--:--

100% nýr. Og samt 100% Caddy.

Nýtt sjálfsöryggi: Caddy hefur fengið yfirhalningu hjá okkur. Fyrir utan nýja og spennandi hönnun má nefna framsækin akstursaðstoðarkerfi, sýndarstjórnrými og framúrskarandi upplýsinga- og afþreyingarkerfi (Innovision Cockpit) sem inniheldur margar netþjónustur fyrir farsíma. Auðvitað er Caddy síðan áfram traustur, sveigjanlegur og hagnýtur eins og hann hefur alltaf verið, en núna er hann tilbúnari í allt sem lífið leggur fyrir þig.

Breytingar stuðla að framförum

Snertiskjásvirkni

Innanrýmið í Caddy hefur verið endurhannað frá grunni og stór hluti af því er orðinn stafrænn. Í fyrsta skipti er þessi fjölhæfi bíll fáanlegur með stafrænum búnaði: Stafrænt stjórnrými. Með þessum möguleika mynda stjórnrýmið og upplýsinga- og afþreyingarkerfið eina stafræna heild – Innovision Cockpit. Fjölmargar aðrar stýringar hafa verið gerðar stafrænar: Þar má nefna stjórneiningu fyrir ljós hægra megin við fjölnota stýrið og stjórneiningu fyrir neðan upplýsinga- og afþreyingarkerfið sem veitir hnappaðgang að aðgerðum á valmynd. Í Caddy er einnig loftræsting fyrir farþegarými og þægileg ergoComcort sæti með nýrri útfærslu, þannig að tvö sérsæti eru í þriðju sætaröð.

Meiri upplýsingar um nýjan Caddy

Vilt þú vita meira um fimmtu kynslóð Caddy? Þá skaltu panta fréttabréfið okkar og hafa vakandi auga fyrir framtíðinni.

Þú gætir haft áhuga á:

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Sýningarsalur

Vefverslun

Yfirlit bíla

Notaðir bílar

Verðlistar & Bæklingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?