Caddy Cargo
Caddy Cargo einn vinsælasti sendillinn
Hvort sem þú ert sendill, verslunarmaður eða byggingaverktaki þá hefur þú alltaf auga á framtíðinni í þínu starfi. Það gerir nýr Caddy Cargo líka. Með nýrri og spennandi hönnun og framsæknum akstursaðstoðarkerfum, nýstárlegu upplýsinga- og afþreyingarkerfi og heilsusamlegu umhverfi fyrir ökumann, þá er nýr Caddy jafn traustur, sveigjanlegur og sparneytinn og ávallt fyrr. Því er hann fullkominn félagi við dagleg störf og í frístundum.