Nettengdu ID.-bílinn þinn með We Connect Start
1
Nettengdu ID.-bílinn þinn með We Connect Start
1
Nettengdu ID.-bílinn þinn með We Connect Start
1

We Connect Start
Tengir þig við netið, aðstoðar þig og gerir aksturinn afslappaðri

Snjöll tenging við Volkswagen ID.-bílinn þinn

Ekur þú bíl úr ID.-línunni? Þá ekur þú ekki aðeins um á hreinræktuðum rafbíl, heldur getur einnig verið með alhliða nettengingu með We Connect Start. Sjálfvirka neyðarkallskerfið eCall er til staðar fyrir þig frá fyrsta degi. Með netþjónustu We Connect Start getur þú síðan náð í stafræn aðstoðarkerfi fyrir bílinn sem veita síuppfærðar upplýsingar um hleðslu eða umferðarskilyrði og gera þér kleift að fjarstýra tilteknum aðgerðum með snjallsímanum.

Forskot í umferðinni

Héðan í frá þarftu ekki að hafa óþarfa áhyggjur af umferðinni, því Volkswagen ID.-bíllinn þinn fylgist vel með. Nánast í rauntíma sækir leiðsögukerfið umferðarupplýsingar af netinu, greinir slys, vegavinnu og aðrar truflanir á umferð og stingur upp á bestu akstursleiðinni fyrir þig hverju sinni. Það sparar þér tíma og streitu.

Góð tenging með We Connect ID. App

Hladdu niður þægindauppfærslunni fyrir ID.-línuna: We Connect ID. App tengir þig við Volkswagen ID.-bílinn þinn og allt sem skiptir þig máli. Það breytir snjallsímanum þínum í fjarstýringu fyrir tilteknar aðgerðir í bílnum. Þannig geturðu alltaf fylgst með ID.-bílnum þínum – líka þegar þú situr ekki í honum.

Í App Store

Í Play Store

We Connect ID., appið fyrir ID.-bílinn þinn
3.
Myndir geta verið frábrugðnar

Þú þarft aðeins að skrá þig og þá geturðu byrjað

Hér sýnum við þér hvernig þú virkjar We Connect Start í örfáum skrefum og notar stafrænu þjónustuna okkar í bílnum og snjallsímanum.

--:--

Disclaimer by Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect Start með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan We Connect Start-samning við Volkswagen AG á netinu. Skrá þarf bílinn með We Connect ID. App innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Start-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann.
Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustu We Connect Start. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu.
Til þess að nota ókeypis forritið We Connect ID. App þarf snjallsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. 
Framboð á einstaka þjónustu sem lýst er í pökkunum getur verið mismunandi eftir löndum. Þjónustan er í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kann að taka efnislegum breytingum eða vera tekin úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér