Taigo
Karakter. Á hverjum degi.
Nýr Taigo sameinar styrk, öryggi og glæsileika. Taigo er fyrir þá sem kjósa sportlegan karakter búinn kraftmiklum aksturseiginleikum. Eiginleikar Taigo henta vel hvort sem er við innanbæjaakstur eða ferðalög út fyrir þéttbýlið.
Taigo hefur marga hápunkta. Hér eru þrír þeirra:
Stafrænt stjórnrými
Gagnlegar upplýsingar á skjá sem hægt er að stýra eins og hentar hverjum og einum.
App-Connect Wireless
Slakaðu á þegar þú keyrir og notaðu snjallsímann þinn á ferðinni. Engin þörf fyrir snúru heldur.
Ytra útlit
Fangar augað
Taigo í R-Line línunni býður upp á hágæða búnað þar sem saman fara hönnun, þægindi og tækni í fremstu röð, bæði að utan og innan.
Innanrými
Mikilvæg atriði við fyrstu sýn
Haldið utan um mikilvægar tölur á ferðinni. Stafræna stjórnborðið er með 8 tommu (20,32 cm) litaskjá sem staðalbúnað og birtir hann mikilvægar upplýsingar á borð við ökuhraða og ekna vegalengd. Digital Cockpit Pro gerir þér kleift að stilla 10,25-tommu (26,04 cm) skjáinn eftir þínum þörfum. Til dæmis getur þú valið um að birta akstursaðstoðarkerfið myndrænt eða sambland af leiðsögukorti og skjábirtingum – allt birtist þetta í grípandi myndum.
Þægindi
Fáðu meira út úr snjallsímanum þínum
App-Connect er valbúnaður sem gerir notkun á öppum og efni þægilegri. Tónlist, fréttir, kort og hljóðbækur eru flutt yfir á skjá upplýsingar- og afþreyingarkerfisins og er hægt að stýra í sjónfæri þínu. Þrjú viðmót er hægt að nota til að tengja snjallsímann þinn: Apple CarPlayTM, Android AutoTM frá Google og MirrorLink®. Þetta kemur sér sérstaklega vel: Apple CarPlay™ og Android Auto™ með þráðlauri tengingu til að nota Discover Media og Discover Pro3 leiðsagnarkerfin, sem eru valbúnaður, sem og Ready 2 Discover4 radio. Þú getur keypt App-Connect seinna í gegnum In-Car Shop5, sem er í bílnum, og virkjað það.