Taigo
Karakter. Á hverjum degi.
Nýr Taigo sameinar styrk, öryggi og glæsileika. Taigo er fyrir þá sem kjósa sportlegan karakter búinn kraftmiklum aksturseiginleikum. Eiginleikar Taigo henta vel hvort sem er við innanbæjaakstur eða ferðalög út fyrir þéttbýlið.
Taigo hefur marga hápunkta. Hér eru þrír þeirra:
Stafrænt stjórnrými
Gagnlegar upplýsingar á skjá sem hægt er að stýra eins og hentar hverjum og einum.
App-Connect Wireless
Slakaðu á þegar þú keyrir og notaðu snjallsímann þinn á ferðinni. Engin þörf fyrir snúru heldur.
Ytra útlit
Fangar augað
Taigo í R-Line línunni býður upp á hágæða búnað þar sem saman fara hönnun, þægindi og tækni í fremstu röð, bæði að utan og innan.
Gefur tóninn
Black Style hönnunarpakkinn í R-Line hentar viðskiptavinum sem sækjast eftir sportlegum stíl. Þinn Taigo verður svartur eins og dimmasta nótt með 18 tommu Misano álfelgum, svörtum hliðarspeglahlífum og trapísulaga áklæði á röndum á framgrillinu. Skyggðar hliðarrúður og afturrúða fullkomna útlitið.
Finnst þér gaman af miklum andstæðum?
Smágerð lögun og stór hönnun sameinast undir einu þaki í Taigo. Nákvæmlega það mun blasa við þér. Hvernig líst þér til dæmis á svart þak og svartar hliðarspeglahlífar? Þakpakkinn er valbúnaður í Style búnaðarlínunni, innifalið eru skyggðar hliðarrúður og afturrúða.
Nýtt andlit
Taigo virkar sportlegur um leið og þú lítur á hann. Helstu eiginleikar: Flott LED ljósalína sem nær yfir alla framhliðina að Volkswagen-merkinu og tengist IQ.LIGHT-LED matrix aðalljósunum með tilkomumiklum ljósastöfum. Þokuljósin eru innbyggð í stuðarann.
Svipmikið yfirbragð í einu og öllu
Hið sportlega útlit heldur áfram í slútandi afturhliðinni með nútímalegum afturljósum. Blæjubílshönnun bílsins er undirstrikuð með mjórri LED-ljósasamstæðu með ljósalínu sem nær frá þakbrún til aftursvuntunnar.
Hittir í mark
Tilkomumikið útlit þarf viðeigandi lýsingu. Það fæst með Life búnaðarlínunni sem fylgir Taigo: Ljósið endurkastast á jörðina næst bílnum. Til að tryggja örugga heimferð þína er svæðið lýst upp þegar þú stígur inn í bílinn og Taigo leiðir þig með heimkomuvirkninni og brottfararvirkninni (coming home/leaving home function).
Innanrými
Mikilvæg atriði við fyrstu sýn
Haldið utan um mikilvægar tölur á ferðinni. Stafræna stjórnborðið er með 8 tommu (20,32 cm) litaskjá sem staðalbúnað og birtir hann mikilvægar upplýsingar á borð við ökuhraða og ekna vegalengd. Digital Cockpit Pro gerir þér kleift að stilla 10,25-tommu (26,04 cm) skjáinn eftir þínum þörfum. Til dæmis getur þú valið um að birta akstursaðstoðarkerfið myndrænt eða sambland af leiðsögukorti og skjábirtingum – allt birtist þetta í grípandi myndum.
Framsækinn og lokkandi
Innanrýmið í Taigo heilsar þér og tekur vel á móti þér. Hágæða snertimælaborð er staðalbúnaður og litað skraut fylgir með líka í Style-búnaðarlínunni og hærra, ef þess er óskað. Þú getur auðveldlega hlaðið tækin þín jafnvel úr aftursætinu með USB-innstungu í miðjuarmhvílunni í framsætunum. Leðurklætt fjölnotastýri er staðalbúnaður í Line-búnaðarlínunni og upp úr.
Færir lit í innanrýmið
Kannski dálítið meiri lit? Visual Green hönnunarpakkinn færir lit í innanrýmið. Þegar þú stígur inn í bíllinn tekur ljós í Ceramique lit á móti þér og áklæðið er í Visual Green. Grænir saumar á sætishlífunum eru í stíl.
Sjáðu stjórnrýmið í réttu ljósi
Hvít bakgrunnslýsing á dyraopnurum frammi í er staðalbúnaður í Style og R-Line búnaðarlínum. Skrautlistar á dyrum og í mælaborði skapa notalega stemningu í innanrýminu í gegnum óbeina lýsingu. Algjört augnayndi: LED lesljós frammi í og aftur í, fáanleg í Life búnaðarlínunni og upp úr, sem og LED lýsing við fætur, sem er staðalbúnaður í Style og R-Line flokknum, vísar þér leiðina þegar þú stígur inn í bílinn.
Þægilegur ferðamáti fyrir alla
Er farþegum of heitt? Og þér of kalt? Tvö aðgreind hitasvæði í bílnum gera kleift að að stilla eitt hitastig fyrir ökumann og annað fyrir farþega. Air Care Climatronic loftræsting er valbúnaður í Life búnaðarlínunni og upp úr. Með henni er hægt að stýra hitanum í gegnum snertiskjá. Og enn betra: Því hægar sem þú ekur því hljóðlátari verður blásarinn. Kerfið skiptir sjálfkrafa yfir í lofthringrás þegar þú þværð framrúðuna eða skiptir í bakkgír og því fer engin vond lykt inn í bílinn. Í stuttu máli: Það er einstaklega þægilegt á allan hátt að ferðast í Taigo.
