A family in front of the VW Multivan Energetic.

Multivan

Velkomin í nýjan heim

Velkomin í nýjan heim

Velkomin í nýjan heim

Multivan er boðberi nýrra tíma. Við munum reyna að samræma þarfir eldri kynslóðar og óskir yngri kynslóðar. Þess vegna er VW Transporter með jafnvel lægri útblástur, er enn meiri borgarbíll og stafrænni og meira tengdur en nokkur sinni fyrr. Jafnframt er hann íburðarmeiri og þægilegri. Eftir sem áður er hann jafn hagnýtur og fjölhæfur og hann hefur alltaf verið. Hér mætir nútímalegur fyrsta flokks tækjabúnaður kunnuglegum eiginleikum bílsins sem er fær í flest. Sjáðu með eigin augum og uppgötvaðu Multivan í dag.

Nýtt frelsi til að njóta

A VW Multivan Energetic stands at a charging station.

Tengitvinnkerfið – Plug-in Hybrid
Annar kostur í drifi

Langar þig til að fara um borgina á rafmagninu einu saman? Með Multivan eHybrid er það nú mögulegt. Með fullhlaðna rafhlöðu getur þú farið í margar af þínum daglegu ferðum á rafmagninu einu saman. Í mörgum borgarhverfum getur þú ekið stuttar vegalengdir algjörlega kolefnislaust. Þetta kallar fram nýja akstursupplifun fyrir þig og sýnir líka að þú berð framtíð ungu kynslóðarinnar fyrir brjósti.

Two girls take a selfie inside the VW Multivan.

Fjölvirkniborð
Miðjustokkur verður miðpunkturinn

Multivan táknar meira frelsi og þess er meðal annars hægt njóta með fjölvirkniborðinu í innanrýminu. Ekki bara staðsetningu heldur líka lögun borðsins er hægt að breyta. Hægt er að brjóta það saman yfir bogana, ýta því alla leið á milli framsætanna og nota það sem miðjustokk með geymsluhólfum og glasahöldum.

A man holds a seat from the back seat of a VW Multivan.

Einfalt sætakerfi
Innanrýmið verður að auðu plássi

Á meðal styrkleika nýs Multivan eru einstaklingssæti í farþegarýminu sem auðvelt er að fella saman og fjarlægja. Þú getur hvort sem er látið sætin snúa í akstursáttina eða augliti til auglitis. Mjög auðvelt er að breyta sætaskipulaginu, hvor leiðin sem er valin. Annar hápunktur: Í fyrsta skipti er boðið upp á hita í sætum og þá er tryggt að börnunum er hlýtt á köldum vetrardögum.

Upplifðu nýjan blæ

The panoramic glass roof from the inside.

Útsýnisþak sem hallast
Þakið verður himinninn

Njóttu ávinningsins af fyrsta hallanlega útsýnisþakinu sem hefur verið sett upp í Multivan. Tvískipt hallandi útsýnisþak býður upp á stórkostlegt útsýni og flæðandi birtu inn í innanrýmið, sem virkar enn plássríkara fyrir vikið. Jafnframt dregur sérstök LowE-klæðning úr hitageislun og færir þægindin í Multivan upp á nýtt stig.

A view of the cockpit from the rear row of seats in a VW Multivan. A woman is sitting at the wheel.

Fyrsti flokkur
Þægindi verða fyrsta flokks

Multivan hefur aldrei verið svona snjall, svona vel tengdur og svona þægilegur. Fljótandi mælaborð með stafrænum skjá er skýrt og með hágæða útlit. Leðurklætt fjölnotastýrið með flipum, stafrænt stjórnrými (Digital Cockpit) og upplýsinga- og afþreyingarkerfi með 25,4 tommu snertiskjá – allt er þetta staðalbúnaður. Ef þess er óskað er líka hægt að fá 18-liða heilsusamleg ergoComfort sæti og fyrsta flokks hljóðkerfi frá Harman Kardon með 14 afkastamikla hátalara.

Two people work in the VW Multivan.

Uppgötvaðu nýja möguleika

A family parked the VW Multivan on the side of the road for a day trip in town.

Smáar víddir
Kraftmikil hreyfing

Það hefur aldrei verið eins auðvelt að stíga inn í heim VW Transporter.  Multivan er ekki bara smágerðari en fyrirrennari sinn, hann er líka eins og fjölskyldubíll hvað varðar stýringu og þægindi í akstri. Í boði er stöðluð stærð (4,98 m) og lengri útgáfa (5,18 m). Hæð beggja útgáfa er um 1,90 m og hæð innanrýmis sú sama. Með nýju hallanlegu útsýnisþaki er  Multivan um 2 cm hærri að innan.  Multivan sýnir líka styrkleika sína í borginni og kemst hæglega í gegnum borgarumferðina.

Woman with child sitting out in open VW Multivan.

Keyless Advanced og Easy Open
Hönd verður fótur

Tvær rennihurðir eru núna staðalbúnaður í öllum Multivan. Það hefur aldrei verið eins auðvelt að fara inn og út úr bílnum. Með lyklalausu aðgengiskerfi, Keyless Advanced, aflæsast dyrnar sjálfkrafa um leið og þú ert komin(n) í nálægð við bílinn. Easy Open virknin gerir þér síðan kleift að opna og loka rennihurðunum og afturhleranum með hreyfistýringu. Þú getur haft hendurnar í vösunum. Örlítið spark með fætinum undir skynjarann er nóg til að opna og loka dyrunum.

The storage drawers under the seats in the VW Multivan.

Fjölbreytt geymslurými
Plássið sparað með frábæru skipulagi

Þetta er virkilega þægilegt í innanrýminu: Fjölmörg geymslupláss. Hvort sem er í stjórnrýminu, við dyrnar, undir sætunum eða á samfellanlegu fjölvirkniborðinu:  Multivan býður upp á nóg pláss til að geyma hluti á borð við spjaldtölvur, leikföng, teppi, drykkjarflöskur og kaffibola, örugglega og snyrtilega. Aukahólf undir snjallsímann þinn er að finna í mælaborðinu og hægt er að uppfæra það í hleðslustöð fyrir símann, ef þess er óskað.

Meiri upplýsingar um Multivan

Tækniupplýsingar

Mál og fleira

Miðlasafn

Viltu sjá meira af Multivan? Farðu þá í Multivan miðlasafnið okkar.

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Yfirlit bíla

Vefverslun

Sýningarsalur

Notaðir bílar

Verðlistar & Bæklingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?