veggbox (Wallbox). Þannig getur þú sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni og byrjað daginn fullur af orku. Hleðslustöðvum í almannarými fer líka fjölgandi.

Það má til dæmis finna margar hleðslustöðvar á bílaplönum, við verslanir og verslanamiðstöðvar. Auk þess bjóða sífellt fleiri vinnuveitendur starfsmönnum sínum upp á að hlaða bílinn á hleðslustöðvum fyrirtækisins.

Það verður líka brátt hægt að hlaða bílinn á þægilegan hátt á langferðum. Hleðslustöðvar á Íslandi má finna á um það bil 150 kílómetra fresti allan hringveginn en finna mér kort yfir stöðvar ON hérOpna ytri hlekk og Ísorku hérOpna ytri hlekk.

Illustrated map with charging stations in different places
Illustrated map with charging stations in different places