Auðvelt að koma fyrir farangri
Þrátt fyrir að Taigo sé smágerður þá er hann merkilega plássríkur. Breytilegt gólf í farangursrými sér til þess að þú nýtir plássið til hins ýtrasta. Þar sem hleðsluhlíf og hleðsluflötur liggja saman er sérstaklega auðvelt að hlaða og afhlaða farangri í og úr bílnum: Þú einfaldlega lyftir farangrinum upp á hleðsluhlífina og ýtir honum inn eða togar hann út. Bassahátalarinn er innbyggður í varadekkið og tekur því ekki pláss í farangursrýminu.
Þægindi
Fáðu meira út úr snjallsímanum þínum
App-Connect er valbúnaður sem gerir notkun á öppum og efni þægilegri. Tónlist, fréttir, kort og hljóðbækur eru flutt yfir á skjá upplýsingar- og afþreyingarkerfisins og er hægt að stýra í sjónfæri þínu. Þrjú viðmót er hægt að nota til að tengja snjallsímann þinn: Apple CarPlayTM, Android AutoTM frá Google og MirrorLink®. Þetta kemur sér sérstaklega vel: Apple CarPlay™ og Android Auto™ með þráðlauri tengingu til að nota Discover Media og Discover Pro3 leiðsagnarkerfin, sem eru valbúnaður, sem og Ready 2 Discover4 radio. Þú getur keypt App-Connect seinna í gegnum In-Car Shop5, sem er í bílnum, og virkjað það.
Engin hleðslusnúra til staðar? Ekki vandamál.
Ertu alltaf með hleðslusnúru með þér þegar snjallsíminn verður batteríslaus? Með Taigo verður þetta óþarfi. Þú setur snjallsímann einfaldlega í fremra farangurshólfið þar sem hann fær spanaða hleðslu. Gakktu úr skugga um að síminn þinn styðji Qi staðalinn og að þú hafi verið viðeigandi sérbúnað frá Life búnaðarlínunni og upp úr.
Himneskt útsýni
Víður glerflöturinn nær yfir allt þakið, rafstýrð opnun er valbúnaður frá Life búnaðarlínunni og upp úr, og hægt er að renna sóllúgunni, sem er auk þess augnayndi. Þetta er engu líkt: Óhindrað útsýni yfir himininn. Ótakmarkað sólskin og ferskt loft. Þú ákveður hvað þú vilt mikið: Hægt er að lyfta þakinu eða opna það til fulls. Ef það verður of bjart koma skyggð rúðan og hágæða rúðuhlíf til hjálpar.
Taigo, opnist þú!
Sparaðu þér vesenið við að leita að bíllyklinum í buxunum, handtöskunni eða jakkavasanum: Ef þú ert með lykilinn með þér og bíllinn er í ekki meira en 1,5 metra fjarlægð þá aflæsast dyrnar og skottið, eins og fyrir töfra. Þú þarft ekki heldur lykil til að ræsa vélina. Þú þarft bara að ýta á hnapp. Ef svo ólíklega vill til að Keyless Access virkar ekki þá ertu ekki með lykilinn á þér. Er hann kannski á eldhúsborðinu?
Svarið við fyrirferðarmiklum farangri
Þarftu mikinn búnað út af hobbíinu þínu? Það er ekki vandamál fyrir nýjan Taigo: Dráttarkrókurinn er valbúnaðar og er hannaður fyrir hleðslu upp á 650 kg án hemla og 1.200 kg með hemlum. Ef þú þarft ekki dráttarkrók núna getur þú fjarlægt hann og komið honum fyrir í geymslupoka sem fylgir með.
Sjáðu fyrir aftan þig
Rear View bakkmyndavélin, að viðbættri hreinsivirkni, gerir þér kleift að hafa yfirsýn yfir umhverfið þegar bakkað er: Svæðið sem myndavélin nemur fyrir aftan bílinn birtist á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Rear View dregur líka upp leiðbeiningarlínur á skjánum sem hjálpa þér að meta fjarlægðina rétt.
Aðlagaðu Taigo að þínu aksturslagi
Akstursstillingavalið er valbúnaður og með því getur þú lagað Taigo að þínu aksturslagi. Þetta fer eftir því hvað er mikilvægast fyrir þig. Þú velur einfaldlega þá akstursstillingu sem þú vilt með því að ýta hnapp eða snertiskjá, þá eru drif, stýring og jafnvel skiptipunktar (með DSG gírkassa með tvöfaldri kúplingu) stillt skjálfkrafa. Það sem meira er, þá virkar XDS eins og þverlægur mismunalás til að koma í veg fyrir rás, sem bætir upp fyrir undirstýringu í hröðum beygjum, eins og er algengt í bílum með framdrif. Allt algjörlega sjálfvirkt. Og einstaklega þægilegt.
- Eco: fyrir sparneytinn akstur
- Normal: Fyrir hversdagslegan akstur
- Sport: fyrir sportlegan akstur og viðeigandi vélarafl
- Individual: fyrir mismunandi samsetningar að eigin vali.