--:--

Caddy Cargo

100% nýr. Og samt 100% Caddy.

Hvort sem þú ert sendill, verslunarmaður eða byggingaverktaki þá hefur þú alltaf auga á framtíðinni í þínu starfi. Það gerir nýr Caddy Cargo líka. Með nýrri og spennandi hönnun og framsæknum akstursaðstoðarkerfum, nýstárlegu upplýsinga- og afþreyingarkerfi og heilsusamlegu umhverfi fyrir ökumann, þá er nýr Caddy jafn traustur, sveigjanlegur og sparneytinn og ávallt fyrr. Því er hann fullkominn félagi við dagleg störf og í frístundum.

Þægilegur, snjall, sveigjanlegur.

Meira pláss fyrir allt

Innanrýmið í þessum fjölhæfa fimmtu kynslóðar bíl er fullt af hátæknibúnaði og plássi. Langa útgáfan – Caddy Cargo Maxi – er með 140 mm breiðri rennihurð, meira plássi og allt að tveimur Euro-brettum. Caddy Cargo skorar líka nokkur stig fyrir málmlæddu vænghurðina aftur í , sérlás fyrir hleðsluhólf og rafræna lokun fyrir afturhlera og rennihurðir, og margt fleira.