Sportlegur, fágaður og glæsilegur

Þú þarft bara að sjá hann einu sinni til að vita að þetta er premium bíll með sterkan karakter. Touareg er ekki eingöngu spegilmynd óaðfinnanlegrar hönnunar og lúxus eiginleika. Heldur er hann einnig praktískur í hinu daglega amstri.

Touareg eHybrid

Nýr Touareg eHybrid er kraftmesti Volkswagen frá upphafi með plug-in hybrid tækni.

Hann er með mótorsport í æðunum þar sem krafturinn og aksturseiginleikarnir koma beint frá kappakstursbrautinni. 

Plug-in hybrid tæknin er fáanleg í fyrsta skipti í Elegance útgáfu.

Park Assist Pro fjarstýrð lagning

Í boði sem aukabúnaður er Park Assist Pro með fjarstýrðri lagningu í gegnum appið. Það gerir það kleyft að keyra bílinn út úr t.d. of þröngum stæðum til að auðvelda aðgengi.

Það er ekki nóg með að Park Assist Pro greini hvort bílastæði sem ekið er framhjá sé nógu stórt heldur leggur það fyrir þig líka!

Park Assist Plus leitar að físilegum bílastæðum samsíða akstursstefnu upp að 40 kmh. Það getur einnig metið venjuleg bílastæði sem ekið er framhjá upp að 20 kmh.

Þegar þú hefur valið bílastæði getur þú hafið ferlið. Park Assist Pro sér um rest.

Það eina sem þú þarft að gera er að fylgjast með og grípa inn í ef það er nauðsinlegt.

Park Assist Pro getur líka keyrt út úr bílastæðum samsíða akstursstefnu og mjakað sér út úr stæði fyrir þig.

Þú getur stýrt öllu með snjallsímanum með því að setja upp Park Assist Pro appið í símann. Þegar þú hefur fundið stæði getur þú hoppað út og klárað málið fjarstýrt með símanum og losnar við að troða þér út úr þröngu stæði.

 

Allt að 3.5 tonna dráttargeta

Volkswagen Touareg er kraftmikill jeppi með dráttargetu allt að 3,5 tonn. Hann hentar fullkomlega til að draga hjólhýsi, ferðavagna, hestakerrur og fleira – hvort sem um er að ræða ævintýraferðir eða verkefni sem þarf að leysa. Með kraftmikilli vél og stöðugleika tryggir Touareg öruggan og þægilegan akstur, jafnvel með þungan farm.

Touareg R eHybrid

Volkswagen Touareg R eHybrid

Touareg R eHybrid er sportlegur og kraftmikill.

  • 340 kw (462 hp) gera þetta að krafmesta Volkswagen frá upphafi.
  • Hröðun frá 0 til 100 á 5,1 sekúndu 
  • Bláar bremsudælir með R-lógói
  • R-Lógói varpað úr speglahúsi niður á jörð
  • R-blá stemmingsl ýsing í innréttingu  
  • Leðursæti "Vienna"
  • Innstig með R-Lógói  
  • Lykill með R-lógói
  • Panorama þak  
  • 4-svæða "climatronic" loftræsting
  • 3,5 tonna dráttargeta  
  • "Trailer Assist"
  • 15" aðgerðaskjár